Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 75

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 75
Tryggvi Þórhallsson_____________________ forsætisráðherra og Anna Guðrún Klemensdóttir kona hans ásamt börnum sínum. Klemens Tryggvason hagfræðingur og Guðrún Steingrímsdóttir í anddyri Laufáss. þótti glaðlyndur og skemmtilegur í umgengni og laus við allan yfirstéttarhroka sem svo mjög einkenndi marga íslenska emb- ættismenn á þeim tíma. Þórhallur Bjarnarson var settur forstöðumaður Prestaskól- ans Í894 og varð einn af leiðtogum íslensku kirkjunnar en fer- ill hans var svo kórónaður með biskupsvígslu Í908. Hann ásamt Jóni Helgasyni, Haraldi Níelssyni og fleirum hóf svo- kallaða nýguðfræði í öndvegi en hún lagði áherslu á andlegt frelsi, sannleiksleit og mikilvægi mannlegs persónuleika. Með þessu urðu grundvallarbreytingar á stöðu og hlutverki kirkj- unnar í íslensku þjóðlífi. Þorkell Jóhannesson sagnfræðingur telur að það hafi borið vott um andlegan höfðingsskap og óvenjulegt mannvit séra Þór- halls Bjarnarsonar að trúar- breytingin varð án illvígrar sundrungar í þjóðkirkjunni. Hann hafi verið í senn geðrík- ur og mildur, kappsamur og forsjáll. Þórhallur biskup vildi heldur sjá kirkju sína losna smám saman undan fargi bókstafstrúar og kreddufestu en hætta á að hún klofnaði í andstæðar fylkingar. Hann var þeirrar skoðunar að þjóðkirkj- an ætti að vera „rúmgóð'* þannig að ólíkar skoðanir ættu þar heima hlið við hlið. MAÐUR NÝJA TÍMANS Engu að síður var séra Þór- hallur einn af þeim mönnum sem létu sér fátt mannlegt óviðkomandi, hvort sem um var að ræða kvenfrelsi, alþýðu- menntun eða atvinnuhagi og talaði þar tæpitungulaust. Hann skipaði sér hvarvetna í raðir þeirra sem opnastir voru fyrir nýjungum og framförum. Hann var kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur árið J888 og sat þar í átján ár og lét mikið til sín taka. Hann var til dæmis einn þeirra sem studdu Frímann Amgrímsson er hann kom hingað til þess að boða fagnaðarer- indi rafmagnsins 1894 og vildi raflýsa Reykjavík. Þá leið séra Þórhallur önn fyrir hversu Reykjavík var sóðalegur bær og vildi stofna prýðifélög til að fegra hann. Hann hélt fræga ræðu á þjóðhátíð við Rauðará árið 1897. Hann sagði: „Mig dreymir stóra og fagra drauma um Víkina mína. Ég sé í anda holt og mýrar orðin að skrúðgrænum túnum; ég sé tré og blóm prýða reitina í kringum húsin, smá og stór; ég sé steinveggi rísa upp úr sjónum, þar sem vor eigin skip, stór og smá, leggja að og ljúka erindi sínu á jafnmörgum stundum og nú ganga til þess dagar og enda vikur; ég sé nýja krafta vinn- andi og þjónandi nýrri menningu; og ég sé það sem mest er í varið, nýtt fólk með nýju lífi, ég sé uppvaxinn æskulýð, sem tamið hefur sér hreysti og fimleik, þar sem æskufjörið hefir eigi leitað sér svölunar við staupaglamur, heldur við íþróttir, þar sem hver afltaug er æfð, hver sálargáfa hvesst. . Já, þannig talaði presta- skólakennarinn og Reykvík- ingar byrjuðu að vakna til lífs- ins. Sá andi sem hann boðaði var undanfari ungmennafélags- hreyfingarinnar sem heltók ungt fólk nokkrum árum síðar, ekki síst hans eigin börn. Sjálf- ur var hann kosinn á þing og skipaði sér fljótlega í raðir val- týinga, þeirra sem vildu hnekkja hinu gamla og íhalds- sama embættis- og kaup- mannavaldi, og setja verklegar framkvæmdir í öndvegi. Hann var þó enginn flokksjálkur, sneri frá valtýskunni eftir alda- mót og gekk til liðs við Hannes Hafstein og heimastjórnar- menn árið 1904. Þar kunna fjölskyldu- og sveitungatengsl að hafa ráðið nokkru í gegnum Tryggva Gunnarsson banka- stjóra, móðurbróðir Hannesar. VILDU HAFA BÖRNIN Á GRASI Séra Þórhallur Bjarnarson gekk að eiga Valgerði Jónsdóttur (1863-1913), árið 1887. Hún var bóndadóttir úr Bárðardal en missti föður sinn tveggja ára gömul og var þá tekin í fóstur hjá Tryggva Gunnarssyni og Halldóru, konu hans. Tíu ára gömul fluttist hún með fósturforeldrum sínum til Kaupmannahafnar og kom ekki alfarið heim til Islands fyrr en hún var 23 ára gömul. Þá gerðist hún fyrsti kvenkennarinn við Barnaskóla Reykjavíkur og var síðan einnig kennari við Kvennaskólann. Hjónin Valgerður Tryggvadóttir og Hallgrímur Helgason tónskáld en þau búa í Laufási. HEIMSMYND 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.