Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 90

Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 90
Niles, Torrance og í Rolling Hill Estates sögðust hafa tekið þátt í athöfnum. þar sem blóð kom við sögu og þess stundum neytt. I sumum þessara borga sögðu börnin frá mannáti líka, og að börn hefðu verið soðin eða steikt. Eitt barn- anna á smábarnaheimili í Memphis sagð- ist hafa séð ákærðu, Frances Ballard, í gervi nornar, og sagði hana hafa „fitlað við“ uppstoppaðan hund sinn. Ballard var sakfelld á einu atriði um kynferðis- legt ofbeldi fyrir að hafa kysst fjögurra ára gamlan dreng á kynfærin. Hún var sýknuð um fimmtán önnur ákæruatriði. Tveir fréttamenn hjá Memphisblaðinu Commercial Appeal, Tom Charlier og Shirley Downing. tóku sér fyrir hendur síðla árs f987 að rannsaka „helgisiða- bundna misnotkun“. Þau skilgreindu „helgisiðabundna misnotkun“ sem mis- notkun barna af hópi fullorðinna með dulspekilegum eða galdrakuklsundir- tóni. I flestum tilfellum byggðust ásak- anirnar á frásögn bams, án stoðar í lík- amlegum áverka eða framburði fullorð- innar manneskju. [ftir því sem ósannaðar staðhæf- ingar breiddust út frá einni borg til annarrar fyrir tilverknað fjöl- miðla, saksóknara, foreldra, starfsfólks félagsmálastofnana og ráðgjafa tóku börnin að bergmála hinar furðulegri ásakanir. Stund- um drógu þau þær til baka síðar. Tíu ára gamall drengur, sem bar vitni í McMartin málinu, bar kennsl á fjölda fólks sem hann taldi hafa gerst nærgöngult við sig. Meðal þeirra voru borgarsak- sóknari, kvikmyndaleikari, prestur og fjórar nunnur. Hann málaði mynd af sjálfum sér og bekkjarfélögum sínum á leið í kirkjugarð, þar sem þeir grófu upp lík með skóflum og haka. Margar lýsingar barnanna á misnotk- un þeirra voru átakanlega líkar atburð- um, sem lýst hafði verið í bókinni Michelle rememhers, sem komið hafði út 1980, þar sem Michelle Smith skýrði frá örðugleikum bernskuára sinna sem sál- greinir hennar og síðar eiginmaður, Lawrence Pazder, hafði hjálpað henni að rifja upp. I þessari bók lýsti Michelle helgisiðabundinni misnotkun á sér í barnæsku, taldi sér hafa verið byrluð ólyfjan með nálastungum í handlegginn; hafa farið um jarðgöng í annað hús þar sem að henni var ráðist kynferðislega af konum í svörtum kufii sem báru logandi kerti og söngluðu og einhver stakk lituðu priki upp í endaþarm hennar; hún lýsti ferðum í grafreiti þar sem hún var kvik- sett ásamt svörtum ketti; taldi sig hafa verið neydda til að afneita guði, hrækja á krossmarkið og drekka hland; hafa verið setta í rimlabúr; verið neydda til að éta ungbarn. Upprifjanir Michelle vöktu mikið um- tal og athygli og sögurnar bárust vafalítið milli barna á barnaheimilum og í sumar- búðum. Fyrir krakka var þessi bók spennandi efni. A einum stað lýsir Michelle kláða sem braust út á hörundi hennar og hvernig hún og eiginmaður hennar komust að þeirri niðurstöðu að hann stafaði af því að djöfullinn hefði vafið hala sínum um háls henni. Margar þessara sagna eru af æruverð- ugum stofni og teygja rætur sínar að minnsta kosti aftur til þess tíma, þegar Rómverjar báru sakir á kristna menn á annarri öld okkar tímatals. Aðrar til- heyra því sem nú eru nefndar borgasög- ur (samanber þjóðsögur), klúrar sögur sem ganga í endalausa hringi. En þetta hindraði ekki herskara af opinberum ákærendum í borg eftir borg í að hlaupa upp til handa og fóta og fyrirskipa rann- sókn á ásökununum. I Commercial Appeal skoðuðu Char- lier og Downing hvorki meira né minna en þrjátíur og sex lögreglurannsóknir á „helgisiðabundinni misnotkun". I þess- um kærumálum höfðu níutíu og ein manneskja verið handtekin og ákærð og af sjötíu og níu kærðum, sem komið höfðu fyrir rétt höfðu tuttugu og þrír verið sakfelldir, oftast um minni háttar atriði og í sumum tilfellum hafði þeim dómum síðan verið hnekkt. Pann 18. janúar síðastliðinn kom svo hinn óvænti endir í hinu æsilegasta allra þessara mála. Kviðdómur sýknaði Ray Buckey og móður hans, Peggy McMart- in Buckey, af fimmtíu og tveimur atrið- um um þröngvun gagnvart börnum eftir að hafa tekið sér níu vikna umhugsunar- tíma yfir sönnunargögnum, sem lögð höfðu verið fyrir hann um tveggja ára skeið. Um þau þrettán atriði sem þá voru eftir gat kviðdómurinn ekki náð samkomulagi og málsmeðferð lýst ógild vegna þeirra ásakana. En um þau atriði má hefja málsmeðferð að nýju. Líf Buckeys hefur raunverulega verið lagt í rúst. Móðir hans hefur lagt í mála- ferli vegna rangra ásakana. Judy John- son, móðirin sem hleypti þessu öllu af stað, dó 1986 af sjúkdómi tengdum alkó- hólisma. Hún hafði líka staðhæft að syni hennar hefði verið nauðgað af liðhlaupa úr hernum, sem einnig hefði leikið hund fjölskyldunnar grátt með sama hætti. Hvernig upphófst þessi móðursýki? Það svar sem fyrst kemur fram á varirnar og er alls ekki óviðeigandi er á þá leið að ósanngjarnt sé að nota orðið „móður- sýki“ í sambandi við löngu tímabæra um- hyggju gagnvart misnotkun á börnum. í Bandaríkjunum einum eru meira en 100 þúsund tilfelli kærð á hverju ári og þá oftast samfara sifjaspellum eða misnotk- un innan fjölskyldna. Snemma á þessum áratug hafði amerfskt þjóðfélag komist nógu langt áleiðis til að takast á við kyn- Margar lýsingar barnanna á misnotkun þeirra voru átakanlega líkar atburöum sem lýst hafði verið í bókinni Michelle remembers sem kom út 1980 og lýsir örðugleikum bernskuára Michelle Smith. 90 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.