Heimsmynd - 01.05.1990, Page 82

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 82
SVIÐSLJÓS mún er dökk á brún og brá, með dansinn í blóðinu og glæstan limaburð. Eins og draumur úr öðrum heimi svífur hún inn úr dyrunum og ber með sér suðrænan andblæ sem minnir á mm skrautleg markaðstorg og sólstiknaðar borgir með moskum. Nadia Katrín Banine heitir hún og á föð- urættir að rekja alla leið til Marokkó, en er íslensk í LLi Jy móðurætt og fædd og upp- alin á Islandi. Fimm ára gömul byrjaði hún í ballettnámi hjá Eddu Scheving og þar með voru örlög hennar ráðin. Dans- inn heltók hana og síðan hefur allt henn- ar líf gengið út á dans, dans, dans og meiri dans. „Mig langaði í fimleika þegar ég var fimm ára, en mamma vildi að ég færi í ballett og hún réð auðvitað,“ segir Nadia og hlær. Eg fékk hins vegar óslökkvandi dansbakteríu mjög fljótlega og flutti mig yfir í Listdansskóla Þjóðlcikhússins þeg- ar ég var átta ára. Þar var ég í tíu ár, hætti þá og fór yfir í djassballettinn hjá Báru. Og þar hef ég verið síðan. Síðustu þrjú árin sem kennari. Eg er aftur byrjuð að æfa með efsta flokki Listdansskólans og stefni að því að fara til Þýskalands í haust og freista gæfunnar hjá dansflokk- um þar.“ Nadia var meðlimur í Islenska jazzballettflokknum, sem var starfandi í tvö ár en hætti starfsemi í fyrravor: „Það var ekki grundvöllur fyrir því að reka svona flokk, það gengur svo hægt að kenna áhorfendum að djassballett sé list- grein, en ekki uppfyllingaratriði á skemmtistöðum. Ég hef tekið þátt í nokkrum sýningum í vetur, meðal ann- ars sýningu Happy Miller, sem sett var upp í Tunglinu í haust, en tækifærin til að dansa á sviði eru allt of fá hér heima og ég veit að ég mundi aldrei fyrirgefa sjálfri mér ef ég reyndi ekki að komast að hjá einhverjum dansflokki erlendis. 2 Ég veit að það er ofsalega erfitt og sam- ^ keppnin hörð, en ég verð að fá að reyna. o Ég fór til Berlínar síðasta haust og o NADIA KATRÍN BANINE 82 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.