Heimsmynd - 01.11.1990, Side 72

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 72
Konan frá Arles. Á meðan Gauguin teiknaði frú Gin- oux, eiginkonu eiganda „Kaffihúss næturinnar", frá vinstri hlið málaði Vincent hana frá hægri hlið. Sjálfsmyntl Emile Bernard tileinkuð Vincent. IVIynd af Gauguin hangir á vegg í bakgrunni. Læknirinn Paul Gachet. Gachet var læknir, vinur og aðdáandi Vincents síð- ustu mánuði lífs hans í litla þorpinu Au- aði að mála og lögðu sitt af mörkum við að eyðileggja feril hans sem listaverkasala, en hann hafði eytt sjö árum ævi sinn- ar í að selja heimskum og smekklausum ríkisbubbum innan- tóm konfektkassamálverk. FRÁ FUGLAHREIÐRUM TIL SÓLBLÓMA Vincent van Gogh fékkst við að mála í stutt tíu ár. Hann byrj- aði í hollenskri hefð sem kennd er við borgina Haag. Ein- kenni málverkanna í þessum skóla er hinn dökkbrúni jarðlitur sem þjónaði vel fyrsta meistaraverki Vincents, Kartöfluœtun- um: í sveita síns andlitis hafði fólkið ort jörðina og át síðan brún jarðeplin moldugum fingrum í hálfgerðum moldarkofa við örlitla ljósglætu. Á þessu fyrsta tímabili á listferli Vincents málar hann einnig fuglahreiður í sama þung- búna, dökkbrúna stílnum. Theo, bróðir Vincents og fjárhaldsmaður, reyndi að upplýsa hann um impressionismann, nýjustu stefnuna í málaralist, og ljósu litina sem þar réðu ríkjum. En Vincent vildi ekki hlusta á það sem bróðir hans skrifaði honum frá París. Hann hélt sig við sinn sveitastíl meðan hann safnaði kjarki, reynslu og sjálfstrausti sem málari. Þegar hon- um fannst hann hafa lært nóg dreif hann sig til Parísar til að sjá með eigin augum hvað þar væri að gerast í málaralistinni. Og ekki leið á löngu áður en brúnu hreiðrin hans urðu að gul- um sólblómum. JAPAN í PARÍS OG ARLES Vincent kærði sig ekki um að vera gamaldags. Það var samt ekki líkt honum að segja já og amen við nýjum stefnum og gleypa hugmynd- irnar á bak við þær hráar. I dag er Vincent gjarnan kallaður síð-impressionisti sem opnaði leiðina að expressionismanum í myndlistinni. En eftir Parísardvölina kallaði hann sjálfan sig impressionista. Pað sem gerði það ekki síst að verkum að Vincent gerðist impressionisti á síð- ustu dögum þeirrar stefnu, var að litagleði imp- ressionistanna mátti nálgast í gegnum japönsku litagleðiáhrifin sem ríktu í París á þessum ár- um. Með því að gera tilraunir í anda japanskra skærlitamynda var hægt að halda þó nokkru persónulegu sjálf- stæði og þurfti ekki að skrifa einhliða undir stefnuskrá impressionistanna. Það voru ekki bara skæru litirnir í japönsku verkunum sem höfðu áhrif á málarana í París á níunda áratugnum heldur ekki síður djúpfókusinn og rammaskurðurinn í japönsku myndunum. Vincent stælir til dæmis japanska mynd þar sem trjábolur hylur að miklu leyti forgrunn myndarinnar en lands- lag er í baksýn. Aðra mynd gerir hann í japönskum stíl þar sem tvívíð mynd af næturgreiðakonu hangir í lausu lofti í þrí- víðu landslagi. Eftir Parísardvölina fór Vincent til Arles í Suður-Frakklandi til þess að komast í suðrænna andrúmsloft sem líktist meira í litum, því sem hann taldi vera japanskt. Þar kom hann sér upp hinu fræga Gula húsi og málaði sína japönskustu mynd Langlois brúna (1888) í björtum og heiðrík- um stíl. Á þremur árum hefur hann ferðast langa leið frá ljót- um og þungum, brúnum og svargrænum kartöfluætum til vatnabláma, léttleika og fegurðar. Vincent var að mörgu leyti táknsæismálari (symbólisti). Hann glímdi lengi við að gera góða mynd af sáðmanninum og tókst best upp þegar hann notfærði sér japönsku djúpfókus- áhrifin og lét tré rísa upp í forgrunni myndarinnar við hlið sáðmannsins góða sem ber geislabaug úr ekki minni hlut en sólinni sjálfri. vers, rétt norðan við París. Hann þjáðlst af þunglyndi eins og frú Ginoux og er því málaður í sömu stellingu og hún. Þessi mynd er verðlögð hærra en flest RAFMAGNAÐUR DEPLA-VINCENT Ástæðan fyrir því að Vincent flúði suður á bóginn frá París ár- ið 1888 var tvíþætt: Annars vegar var sukklífið í höfuðborginni að gera út af við hann svo hann var nánast orðinn að drykkju- Framhald á bls. 98 önnur málverk í heiminum. 72 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.