Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 88
þremur samkennur-
um. Refsiákæra var
lögð fram gegn
þeim í 208 liðum
varðandi fjörutíu
og eitt barn. Lög-
reglan tilkynnti að
þar að auki væru
þrjátíu og sex
grunaðir, sem
ekki hefðu verið
ákærðir enn og
fórnarlömb
meintrar mis-
notkunar væru
orðin tólf
hundruð. I
þessu geðs-
hræringar-
uppnámi á
Manhattan
Beach urðu
sjö barna-
heimili að loka.
Ákærurnar af hálfu barnanna í
McMartin skólanum voru hrollvekjandi í
nákvæmni lýsinga um kynferðislega mis-
notkun. Þau héldu því fram að þau
hefðu orðið vitni að djöfladýrkun í
kirkju; tekið þátt í töku nektarmynda;
prikum, hnífapörum og skrúfjárnum
hefði verið stungið upp í endaþarm
þeirra; með þau hefði verið farið í lík-
hús, kirkjugarða og útfararheimili; flogið
hefði verið með þau í flugvélum; þeim
hefði verið gefinn rauðleitur eða bleikur
vökvi sem gert hefði þau syfjuð; verið
kviksett; séð nakta presta ærslast og
ólátast í leynikjallara undir skólanum;
séð einn kennarann takast á loft og þrjá
misindismenn „klædda í nornagervi“; og
séð Ray Buckey drepa hest með horna-
boltakylfu.
Næstum samtímis því sem Judy
Johnson setti fram kærur sínar,
sem leiddu til lengstu refsirétt-
arhalda í samanlagðri lagasögu
Bandaríkjanna (og kostuðu
900 milljónir króna), gerðist
það í Jordan, Minnesota, að
Christine Brown setti fram
svipaðar kærur um kynferðis-
legt misferli á dóttur sinni á
hendur James Rudd sorp-
hreinsunarmanni sem bjó í
hjólhýsahverfi. Meðal þeirra,
sem börnin í hjólhýsahverfinu flæktu í
málið við yfirheyrslur, var þessi sama
Christine Brown. tvígift fimm barna
móðir og fyrrverandi nektardansari næt-
urklúbb. Hún var ákærð í átján kærulið-
um fyrir glæpsamlegt kynferðislegt mis-
ferli og þátttöku ásamt öðrum fullorðn-
um í munnlegum kynmökum við
unglinga. Christine leitaði hjálpar hjá
eldri systur sinni Helen og Tom manni
hennar. Tom og Helen Brown veðsettu
húsið sitt til að borga réttartryggingu fyr-
ir Christine.
Tveimur mánuðum síðar lét hinn op-
inberi ákærandi, kona að nafni Morris,
handtaka Tom og Helen Brown fyrir
Ráðgjöf, upplýsingar og meðhöndlun í
Stígamótum á Vesturgötu 3, en þar
deila þrjár ungar konur með sér einu
stöðugildi, þær Ragnheiður
Guðmundsdóttir, Ragna Guðbrands og
Guðrún H. Tulinius.
að þau geta bitnað á röngum og alsak-
lausum aðilum. Það var einmitt það sem
gerðist í Bandaríkjunum á þeim áratug.
sem nú er að líða, þegar umræðan fór úr
böndunum, fjarstæðukenndar ásakanir
urðu fjölmiðlamatur og æsifréttaefni og
líf fjölda fólks hafði verið lagt í rúst áður
en silagangur réttarkerfisins náði að
rétta hlut þess og sanna sakleysi þess.
Þetta byrjaði á Vesturströndinni, en
breiddist óðfluga á næstu mánuðum og
árum til nágrannaríkja Kaliforníu og
miðríkja Bandaríkjanna.
Haustið 1983 lagði Judy Johnson,
móðir tveggja og hálfs árs gamals
drengs, fram kvörtun við lögregluna á
Manhattan Beach, auðugu hverfi við
ströndina í Los Angeles, um kynferðis-
lega misnotkun „herra Rays“ á syni
hennar. Herra Ray reyndist vera Ray
Buckey, kennari við við McMartin
smábarnaskólann, sem afi hans hafði
stofnað.
Drengurinn var skoðaður og talinn
hafa sagt sannleikann. (Skoðunarmenn
mundu segja barninu að lúta fram, og
sæju þeir hið fræga svonefnda „þermi-
blikk“ (anal wink) eða samdrátt í enda-
þarmshringvöðvanum, tóku þeir það
sem örugga sönnun um misnotkun).
Buckey var handtekinn og látinn laus
aftur. Síðan handtekinn aftur og beið
næstu fjögur árin í fangelsi eftir réttar-
haldi í máli sínu.
Næstu mánuðina eftir fangelsun hans
varð stjórnlaust hræðsluuppþot meðal
foreldra á Manhattan Beach. Lögreglan
sendi þeim bréf og óskaði upplýsinga um
misnotkun barna. Þegar kom fram á vor-
ið 1984 hafði Buckey verið handtekinn
enn á ný ásamt móður sinni, ömmu og
misnotkun á börnum. Morris þessi hafði
orð á sér fyrir jafnvægisleysi í framkomu
og hafði meðal annars eitt sinn hrækt á
viðmælanda sinn er í brýnu sló á skrif-
stofu hennar. Tom og Helen voru látin
laus eftir fimm daga varðhald og voru
sótt í fangelsið af vinum sínum Dwayne
og Dee Rank. Skömmu síðar komu um
fjörutíu manns saman á fund í ráðhúsinu
í Jordan og mótmæltu undangengnum
handtökum. Meðal fundarmanna voru
Bob Bantz bílamálari og Lois kona hans
og Greg Myers, sem hafði átta ára
reynslu að baki í lögregluliði staðarins.
Á nokkrum næstu vikum voru Bob og
Lois Bantz, Greg Myers og kona hans
Jane og Ranks hjónin. sem sótt höfðu
Brown hjónin í fangelsið, öll handtekin
fyrir misferli með börnum.
Jane Myers hafði iðulega gætt barna
fyrir aðstoðarfulltrúa lögreglustjórans
Don Buchan og Cindy konu hans og þau
fóru nú að óttast að börnin kynnu að
hafa orðið fyrir misnotkun. En því betur
sem þau kynntu sér ákærurnar gegn
Myers og konu hans því ástæðulausari
virtust þær. Þá voru Buchans hjónin
kærð fyrir misnotkun.
Andrúmsloftið í Jordan var orðið
þrúgandi. Helen Brown gekk svo langt
að fara með hundinn sinn til dýralæknis
og fá vottorð um að hún og eiginmaður
hennar hefðu ekki misnotað hann kyn-
ferðislega.
Að lokum voru allir lausir úr fangelsi
nema Rudd, sem upphaflega hafði verið
kærður, og hinn opinberi ákærandi, frú
Morris, var formlega vítt af „Ráði
Minnesota ríkis um opinbera ábyrgð í
starfi". Þá höfðu tuttugu og fjórir verið
ákærðir af Morris saksóknara. Tom
Brown hafði misst starf sitt sem vörubíl-
stjóri, sem hann hafði haft í tólf ár.
Myers lögreglumaður hafði fengið hluta-
starf í byggingarvinnu. Rank, rennismið-
ur að iðn, varð að selja húsið sitt og
flytja í litla íbúð til að standa straum af
nærri tveimur milljónum króna í lög-
fræðikostnað. Buchan hélt starfi sínu á
skrifstofu lögreglustjóra en sér fram á
reikninga frá lögfræðingum upp á 12
milljónir króna. Álagið lagði hjónaband
Bobs og Lois Bantz í rúst. Christine
Brown flutti brott af svæðinu. Helen
Brown fékk börnin sín tvö aftur eftir
fjórtán mánuði hjá fósturforeldrum.
Ákærur barnanna í Jordan voru næst-
um jafnklúrar og hollvekjandi og þær
sem áður höfðu skekið samfélagið í
Manhattan Beach. Þau sögðust hafa tek-
ið þátt í töku nektarmynda og séð börn
stungin með hnífum. Þær ásakanir sem
lögðu líf fjölmargra í rúst í Jordan og á
Manhattan Beach breiddust hratt um
landið á næstu mánuðum og árum eftir
að fyrstu sakargiftirnar komu fram
haustið 1983.
Börn í yfir hundrað borgum frá Fort
Bragg í Kaliforníu til Grenada í Missi-
sippi komu fram með sögur um kynferð-
islega misnotkun og ferðir í sambandi
við það í líkhús, grafreiti, grafhvelfingar
og kjallara. Börn í Síkagó, Bakersfield.
88 HEIMSMYND