Heimsmynd - 01.11.1990, Page 70

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 70
Sjálfsmynd Gauguin. Mynd af Emile Bernard í bakgrunni. Langlois brúin. Málað í Suður-Frakklandi undir japönskum áhrifum. Stóii Gauguins. Logandi kertið táknar fræðslu og upplýsingu Gauguins og það sama gera gulu bækurnar (samtímaskáldsögur). En eldur og hömlulaust næturlíf geta líka reynst fylgja persónuleikahnökrar sem gera snillinginn erfiðan í um- gengni og hann fær fljótt á sig stimpilinn: Óalandi og óferj- andi, félagslega. Þegar Vincent skar af sér vinstra eyrnasnepilinn var hann í sínu fyrsta floga- og geðveikiskasti. Átján mánuðum síðar batt hann enda á líf sitt en hafði þá gengið í gegnum sex slík köst til viðbótar. I köstunum reyndi hann gjarnan að stytta sér ald- ur með því að éta olíuliti eða þamba þynni og lampaolíu. Ekki er vitað til þess að nokkur mannvera síðan hafi þjáðst af þeim sjúkdómi sem hrjáði Vincent. Flog hans voru nefnilega ekki eins og við könnumst við í almennri niðurfallssýki, heldur var eins og flogin hleyptu af stað dofa- og þunglyndisköstum sem gátu varað allt upp í tvo mánuði. En á milli þessara kasta var Vincent alheilbrigður og málaði sumar af sínum bestu mynd- um. En hvers vegna skar hann af sér eyrnasnepilinn? Sá atburð- ur varð til þess að málarinn Gauguin, sem búið hafði í rúma tvo mánuði hjá Vincent í Gula húsinu í Arles, flúði í burtu. Þeir voru í harðri samkeppni sem málarar og rif- ust mikið. Eyrnasneplinum fórnaði Vincent í uppgjöri þeirra. Hvort einhver rökhæf skýring var á bak við þessa athöfn hans veit enginn en tilgáturnar um það eru margar, til dæmis að Gauguin hafi stungið undan Vincent og þess vegna hafi Vincent afhent fasta-hóru sinni snep- ilinn. Eða þá að Vincent hafi viljað refsa sjálfum sér í stað þess að ráðast á Gauguin, og svo fram- vegis. Táknræn merking verknaðarins er þó al- tént ljós. Með því að skera af sér eyrnasnepilinn segir Vincent: „Eg er sá sem þjáist." Sjálfsvígið framdi Vincent vegna einangrunar sinnar. Hann var aleinn í heiminum með sinn erfiða persónuleika, flogaveiki og geðveiluköst. Hann reyndi að stofna vísi að málaranýlendu með Gauguin en það misheppnaðist. Eina mannveran sem elskaði hann, Theo bróðir hans, var að missa vitið um það leyti sem Vincent var merktur dauðanum. Theo var listaverkasali í París og hélt Vincent uppi fjárhagslega þegar hann gerðist listamaður. Hann var fjórum árum yngri en Vincent en dó aðeins sex mánuðum á eftir honum, missti vitið. GEÐVEILA OG ABSINT Hvers vegna var Vincent geðveikur og/eða floga- veikur? Niðurfallssýkin lá í móðurættinni; þung- lyndið var úr föðurættinni; einæðið gerði hann einmana og einangraðan; listaverk hans voru ekki seljanleg, fæstir samtímamenn hans skildu hvað hann var að gera með list sinni því verk hans voru svo ólík öllum öðrum samtímaverk- um; hann drakk mikið absint sem er floga- og geðveikivald- andi og þess vegna bannað núna í flestum löndum; ef til vill var hann með sýfilis sem var ólæknanlegur á þeim tímum; og ástin sem hann þráði svo mjög hélt sig frá honum. Eitt þessara atriða væri nóg til að æra hvern mann með eðlilegan skráp, hvað þá viðkvæman og ofurnæman snilling eins og Vincent. KARTÖFLUÆTUR OG FEGURÐ Einæði, stíflyndi og uppreisnargirni Vincents lýstu sér meðal annars þannig að hann átti erfitt með að sitja á skólabekk, honum lét illa að læra samkvæmt áætlunum annarra. Hann varð að gera alla hluti eftir eigin höfði. Þessi þáttur í skap- höfninni ýtti mjög undir frumleika hans. Fyrir rúmum hundr- að árum hefði engum dottið í hug að móðga kartöflubændur með því að sýna þá í sínu hversdagslegasta og versta ljósi. Fyr- irmynd Vincents að fyrsta mikla málverkinu hans, var mjúk og samúðarfull mynd Israels í moldarlitum, af fínlegu gömlu fólki (Aardappeleters) en mynd Vincents sýnir hins vegar groddaleg og ljót frummannaandlit. Pað sem vakti fyrir Vincent var að gefa fegurðarskyni smáborgaranna á kjaftinn. Hvað er fegurð? Hvað er fallegt listaverk? Það voru þessar spurningar sem fóru að vefjast fyrir honum áður en hann byrj- hættuleg. 70 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.