Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 74

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 74
Anna Klemensdóttir______________ með börnum sínum uppkomnum. Agnari, Klemens, Valgerði. f’órhalli. Birni, Þorbjörgu og Önnu Guðrúnu. Mæðgurnar Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen og Dóra Þórhallsdóttir. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra tekur á móti Kristjáni X Danakonungi á gömlu steinbryggjunni í Reykjavík. Á myndinni eru einnig forsætisráðherra Dana, Anna Klemensdóttir og Jón Sveinbjörnsson. Norður í Eyjafirði, í Laufási, er óvenjulega stílhreinn og glæsilegur burstabær, sem nú er í umsjá þjóð- minjavarðar, og við hlið hans snotur timburkirkja. Bærinn þessi var byggður upp af séra Birni Hall- dórssyni, einhverjum kunnasta klerki landsins á síð- ustu öld, en til kirkjusmíðinnar fékk hann ungan og efnilegan smið sem mjög átti eftir að koma við sögu þjóðarinnar. Sá hét Tryggvi Gunnarsson. Frá Birni Halldórssyni er komin kunn ætt, sem hér verður nefnd Laufásætt, og reyndar kemur Tryggvi Gunn- arsson einnig við sögu þessarar ættar. Sonur séra Björns í Laufási var Þórhallur Bjarnarson, biskup íslands, en hann reisti býlið Laufás í Reykjavík sem Laufásvegur er kenndur við. Kona hans var Valgerður, fóst- urdóttir Tryggva. í þessari fjölskyldu hafa verið ekki færri en þrír forsætisráðherrar, þeir Tryggvi Þórhallsson, Ásgeir Ás- geirsson og Gunnar Thoroddsen. Sá í miðið varð einnig for- seti Islands og í Laufásættinni er líka fjöldi annarra þekktra einstaklinga úr íslensku þjóðlífi, ekki síst háttsettir embættis- menn. Hér verður þessi ætt rakin nokkuð en það skal þó tekið fram sem jafnan fyrr að ekki er um fullkomið niðjatal að ræða og mörgum sleppt, einkum mökum. NÍÐKVÆTT SÁLMASKÁLD í LAUFÁSI VIÐ EYJAFÖRÐ Séra Björn Halldórsson í Laufási (1823-1882) var af gamal- grónum höfðingjaættum. Sjálfur var hann orðlagður kenni- maður og eitt þekktasta sálmaskáld sinnar tíðar. Hann orti meðal annars sálminn Á hendur fel þú honum og bænaversið Að biðja sem mér bœri. Hann var prestur í Laufási alla sína tíð, fyrst aðstoðarprestur séra Gunnars Gunnarssonar, föður fyrrnefnds Tryggva og Kristjönu, móður Hannesar Hafsteins, en síðan eftirmaður hans og prófastur frá 1863. Séra Birni var svo lýst að hann hafi verið fremur lágur maður vexti, hvatleg- ur á fæti og hinn snyrtimannlegasti, fjörmaður og glímumaður á yngri árum, skjótgáfaður og skáldmæltur, glaðvær og skemmtinn og hafði jafnan spaugsyrði á reiðum höndum. Kona hans var Sigríður Einarsdóttir (1819-1889) frá Saltvík á Tjörnesi og var talað um að stundum hefði verið stirt á milli þeirra hjóna framan af enda séra Björn átt að hafa gifst henni nauðugur. Bæði voru þau hjón miklar búmanneskjur og hefur áhugi á landbúnaði og landgræðslumálum fylgt þessari fjöl- skyldu æ síðan. Þegar þau Björn og Sigríður tóku við staðnum á Laufási voru bæjarhús, úthýsi og kirkja orðin gömul og hrörleg en það var allt byggt upp eins og áður sagði. Þau voru nokkuð vinnu- hörð við hjú sín en farnaðist þó vel við þau að öðru leyti og voru hjúasæl. Sjálfur gekk Björn lítt til heimilisstarfa að und- anteknu því að hann stundaði æðarvarp með mikilli um- hyggju, óf á vetrum eða var í smiðju því hann var hagur, eink- um á járn. Hann tónaði og söng svo að unun var að hlýða á en var heldur hneigður fyrir vín, einkum á yngri árum. Oft glett- ist hann við vinnufólkið með gamanvísum. Séra Björn var áhugasamur um þjóðmál og var annar fulltrúi Norður-Þingey- inga á þjóðfundinum 1851. Hann lenti eins og margir aðrir Norðlendingar upp á kant við Pétur amtmann Havsteen á Möðruvöllum, föður Hannesar ráðherra, og orti um hann níð- brag sem kallaðist Löðrungaljóð og var á hvers manns vörum nyrðra um skeið. Séra Björn varð ekki gamall maður og dó á harðindaárunum upp úr 1880. Séra Björn Halldórsson og Sigríður Einarsdóttir eignuðust aðeins tvo syni, sem upp komust og afkomendur eru frá. Þeir voru Vilhjálmur Bjarnarson og Þórhallur Bjarnarson sem báð- ir gerðust eins konar landnemar í sjálfri Reykjavík, rétt eins og Ingólfur Arnarson forðum. Þeir komu upp stórbúum í bæj- arlandinu, sem þóttu einhver þau glæsilegustu á öllu landinu, annar á Rauðará en hinn í Laufási. Verður nú sagt frá þeim bræðrum og afkomendum þeirra og byrjað á Þórhalli. KIRKJUHÖFÐINGI í LAUFÁSI í REYKJAVÍK Þórhallur Bjarnarson (1855-1916) stundaði nám í Lærða skólanum í Reykjavík á uppreisnar- og þjóðernisvakningarár- um meðal skólapilta eftir 1870. Meðal annars stóð hann sig að því, ásamt fleiri skólapiltum að brenna hátíðlega á báli latn- esku stílabækurnar sínar vorkvöld eitt suður á Melum í mót- mælaskyni við úrelta kennsluhætti en slíkt athæfi þótti þá firn mikil. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1877 og sigldi þá til Kaupmannahafnar og lauk guðfræðiprófi við Kaupmanna- hafnarskóla eftir sex ára nám. Þetta var á þeim árum sem nýj- ar hugmyndir í stjórnmálum og ekki síst trúmálum fóru eins og eldur í sinu um Evrópu og Ameríku. Köldu andaði í garð lúthersks rétttrúnaðar og margir menntamenn skáru upp her- ör gegn kirkjunni undir merkjum vísindahyggju, darvínisma og gagnrýnna athugana á Biblíunni. I Kaupmannahöfn urðu ungir menntamenn fyrir miklum áhrifum frá bræðrunum Ed- ward og Georg Brandes og Þórhallur Bjarnarson fór ekki var- hluta af þeim. Þegar hann kom heim lenti hann að mörgu leyti í andstöðu við kirkjunnar menn, sem þá réðu, en lét lítið á því bera til að byrja með. Hann varð kennari við Prestaskólann í Reykjavík tveimur árum eftir að hann kom frá námi. Hann 74 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.