Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 40

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 40
TÍSKA: Niöri á jörðinni Tískufrömuðir eru að átta sig á því að konur nenna ekki að láta hafa sig að fíflum miklu lengur. Þær líta á verðmiðana. Engin dragt er þess virði að vinna fyrir henni í tvo mánuði. Nú er í tísku að vera álíka hagsýnn og vel klæddur. Þess vegna eru helstu tískuhönnuðir heims að koma til móts við við- skiptavini sína með ódýrari línu í fataframleiðslunni. Þegar ein kápa kostar álíka mikið og nýr sófi fer valið að vandast. Þótt verðið lækki eru kröfurnar þær að fatnaðurinn sé vandaður, sniðin góð og sígild. Enginn hönnuður telst nú alvöru fram- leiðandi nema hann bjóði upp á ódýrari línu. Giorgio Armani hefur þegar opnað 107 Emporio verslanir víða um heim og hyggst opna 23 nýjar búðir með þessum ódýrari fatnaði fyrir árslok 1991. Sonia Rykiel er einnig komin með ódýrari línu og Michael Kors og Romeo Gigli ætla að fylgja í kjölfarið á næsta ári. Flestir banda- rískir hönnuðir eru komnir með ódýrari línu þótt þær séu misvel heppnaðar. Það sem skiptir mestu máli er að þeir gera sér grein fyrir því eins og Gigli viðurkennir, að „verðlagið er allt of hátt.“ Tískuhönnuður- nir eru komnir í ógöngur. Konur í atvinnu- lífinu eru orðnar góðu vanar. Þær gera kröfur um gæði en hafna þeim verðhækk- unum sem orðið hafa á áratug merkjanna. Þeir hönnuðir sem nú njóta mestra vin- sælda voru flestir að stíga sín fyrstu skref á árunum milli 1970 og 1980 og var verðið þá nokkuð viðráðanlegt. Síðan varð sprenging á árunum milli 1980 og 1990 og því hafa konur sagt: hingað og ekki lengra. Þeir sem taka ekki mið af þessum kröfum hellast 'úr lestinni. Enn eru margir þeirrar skoðunar að þessar nýju línur há- tískuhönnuðanna séu ekki nógu ódýrar en meðalverð á jakka í ódýrari línunni er 24 þúsund krónur sem var verð á jökkum í dýrari línunni fyrir um það bil átta árum. Viðmiðunarverð fyr- ir góðan jakka með notagildi er tólf þúsund krónur. Að vísu hefur efniskostnaður hækkað og geri fólk kröfur ,um vönduð efni verður það að vera tilbúið að borga aðeins meira. Kas- mírfatnaður er orðinn hræðilega dýr en sagt er að kasmírsam- festingur frá Donnu Karan sé dýrari en pels. Gæði fatnaðar markast af efnunum og hingað til hefur svokallaður merkja- fatnaður gengið út á það að vera úr vönduðum efnum. Gervi- efni koma aldrei í staðinn fyrir silki, ull eða kasmír. En það eru til fleiri leiðir til að draga úr verði vandaðs tískufatnaðar. Ein er sú að leggja minni áherslu á ímynd fyrir- tækisins með rándýrum tískusýningum og fleiru sem hækkar vöruverðið að lokum. Það hefur einnig áhrif á tískuhönnuði og markaðinn að smekkur kvenna er að breytast. Sportfatnaður á meira upp á pallborðið en nokkru sinni fyrr. Öll samsetning klæðnaðar er að breytast þannig að konur í atvinnulífinu eru ekki lengur í einkennisbúningi, dökkblárri dragt og hvítri skyrtu. Gallabux- ur, bolir og strigaskór leysa náttúrlega ekki hefðbundnari fatnað af hólmi en útbreiðsla þeirrar tegundar fatnaðar hefur áhrif á það hvernig konur klæðast almennt.D Sígildur tískufatnaður í ódýrari línunni: Fjolubleik dragt frá Versus (Gianni Versace), sportfatnaður frá DKNY (Donna Karan New York), Emporio Armani og Perry Ellis. FRÉTTIR: úr heimi hátískunnar. . . Sportfatnaður setur svip sinn á hátískuna. Margir hönnuðir brydda upp á þeirri nýjung nú að nota sportfatnað á kvöld- in. Við stuttan kvöldkjól er peysu brugðið yfir axlirnar. Skyrtur úr fínum efnum eru látnar lafa yfir buxurn- ar. Svart og hvítt, gyllt og sanserað setja svip sinn á kvöldklæðnað- inn. Nú er allt í lagi að skella hvítum tébol undir svartan kvöldjakka og vera í hvítum náttbuxum við. Buxur sem notaðar eru á kvöldin eru gjarnan níðþröngar og jakkarnir skrautlegir. Einfaldir svartir kvöldkjólar öðlast nýjan svip með nýjum útfærsl- um, flegnir, berir í uiagað bakið eða yf- ir axlimar. Skilaboðin frá París, Róm og New York eru ein- föld. Kvöld- klæðnaður er aðskorinn, kyn- þokkafullur, sniðin straum- línulöguð, engar pífur eða blúnd- ur . . .□ SVrau'ú'"'1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.