Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 37

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 37
VIN: Gægst í glas Rau&vín hafa lengi haft dularfullt seiðmagn. Oft getur þó reynst erfitt að þekkja muninn á ólíkum tegundum og árgöngum því gífurlegur fjöldi mismunandi víntegunda er framleiddur í heiminum. Að vera kunnáttumaður um vín hefur því lengi þótt eftirsóknarvert og merki um heimsborgaralegt yfirbragð viðkomandi. Að flestra mati eru Frakkar fremstir í flokki þeirra þjóða sem framleiða vín, bæði hvað magn og gæði varðar. Fast á hæla þeirra koma ítalir, Astralir og Kaliforníumenn. Erfitt getur reynst að gefa einhlítan mælikvarða á það hvað er gott og hvað ekki þegar vín eru annars veg- ar. En flestir eru sammála um að best séu rauð- vín þegar þau eru þurr. Rauðvínum má skipta í tvo meginflokka, annars vegar svokölluð Burg- undí (Bourgogne) vín, en þau eru yfirleitt held- ur þung en mild, og hins vegar Bordeaux vín sem eru léttari og af þeim er oft dálítill eikar- keimur þar sem vínið er geymt í tunnum úr eik. Ekki er heldur sama hvaða árgangi vínin til- heyra því þeir geta verið mjög misgóðir. Það sem ræður því hvort vínárgangur telst góður er meðal annars það hversu vel berin hafa náð að þroskast og hvort rignt hafi þegar þau voru tínd. Rigningin vill síast inn í berin og við það verða þau bragðminni. Níundi áratugurinn hef- ur verið sérlega góður hvað þetta varðar og voru árin ’81,’82,’83,’85,’86,’88 og ’89 öll sérstaklega góð í þessu tilliti. Vafist getur fyrir mörgum að velja þá víntegund sem hentar með þeim mat sem ætlunin er að bera fram. Þeir sem best þekkja til benda á þá þumalfingursreglu að því bragðmeiri sem maturinn er þeim mun bragðmeira skuli vínið sem borið er fram vera. Þannig má til dæmis benda á að sterkir ostar krefjast bragðmikils víns. Léttari rauðvín eins og Beaujolais, sem er franskt og kemur frá vín- ræktarhéraði skammt norður af Lyon, þykja hins vegar henta sérlega vel með Camembert- ostum. Með vel þroskuðum gráðosti er hins vegar best að drekka sæt hvítvín því að ostur- inn, sem er þá orðinn mjög bragðsterkur, kæfir rauðvínsbragðið. Þó bendir Einar Thoroddsen, læknir og áhugamaður um vín, á að Chateaun- euf-du-Pape passi einna helst með svo sterkum osti. Ágæt viðmiðunarregla er að opna vínflöskur um einni klukkustund áður en ætlunin er að drekka úr þeim. Þetta á þó ekki við þegar vín er orðið gamalt en að sögn Einars getur Burgundi- vín talist vera orðið gamalt á 10 árum en Bor- deaux á 10 til 15 árum. Hann bendir hins vegar á að klukkutímareglan eigi yfirleitt við um þau vín sem keypt eru hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Sérfræðingar um vín leggja mikla áherslu á úr hvers konar glösum vínið er drukk- ið. Rauðvínsglös skulu því vera þannig úr garði gerð að þau séu á háum fæti og með stórum belg sem mjókkar upp á við. Aðeins skal hella glasið fullt að einum þriðja þannig að ilmurinn af víninu geti safnast fyrir í belg glassins og sá sem drekkur það geti notið hans. Margir benda einmitt á að án ilmsins missi vínið mikið og það að nota rétt glös undir vínið séu því ekki eintómir duttlungar. Lengi má deila um hvort það borgi sig að kaupa dýr vín til að fá betri vöru eða láta duga að kaupa þokkalega góð vín á vægara verði. Fáir efast hins vegar um að það hugarfar sem vínið er drukkið með ræður því hvort rétt stemmning skapast en ekki það hversu dýrt vínið er.D Aðeins skal hella glasið fullt að einum þriðja. HEIMSMYND 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.