Heimsmynd - 01.04.1992, Side 12

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 12
stjornmal sjúklinga við lyfjakaup. Akafinn var svo mikill að ný reglugerð var gefin út mánaðarlega til leiðréttingar þeim fyrri, eftir því sem í ljós kom að ráðstafanirnar hittu illa sjúklinga haldna langvinnandi sjúkdómum, sem haldið er niðri með lyfjum. Pessi lostmeðferð virtist þó ætla að hafa tilætluð áhrif að lokum og spara ríkissj óði hundruð milljóna. Á sama tíma lét Sig- hvatur ríkið kaupa fyrir sig vandaðan bfl, fékk sér bflstjóra vestan af Patreks- firði og lét heilbrigðisráðuneytið leigja húsið hans, sem hefur síðan staðið autt. Með haustinu gerðist margt í senn. Davíð réðst gegn sjóðasukkinu, einkum Byggðastofn- un og skar upp herör gegn „fortíðarvandan- um.“ Hann taldi að útaustur almannafjár úr op- inberum sjóðum jaðraði allt að því við að vera saknæmt athæfi. Þar hitti hann fyrir sína menn, t.d. Halldór Blöndal og Matthías Bjarnason í Byggðastofnun. Jafnframt varpaði hann því fram hvort ekki væri drýgsta hjálpin við lands- byggðina að hjálpa fólki að flytja suður? Með- an Davíð var sjálfur að hitta Bush forseta og slappa af í íbúð Cobbs sendiherra á Florida, komu svo upp umræðurnar um fjárausturinn í „Perluna“ og Ráðhúsið, og upplýst var að ákvarðanir um hundraða milljóna, jafnvel millj- arða útgjöld, væru teknar með þeim hætti að reka „puttann upp í loftið og skjóta á kostnað- inn.“ Trúverðugleiki hans sem niðurskurðar- meistara og sérstaks talsmanns aðhalds og fyr- irhyggju í meðferð opinbers fjár beið alvarleg- an hnekki. Þau tvö mál, sem hefðu átt að verða helstu skrautfjaðrir kratanna, álmálið og samningar um Evrópska efnahagssvæðið, klúðruðust. Þótt Jóni Sigurðssyni og Jóni Baldvin verði ekki með neinum rökum um það kennt, verður hinu ekki neitað, að þær málalyktir urðu þeim ekki til álitsauka, hvað þá þeir sigurvinningar, sem stöfuðu ljóma á málflutningsmenn sína. Frestun álvers þýddi enn frekari bið á þeim efnahags- bata, sem menn- höfðu vonast eftir, auk þess sem taka þurfti upp fjárlögin og lenti afgreiðsla þeirra og tengdra ráðstafana í hinu mesta klúðri í kringum jól og áramót. Þinghaldið allt einkenndist raunar af klúðri. Það, að Sjálfstæð- isflokkurinn kaus að neyta ítrasta réttar síns við kjör forsætisnefndar þingsins og útiloka með því Kvennalistann frá þátttöku, varð stjórnar- andstöðunni tilefni til að neita þátttöku í stjórn þingsins og færa ábyrgðina alfarið á hendur stjórnarflokkanna. Þingið starfar nú í einni deild og nær helmingur þingmanna er nýliðar. Þinghaldið hefur einkennst af stöðugum upp- hlaupum stjórnarandstöðunnar og umræður af hæpnum tilefnum utan dagskrár eða um þing- sköp. Mæting þingmanna til starfa var svo ræki- lega leidd í ljós í „takkamálinu“ svonefnda, þar sem Matthías Bjarnason greiddi atkvæði fyrir Árna Johnsen. Álit þingsins meðal kjósenda hefur sennilega ekki í annan tíma staðið verr. Það er aldrei líklegt til vinsælda að klípa af þeim fríðindum, sem hinir ýmsu hagsmunahóp- ar þjóðfélagsins hafa áunnið sér á undanförn- um árum fjármálalegrar léttúðar, þar sem óskir manna hafa verið afgreiddar á færibandi og greiddar með erlendum eða innlendum lánum og stöðugt hækkandi sköttum. Hitt hlýtur alltaf að vera spurning, hvort ekki hefði mátt ráðast í þetta með skapfelldari hætti, meiri kynningu á málum, meiri viðleitni til sannfæringar fremur en valdbeitingar. Og spurning um hversu skyn- samlegt var að ráðast lítt undirbúið gegn svo mörgum hópum í einu. Heilbrigðis- og mennta- kerfið eru vissulega þeir hlutar velferðarkerfis- ins, sem taka til sín stærstar fjárhæðir. En ríkis- stjórnin hefur ráðist til atlögu við alla í senn: Sjúklinga og aðstandendur þeirra; starfslið sjúkrahúsa og heilsugæslu og aðstandendur þeirra; kennara, nemendur og aðstandendur þeirra; sjómenn og aðstandendur þeirra; ellilíf- eyrisþega og öryrkja og aðstandendur þeirra. Hún má ekki við því að bæta öllum launþegum við í andstæðingahópinn. Á sama tíma og verið er að klípa utan af vel- ferðinni smáupphæðir hér og þar, auglýstu svo Sameinaðir verktakar 900 milljón króna úthlut- un til arfa og útarfa stofnenda sinna. Stjórnin hefur ekki getað lagt fram tillögur um skatt á fjármagnstekjur og raunar gert lítið úr þeim fjárhæðum, sem ná mætti með slíkri skattlagn- ingu, þótt í öðru orðinu sé talað um allt að milljarði. Ráðherrarnir hafa tekið seint og illa á sínum eigin fríðindum; reglur fjármálaráðherra um takmörkun bflafríðinda þeirra og ferðadag- peninga eru raunar svo slappar, að skynsam- legra hefði verið að vera ekkert að hrófla við þeim og vekja upp umræður um þau efni. Um- mæli fjármálaráðherra um að hann teldi sjálf- sagt að makar séu sem oftast með í för, það ætti að vera fremur regla en undantekning, eru heldur ekki til þess fallin að vekja traust al- mennings á því að ráðherrunum sjálfum sé al- vara með það að allir verði að leggjast á eitt og taka á sig sitt skerðingarhlutfall af minnkandi þjóðartekjum og neikvæðum hagvexti. Sjálfur hefur svo fjármálaráðherrann orðið að mæla fyrir framlengingu þeirra skatta sem hann hefur harðast barist gegn í stjórnarandstöðu, ekkna- skattinum og skatti á verslunar- og skrifstofu- húsnæði. fyrir hugskotssjónum þeirra manna, sem mynduðu þessa ríkisstjórn, blasti ímynd Viðreisnarstjórnarinnar, kannski dálítið fegruð og slípuð miðað við raunveru- leikann. Mynd samhentrar ríkisstjórnar, sem undir forystu sterkra stjórnmálafor- ingja myndaði lengsta samfellda stöðugleika- tímabil í sögu lýðveldisins. Myndin sem enn blasir við af þessari ríkisstjórn er gerólík. Það er eins og þarna séu mest viðvaningar á ferð, sem ekki hafi neina sameiginlega ferðaáætlun, enga sameiginlega hernaðaráætlun, engan sam- eiginlegan vilja til að leiða mál sín gegnum þing og fjölmiðla með sem farsælustum hætti. Ráð- herrar gefa yfirlýsingar um skoðanir sínar á hinum fjarskyldustu málum, áður en þau eru rædd í ríkisstjórn, ekki síst á málefnum sam- ráðherra sinna, og bauka svo mest hver í sínu horni með sín mál. Þeir eru á heimavelli, þegar þeir geta keyrt málin fram með reglugerðum og tilskipunum embættisvaldsins, en ákaflega ósýnt um að fá þingflokka sína í lið með sér til að ráðast í stóru málin. Þorsteinn Pálsson rær að því er virðist sér á báti, næstum eins og hann sé ekki aðili að ráðuneytinu. Með þessu móti er stjórnin ekki líkleg til langlífis. Það er full ástæða til að rifja það upp, að að- framhald á bls. 92 12 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.