Heimsmynd - 01.05.1990, Page 87

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 87
vendilega haldið leyndum, jafnvel fyrir öðrum í fjölskyldunni, borin í þögn sem hræðileg leyndarmál, dularfull ógn og skömm, grafa um sig sem sjúkleg sektar- tilfinning, gera eðlileg tilfinningatengsl við aðra erfið og kynlífið að þjáhingu og kvöl. í mars var starf Kvennaathvarfsins og ýmissa sjálfboðahópa, sem á undanförn- um árum hafa veitt konum stuðning, ráðgjöf, upplýsingar og meðhöndlun, sameinað undir einn hatt í miðstöð, sem nefnist Stígamót, á Vesturgötu 3 í Reykjavík. Þar deila þrjár ungar konur með sér einu stöðugildi, þær Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún H. Tulinius og Ragna Guðbrands. Tvær þeirra eru kennaramenntaðar og ein er að ljúka BA prófi í sálfræði. bær hafa allar aflað sér reynslu og sjálfsmenntun- ar með sjálfboðaliðsstörfum á þessu sviði á undanfömum árum og auk þess sótt ýmis námskeið og ráðstefnur. Farið var fram á ellefu milljón króna fjár- veitingu á fjárlögum til þessarar starfsemi miðað við vakt allan sólarhringinn, en 2,3 milljónir fengust og var það látið duga til að hrinda henni af stað. Eftir skrif- stofutíma er sími stilltur yfir í kvenna- athvarfið og reynt að sinna hjálparbeiðnum þar, en það veldur að sjálfsögðu auknu álagi á þá stofnun og getur ekki gengið til lengdar. Þeir fjórir hópar sem þarna sameinuð- ust voru Ráðgjafarhópur um nauðgunar- mál, Vinnuhópur gegn sifjaspellum, Kvennaráðgjöfin (lagaleg og félagsleg ráðgjöf) auk Barnahóps kvennaathvarfs- ins. Ásamt fjölda annarra félagasamtaka koma þessir hópar saman undir heitinu Samtök kvenna gegn kynferðislegu of- beldi. Allir hafa þessir hópar starfað um árabil, en samræma nú þjónustu síná og skapa festu í sjálfboðaliðsstarfinu með því að fá fasta starfsmenn til liðs við sig. Ragnheiður Margrét sagði að frá því að miðstöðin var opnuð 8. mars hefði verið leitað aðstoðar í fjölmörgum mál- um, bæði úr Reykjavík og ekki síður ut- an af landi. Erfiðast væri að sinna fólki utan af landi. Það ætti erfiðara með að leita hjálpar á staðnum og tala opinskátt heima fyrir vegna þeirra nánu og sam- ofnu tengsla sem væru manna á milli á fámennum stöðum, ferðalög á staðinn væru dýr - og vektu auk þess athygli sem fólk sjaldnast kærði sig um - enga fag- lega ráðgjöf væri að fá heima fyrir. Þó væri unnið að því að koma upp kerfi trúnaðarmanna um land allt. Frá því að vinnuhópurinn gegn sifjaspellum hóf starfsemi sína 1986 hafa hátt á annað hundrað konur leitað aðstoðar og tólf sjálfshjálparhópar fyrir unglinga, full- orðnar konur og mæður barna, sem hafa orðið fyrir sifjaspellum, hafa starfað á þessum tíma. Yfirleitt er kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum ekki framið af ókunnugum og óviðkomandi mönnum, þótt það séu yfirleitt frásagnir af slíkum málum sem rata inn í fjölmiðla. Reynslan hér á landi er sú sama og annars staðar að ofbeldis- mennirnir eru feður, stjúpfeður, bræður, afar eða frændur þeirra kvenna sem fyrir því verða. í 97 til 98 prósent tilvika eru það karlar sem fremja sifjaspell og í yfir- gnæfandi meirihluta eru það stúlkur sem fyrir ofbeldinu verða. Flestar kvennanna, sem fyrir sifja- spellum verða, telja þau vera það hræði- legasta sem fyrir þær hefur komið á lífs- leiðinni. Þær heyja erfiða baráttu við þunglyndi, sektarkennd, sjálfsásökun, hræðslu, öryggisleysi og vantraust á sjálf- ar sig og aðra. Oft hefur skólaganga þeirra verið í molum vegna þess að sjálfstraustið var brostið og sá ótti sem barnið lifir í verður öllu yfirsterkara. Kynlíf verður þeim tákn um niðurlæg- ingu og valdbeitingu og verður þeim þjáning og kvöl. Stundum er gripið til of- neyslu lyfja og áfengis til að deyfa þann sársauka sem tengist minningunum um sifjaspellin. Á Stígamótum er þolendum kynferðis- legs ofbeldis, hvort sem er um nauðganir eða sifjaspell að ræða, veitt lagaleg og félagsleg ráðgjöf um síma eða í persónu- legum viðtölum. Farið er með þolendum í skýrslutöku til lögreglu og í læknisskoð- un og aðstoð veitt í réttarhöldum ef þörf krefur. Skipulagðir eru sjálfshjálparhóp- ar með fimm til sjö manns og konurnar aðstoðaðar við að byggja sig upp á ný, endurheimta sjálfsálit og sjálfstraust og losna við kvíðann og sektarkenndina. Þær sem til Stígamóta leita ráða ferðinni sjálfar. Stundum er hringt og ekki haft frekara samband. Þá tökum við ekki upp þráðinn að fyrra bragði. Oftar eru málin þó þróuð hægt og hægt með samráði um lengri tíma. Við teljum að tími sé til kominn að sifjaspell og annað kynferðis- legt ofbeldi sé talað í hel í stað þess að þegja það í hel. En þessi mál eru ofur- viðkvæm og um þau verður að fjalla af skynsemi og gát. sagði Ragnheiður Mar- grét. Dæmin, sem nefnd voru hér að fram- an, sýna hversu grunnt getur verið á móðursýkislegum viðbrögðum við frétta- flutningi af þessum málum hér á landi og Börnin staðhæfðu að hafa orðið vitni að djöfladýrkun í kirkju, séð nakta presta ærslast í leynilegum kjallara undir skólanum, séð einn af kennurunum takast á loft og séð misindismenn íklædda nornagervum. HEIMSMYND 87

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.