Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 80

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 80
Afkomendur Dóru Þórhallsdóttur vVk t ■ • Æ . 'i Wk. f Jt^Æ og Ásgeirs Ásgeirssonar, tengdaböm, barnabörn og barnabarnaböm. iseftirlits Hollustuverndar ríkisins. Hann lauk meistaraprófi í mjólkurefnafræðum í Bandaríkjunum 1945 en starfaði síðan við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og var forstöðumaður þess 1963 til 1982. Hann var formaður Starfsmannafélags Reykja- víkur 1966 til 1980. Fyrri kona hans var Þóra Helgadóttir ritari og er sonur þeirra Helgi Þórhallsson (f. 1949) efnaverkfræð- ingur. Seinni kona Þórhalls var Bryndís Sigurveig Guðmunds- dóttir sjúkraliði. Þau eru skilin. Dóttir hennar og kjördóttir hans er Sigurborg Rósa Þórhallsdóttir (f. 1951) sjúkraliði en synir þeirra Halldór Þórhattsson (f. 1957) og Guðmundur Þór Þórhattsson (f. 1963). Sambýliskona Þórhalls Halldórssonar er Erna Dúrr. ÁTJÁN BIÐLAR OG SÁ SEM HANA HREPPTI Yngsta barn biskupshjónanna í Laufási var Dóra Þórhalls- dóttir (1893-1964) forsetafrú á Bessastöðum. Hún var á yngri árum ötull þátttakandi í ungmennafélagshreyfingunni og þótti, eins og Svava systir hennar. einn bestur kvenkostur í Reykjavík. Eitt sinn var sagt að hún ætti átján biðla. Sá sem hana hreppti var hins vegar ungur og glæsilegur kaupmann- ssonur í Reykjavík sem hafði kynnst Laufáskrökkunum í ung- mennafélagshreyfingunni. Hann hét Ásgeir Ásgeirsson og var orðinn guðfræðingur aðeins 21 árs gamall árið 1915. Þá var hann trúlofaður Dóru og gerðist síðan skrifari hjá Þórhalli biskupi, tilvonandi tengdaföður sínum, í Laufási á árunum 1915 til 1916. Þau giftust 1917 og gerðist þá Ásgeir bankaritari í Landsbankanum og síðan kennari við Kennaraskólann. Þau hjónin bjuggu á ættarsetrinu í Laufási við Laufásveg og var þá Ásgeir þegar kominn á kaf í störf fyrir Framsóknarflokkinn. Árið 1923 barst Ásgeiri óvænt boð frá Vestur-ísfirðingum um að fara þar í framboð og þar með var framtíð hans ráðin. Hann þótti hnyttinn ræðumaður þótt hann væri ekki beint mælskumaður og fimur í orðaskiptum við andstæðinga sína. Virðuleika hans og glæsileika var jafnan við brugðið. Hann náði kjöri og var síðan samfleytt þingmaður Vestur-ísfirðinga þar til hann tók við forsetaembætti en auk þess var hann lengi fræðslumálastjóri og síðar bankastjóri við Útvegsbankann. Hann komst fljótt í andstöðu við Jónas frá Hriflu innan Fram- sóknarflokksins. Jónas var ráðríkur einstefnumaður en Ásgeir hafði hæfileika til að sjá jafnan tvær hliðar á hverju máli. Hann var forseti sameinaðs þings á alþingishátíðinni 1930 og þótti farast það sérstaklega vel úr hendi að stýra þinghaldi á hinni mikilvægu hátíð. Þeir mágarnir, Tryggvi forsætisráð- herra og Ásgeir, voru þeir sem allra augu mændu á og þóttu hvor öðrum frambærilegri og glæsilegri. Árið 1932 kom til þess að framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn mynduðu saman stjórn og þótti þá Ásgeir sjálfsagður sem forsætisráðherra þar sem hann naut vinsælda meðal sjálf- stæðismanna og var þekktur sem andstæðingur Jónasar frá Hriflu. Aðalverkefni stjórnar Ásgeirs Ásgeirssonar var að breyta kjördæmaskipuninni en hann naut einnig velvildar margra alþýðuflokksmanna vegna jákvæðrar afstöðu til verka- lýðshreyfingarinnar. Hann hafði því sambönd í allar áttir en sumir kölluðu hann loðinn í afstöðu sinni til ýmissa mála. I umbrotunum þegar Tryggvi Þórhallsson gekk úr Fram- sóknarflokknum og stofnaði Bændaflokkinn fylgdi Ásgeir mági sínum en gekk þó ekki alla leið og kaus að vera utan- flokka um hríð. Síðar gekk hann í Alþýðuflokkinn og bauð sig fram fyrir hann í sínu gamla kjördæmi árið 1937. Þá kom í ljós að persónulegar vinsældir Ásgeirs vógu meira í hugum kjós- enda en flokkshollusta þeirra. Hann náði kjöri. FORSETAHJÓNIN Á BESSASTÖÐUM Þátttaka Asgeirs í breytingum á kjördæmaskipun landsins 1934 og svo aftur 1942 auk þess sem hann gekk úr Framsókn- arflokknum til liðs við Alþýðuflokkinn varð til þess að for- ystumenn Framsóknarflokksins voru hörðustu andstæðingar Ásgeirs í forsetakosningunum 1952. Þá vann hann frægan en nauman sigur á séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti þó að sá síðarnefndi væri studdur af tveimur stærstu stjórnmálaflokk- um landsins. Ásgeir Ásgeirsson var forseti fslands 1952 til 1968 og þóttu forsetahjónin virðulegir fulltrúar þjóðarinnar. Dóra var dul kona og flíkaði lítt skoðunum sínum en henni voru í blóð bor- in meðfædd hyggindi og hógværð. Þau voru mjög samrýnd hjón. FORSETABÖRNIN OG TENGDASONURINN FRÆGI Börn Ásgeirs og Dóru voru þessi: 1. Þórhallur Ásgeirsson (f. 1919) hagfræðingur. Hann var ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu í 30 ár að undanteknu því að hann var hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1958 til 1962. Þórhallur átti ríkan þátt í inngöngu íslands í EFTA og fleiri stórmálum og var oft á tíðum talinn ráða meiru en þeir ráð- herrar sem yfir hann voru settir. Kona hans er Lilly Knudsen frá Bandaríkjunum og eru börn þeirra þessi: Sverrir Þórhalls- son (f. 1944) efnaverkfræðingur, kvæntur Ingu Helgadóttur, Dóra Þórhallsdóttir (f. 1947) hjúkrunarfræðingur, gift Magn- úsi B. Einarssyni lækni, Ragna Þórhattsdóttir (f. 1950) kenn- ari, gift Flosa Kristjánssyni kennara og Sólveig Þórhattsdóttir framhald á bls. 94. 80 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.