Heimsmynd - 01.05.1990, Side 96

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 96
börn en auk þeirra átti Vilhjálmur eitt utan hjónabands. Elstur var fyrrnefndur Halldór Vil- hjálmsson (1875-1936) skólastjóri á Hvanneyri. Hann var búnaðarfræðingur frá Landbúnaðarskólanum í Kaup- mannahöfn, en skólastjóri og jafnframt stórbóndi á Hvanneyri 1907 til dauða- dags. Halldór gerði miklar kröfur til sín og nemenda sinna en kjörorð hans var: hollur er heimafenginn baggi. Þess vegna voru nægtir matar í búrunum á Hvann- eyri. Sagt var um skólastjórann að hann ætti viðkvæma lund undir harðri skel. Kona hans var Svava Þórhallsdóttir, frænka hans, eins og áður sagði og eru afkomendur þeirra taldir upp hér að framan. MUNKAÞVERÁRFÓLKIÐ Næstelst barna Vilhjálms á Rauðará var Þóra Vilhjálmsdóttir (f. 1873). Hún var gifí Stefáni Jónssyni bónda að Munkaþverá í Eyjafirði. Hann var einn af stofnendum Gefjunar og sat í stjórn KEA í 32 ár og var heiðursfélagi þess. Börn þeirra: 1. Þórey Stefánsdóttir (1911-1986) sí- mstjóri að Munkaþverá. Ogift og barn- laus. 2. Laufey Stefánsdóttir (f. 1912), kona Baldurs Stefánssonar forstöðumanns launadeildar KEA á Akureyri. Börn þeirra eru Vilhjálmur H. Baldursson (f. 1939) flugvélstjóri hjá Cargolux, Stefán E. Baldursson (f. 1944) húsasmíðameist- ari á Akureyri, Þóra S. Baldursdóttir (f. 1947) auglýsingateiknari í Reykjavík, Ingigerður Baldursdóttir (f. 1950) hús- freyja í Hafnarfirði og Sigríður Baldurs- dóttir (f. 1955) fóstra. 3. Sigríður Stefánsdóttir (f. 1912), gift Jóni Sigurðssyni bónda á Borgarhóli í Eyjafirði. Börn þeirra eru Stefán Þór Jónsson (f. 1936) flugmaður hjá Cargo- lux, Arnheiður Jónsdóttir (f. 1937), kona Freys Ofeigssonar héraðsdómara og bæj- arfulltrúa á Akureyri, Sigmar Kr. Jóns- son (f. 1940) á Akureyri, Jón Eyþór Jónsson (f. 1944) flugvirki í Hafnarfirði, Þorgerður Jónsdóttir (f. 1948) í Hafnar- firði og Þóra Hildur Jónsdóttir (f. 1950), gift Þorsteini Vilhelmssyni togaraskip- stjóra á Akureyri. 4. Jón Stefánsson (f. 1919) bóndi á Munkaþverá, kvæntur Aðalheiði Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru Stefán Guðmundur Jónsson (f. 1948), doktor í eðlisfræði, kennari við MA, Guðrún Matthildur Jónsdóttir (f. 1950) tannsmið- ur í Reykjavík, Jón Heiðar Jónsson (f. 1953) á Munkaþverá, Vilhjálmur Björn Jónsson (f. 1955) á Munkaþverá, Guð- mundur Geir Jónsson (f.1957) bóndi á Kambi í Öngulstaðahreppi og Þorgeir Smári Jónsson (f. 1960) á Munkaþverá. ARFTAKINN Á RAUÐARÁ Þriðja barn þeirra Vilhjálms og Sigríð- ar á Rauðará var Þorlákur V. Bjarnar (1881-1932) sem tók við búi eftir föður sinn en hafði áður numið á Landbúnað- arháskólanum í Kaupmannahöfn. Kona hans var Sigrún Sigurðardóttir. Börn þeirra: 1. Vilhjálmur Þ. Bjarnar (f.1920) próf- essor og bókavörður við Cornell-háskóla í Iþöku í New York-ríki. Börn hans eru búsett í Bandaríkjunum. 2. Ingibjörg Þ. Bjarnar (1921-1959), kona Jóns Kr. Hafsteins tannlæknis í Reykjavík (bróður Jóhanns forsætisráð- herra). Dóttir þeirra er Þórunn Hafstein (f. 19459 kennari, gift Harald Snæhólm flugstjóra. 3. Þorsteinn Þ. Bjarnar (f. 1924) lengi ráðsmaður á búi móður sinnar að Lauga- brekku við Suðurlandsbraut en síðar birgðavörður hjá heildverslun Egils Guttormssonar. Kona hans er Elfa S. Thoroddsen. 4. Sigríður Þ. Bjarnar (f. 1927), kona Sigurðar H. Egilssonar stórkaupmanns í Reykjavík (sonar Egils Guttormssonar). Börn þeirra eru Sigrúti I. Sigurðardóttir (f. 1950) meinatæknir, gift Skarphéðni Þórissyni lögfræðingi, Ingibjörg Sigurð- ardóttir (f. 1951) meinatæknir, gift Kristj- áni Jóhannssyni hagfræðingi, Dóra Sig- urðardóttir (f. 1954) skrifstofumaður, gift Birgi Þórarinssyni verslunarmanni og Egill Þór Sigurðsson (f. 1958) verslunar- maður. KVENRÉTTINDAKONAN Yngsta barn Vilhjálms og Sigríðar á Rauðará var Laufey Vilhjálmsdóttir (1879-1960) félagsmálafrömuður í Reykjavík, þekkt kona. Hún stundaði kennaranám í Kaupmannahöfn og var kennari í Reykjavík 1899 til 1914. Hún var einn af stofnendum Kvenréttindafé- lagsins, Barnavinafélagsins Sumargjafar, íslenskrar ullar, Kvenfélagsins Hrings- ins, Heimilisiðnaðarfélagsins og fleiri fé- laga og var í stjórn þeirra. Hún var for- maður Lestrarfélags kvenna frá stofnun 1911 og um langt árabil. Maður hennar

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.