Heimsmynd - 01.05.1990, Side 94

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 94
Laufásættin__________________________ framhald af bls. 80. 1956) hjúkrunarlræðingur, gift Gunnari Jóakimssyni viðskiptafræðingi. 2. Vala Ásgeirsdóttir (f. 1921), ekkja Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra (sjá Thoroddsensætt, HEIMSMYND nóv. 1989). Áður en Gunnar varð tengdasonur Ásgeirs Ásgeirssonar var hann sem ungur og upprennandi maður í Sjálfstæðisflokknum settur til höfuðs Ás- geiri í Vestur-ísafjarðarsýslu árið 1937 þegar sá síðamefndi var í fyrsta skipti í framboði fyrir Alþýðuflokkinn þar. Gunnar sópaði til sín fylgi og var nærri því að fella Ásgeir þó að ekki tækist það. Gárungamir hentu hins vegar gaman að því að Gunnari hefði að vísu ekki tekist að fella Ásgeir en honum hefði þó tekist að sigra dóttur hans, Völu, því að þau Gunnar opinberuðu trúlofun sína skömmu síðar. Hér verður ekki rakinn ferill Gunnars Thoroddsens en hjónaband þeirra Völu var farsælt svo sem foreldra hennar. Mikið uppþot varð vegna stuðnings Gunnars við tengdaföður sinn í forseta- kosningum 1952 þar sem hann var talinn brjóta flokksaga Sjálfstæðisflokksins. Seinna var Gunnar í framboði til forseta íslands árið 1968 en féll þá kyrfilega fyrir Kristjáni Eldjárn. Margir snerust gegn Gunnari á þeirri forsendu að ekki mætti gera forsetaembættið að eins konar ætt- arveldi. Böm Gunnars og Völu eru Ásgeir Thoroddsen (f. 1942) lögfræðingur, kvæntur Sigríði H. Svanbjömsdóttur, Sigurður Thoroddsen (f. 1944) lögfræð- ingur, kvæntur Sigríði Karlsdóttur, Dóra Thoroddsen (f. 1948) forstöðumaður hjá Borgarbókasafninu og María Kristín Thoroddsen (f. 1954) kennari, gift Guð- mundi Bjama Hólmsteinssyni raftæknif- ræðingi. 3. Björg Ásgeirsdóttir (f. 1925), gift Páli Ásgeiri Tryggvasyni sendiherra til skamms tíma í Osló. Hann er lögfræð- ingur að mennt og starfaði síðan í utan- nkisþjónustunni sem fulltrúi, sendifull- trúi, deildarstjóri, sendiráðunautur og loks sendiherra, fyrst í Osló, þá í Moskvu og loks í Bonn. Hann hefur set- ið í ýmsum stjórnum, var meðal annars formaður togaraútgerðarfyrirtækj anna Júpíters og Mars um árabil og forseti Golfsambands íslands 1970 til 1980. Börn þeirra Bjargar eru Dóra Pálsdóttir (f. 1947) heymleysingjakennari, Tryggvi Pálsson (f. 1949) hagfræðingur, banka- stjóri íslandsbanka, en hann hefur und- anfarin ár verið eins konar spútnik í við- skiptalífinu og er líklega sá afsprengur Laufásættarinnar sem er mest áberandi í íslensku þjóðlífi nú um stundir, hann er kvæntur Rannveigu Gunnarsdóttur lyfja- fræðingi, Herdís Pálsdóttir (f. 1950) fóstra og uppeldisfræðingur í Osló, gift Þórhalli Guðmundssyni tæknifræðingi, Ásgeir Pálsson (f. 1951) flugumferðar- stjóri, kvæntur Áslaugu Ormslev flug- freyju og Sólveig Pálsdóttir (f. 1959) leik- ari, gift Torfa Þorsteinssyni fisktækni. STÓRBÓNDINN Á RAUÐARÁ OG SONURINN Á HVANNEYRI Þá er komið að bróður Þórhalls Bjarn- arsonar biskup og afkomendum hans sem ekki hafa verið taldir upp til þessa. Hann var Vilhjálmur Bjarnarson (1845- 1912) bóndi á Rauðará í Reykjavík. Vil- hjálmur lærði smíðar hjá Tryggva Gunn- arssyni, síðar bankastjóra, og koma þar til enn ein tengsl Laufásfjölskyldunnar við þann merka mann. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar einnig málun og málaði nokkrar kirkjur nyrðra eftir að hann kom heim. Sumarið 1872 kvæntist Vilhjálmur Sigríði, dóttur Þor- láks prests á Skútustöðum Jónssonar, en hann var einn hinna þekktu Reykjahlíð- arsystkina sem Reykjahlíðarætt er talin frá. Fimm árum síðar reistu þau bú í Kaupangi í Eyjafirði og fékk hann þá verðlaun fyrir búnaðarframkvæmdir. Vilhjálmur keypti Rauðará í útjaðri Reykjavíkur árið 1893 og gerði það að stórbýli á íslenskan mælikvarða, rétt eins og Þórhallur biskup, bróðir hans, Laufás. Hin glæstu hús á Rauðará stóðu þar sem nú er Frímúrarahöll við Borgar- tún, rétt við endann á Rauðarárstíg. Vilhjálmur og Sigríður áttu fjögur / söludeildum Pósts og síma býðst þér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum greiðslukjörum. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.