Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 96
Isl-enska
á heimili
amerísks
prófessors
komlega allt sem sagt er við hann bæði á
ensku og íslensku. Hann hefur líka alist
upp við það frá fæðingu að hafa íslensk-
ar barnfóstrur og að talað sé jöfnum
höndum við hann á báðum tungumálum.
Sömu sögu er að segja um bróður hans
Michael sem er sjö ára. Þrátt fyrir að
þeir bræður eigi ekki í vandræðum með
að skilja íslenskuna, svara þeir alltaf á
ensku.
„Chris talar alveg á ensku, en mjög oft
notar hann svo allt einu eitt íslenskt orð í
miðri setningu,“ segir
Elsa. „Hann segir til
dæmis alltaf That’s not
fyndið! ef það er eitt-
hvað sem honum
finnst ekki skemmti-
Hann segir
þetta kannski við
krakkana í leikskól-
anum og þeir vita
ekkert um hvað
hann er að tala.
Svo jafnvel þegar
hann talar við
sjálfan sig þá seg-
ir hann stundum
buxur.“
Joan hlýðir á
tal okkar, sem
fer fram á ís-
lensku, og tek-
ur undir þetta
með Elsu.
„Já, lengi
vel var úlpa
eina orðið
sem hann
hafði yfir yfir-
höfn, hann kunni ekkert enskt
orð yfir hana,“ segir hún. „Það eru alls
konar daglegir hlutir sem hann notar ís-
lensk orð yfir, enda er það oftast Elsa
sem klæðir hann. Þetta var eins með
Michael, snuð varð að fjölskylduorði hjá
okkur, og eins að kúka. Það var ein af
barnapíunum okkar sem vandi Michael á
kopp, og orðið hefur bara ílengst hjá
okkur. Einhvern veginn hljómar það
eiginmaður hennar Kim Valentine og
synirnir Christopher og Michael fyrir
utan heimili þeirra í Boston.
Christopher Valentine er orðinn leið-
ur á því að sitja inni og hlusta á tal
mitt og Joan Maling mömmu hans, sem
er prófessor í málvísindum við Brandeis
háskóla í Massachusetts í Bandaríkjun-
um. Hann vill fara út að leika sér. „Þú
verður að fara í buxurnar þínar fyrst,“
segir barnfóstran við hann á íslensku,
enda er Elsa Finnsdóttir rammíslensk í
báðar ættir og úr Arbænum. „Where are
my buxurl“ svarar strákur þá að bragði,
á eins konar íslensku.
Christopher er bara þriggja ára, en
ekki verður annað merkt en að
hann skilji full-
Joan Mailing,
miklu kurteislegar en öll ensku orðin
sem aðrar fjölskyldur nota. Við höfum
orð yfir þetta sem enginn annar skilur!“
Samtal okkar Joan fer fram á ensku,
þrátt fyrir að íslenskukunnátta hennar sé
mjög góð. Hún á þó í engum vandræðum
fremur en synir hennar með að fylgja
samræðum okkar Elsu eftir, og skjóta
inn athugasemdum þar sem það á við á
meðan við spjöllum saman.
Mér leikur hugur á að vita hvað hafi
valdið áhuga hennar á íslensku, og þeirri
ákvörðun hennar að láta börnin sín alast
upp við tungumál jafnfámennrar þjóðar
og Islendinga, til viðbótar við enskuna.
„Ég lauk doktorsprófi í málvísindum
frá Massachusetts Institute of Techno-
logy árið 1973 og byrjaði jafnframt að
kenna við Brandeis háskóla það ár.
Doktorsritgerðin mín fjallaði um klass-
íska arabíska ljóðlist, en ég ákvað að
skipta um viðfangsefni og fór að vinna
að sögu enskrar setningafræði. Mig lang-
aði til að líta á annað mál skylt enskunni
sem hafði orðið fyrir sömu sögulegu þró-
un, svo að árið 1975 byrjaði ég í norrænu
við Harvard háskóla, því Norðurlanda-
málin gengu í gegnum svipaðar breyting-
ar og enska. Arið 1976 hélt ég svo fyrir-
lestur um tilvísunarsetningar í fornís-
lensku á málvísindaráðstefnu í Harvard.
Eftir fyrirlesturinn kom Höskuldur Þrá-
insson, nú prófessor í íslensku við Há-
skóla Islands, en hann var þá við nám í
Boston, og kynnti sig fyrir mér sem nati-
ve speaker sem að sjálfsögðu var sagt í
gríni þar sem töluverður munur er á
forníslensku talmáli og nútíma íslensku.“
Eftir kynnin við Höskuld sneri Joan
sér að íslensku eins og hún er töluð í
dag. Hún vann með Höskuldi meðan
hann var úti og einnig með öðrum ís-
lendingum sem voru við nám í Brandeis,
en Brandeis háskóli hefur átt um 20 ára
samstarf við Menntaskólann í Reykjavík
um að styrkja hæfa nemendur til náms.
„Ég hafði eingöngu faglegan áhuga á
málinu, og sennilega hefði ég ekki farið
að fást við íslensku hefði ég ekki hitt
Höskuld eða einhvern annan Islending,“
segir Joan. „Ég er ekki textafræðingur,
sem þýðir að ég vinn ekki með handrit.
Ég fór að vinna við norrænu af sérstakri
ástæðu, en ég tel ekki að ég hefði haldið
þeim rannsóknum áfram þar sem ég vil
heldur vinna við nútímamál. Annars er
forníslenska kennd hér í Bandaríkjunum
með nútíma framburði, svo að með því
að læra norrænu hafði ég þegar forskot á
íslenskuna. Þetta gerir það mun auð-
veldara fyrir fólk eins og mig, sem
ákveður að snúa sér að nútíma málinu."
eftir að hafa unnið að íslenskunni í
nokkur ár varð Joan ljóst að þetta
var ekki bara stundaráhugi, og því ákvað
hún að læra íslenskuna betur.
„A þeim tíma talaði ég ekki málið, ég
hafði ekki lært það sem nýtt tungumál
heldur sem málvísindamaður, sem er allt
annar hlutur. Ég fór fyrst til íslands árið
1979 og tók svo sumarnámskeið í ís-
96 HEIMSMYND
eftir SÓLVEIGU ÓLAFSDÓTTUR