Heimsmynd - 01.05.1990, Page 81

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 81
Ur Félagslífinu Magnús Magnússon hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og Ingjaldur Hannibalsson hjá Útflutningsráði Islands. Halldór Arnason, lorstöðumaður Gæðastjórnunartélagsins, og dr. Blanton Godfrey frá Juranstofnuninni. Hilmar Pálsson hjá Vátryggingarfélagi íslands Hans Petersen. GÆÐASTJÓRNUN og Hildur Petersen hjá Arsæll Harðarson hjá Gæðastjórnunarfélaginu og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson hjá Flugleiðum. • Nýlega bauð Gæðastjórnunarfélag íslands hingað til lands dr. A. Blanton Godfrey, framkvæmdastjóra Juranstofnunarinnar í Connecticut í Bandaríkjunum, en sú stofnun hefur sér- hæft sig í námskeiðum og leiðsögn um stjórnun og forystu og byggir á kenning- um og ritum dr. Joseph M. Juran. Gæðastjórnunarfélagið efndi til náms- ráðstefnu af þessu tilefni ætlaða forstjór- um og framkvæmdastjórum fyrirtækja og stofnana. Tugir manna mættu á Hótel Sögu og hlustuðu á dr. Godfrey fjalla um hlutverk forstöðumanna, gerð gæðaáætl- ana og gæðastýringu. Frammámennirnir greiddu tæpar 25 þúsund krónur í þátttökugjald í náms- stefnu sem stóð allan daginn. Fyrir utan dr. Godfrey ávarpaði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra samkunduna og Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra. Þá gekkst Stjórnunarfélag íslands fyrir námsstefnu um forystuhlutverk stjórn- andans 11. apríl á Hótel Loftleiðum og fékk dr. Warren Bennis til að flytja fyrir- lestur um umhverfi stjórnenda og sam- keppnisstöðu á tíunda áratugnum, ein- kenni stjórnunaraðferða og þróun for- ystuhæfileikanna. Þátttökugjald var tæp 24 þúsund. Dr. Bennis er prófessor í viðskipta- fræði við háskólann í Suður-Kaliforníu. Hann hefur verið ráðgjafi fjögurra for- seta Bandaríkjanna auk aðalrita Samein- uðu þjóðanna og skrifað bækur um for- ystu. Leiðtogar (1985) og Að verða leið- togi (1989) auk fleiri bóka og greina. Hann hefur kennt við Harvardháskóla og Imede, viðskiptaháskólann í Sviss. Dr. Bennis hefur skilgreint muninn á stjórnanda og forystumanni þannig að þegar stjórnandi geri hlutina rétt, geri forystumaðurinn réttu hlutina. Þegar stjórnandi stjórnar og viðheldur er for- ystumaðurinn í nýsköpun og þróun. Þá segir Dr. Bennis að fyrir stjórnend- ur sem vilji verða farsælir forystumenn sé mikilvægt að þekkja veikleika sína jafnvel og styrkleika. Stjórnendur verða að skoða aðstæður fyrirtækis síns vel, læra af reynslunni og láta innsæi sitt njóta sín. Þeir verða að þróa hæfileika sína, leggja hart að sér og vera óhræddir við að reyna nýjar hugmyndir. Þeir eiga að vera iðnir og fá fólk til að starfa með sér en ekki gegn sér. Dr. Warren Bennis. hjá SÍF. Tryggvi Sigurbjarnarson og Vilhjálmur Lúðvíksson. ODD STEFÁN HEIMSMYND 81

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.