Heimsmynd - 01.04.1992, Side 50

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 50
'IGGA OGSTÓRA s P u R N 1 N G 1 N Það er hráslagalegt kvöld í Reykjavík. Hvenær kemur eig- inlega vorið hugsa ég með mér sem ég bíð eftir söngkonunni ástsælu Sigríði Beinteinsdóttur á einhverju notalegasta kaffihúsi borgarinnar. Á þessu kaffihúsi getur maður horft rómantískum augum í snarkandi arineld og hlustað á mis- fagrar suðrænar raddir flytja lifandi tónlist -og það jafnvel á mánudagskvöldi. Segið svo að næturlífinu fari ekki fram hér í borg! Eftir nokkra stund gengur Sigríður inn og eins og ætíð vek- ur hún athygli manna, turtildúfnanna á næsta borði, tónlistarmannanna við barinn og viðskiptamanna sem sötra koníakið sitt við hornborðið. Sigríður er sannkallaður sólar- geisli á dögum sem þessum, með brosið sitt breiða og tindr- andi augun, með henni streymir hlýjan, vorið er að koma! Ekki fékk ég neina athygli á leið minni inn í kaffihúsið. 50 HEIMSMYND eftir GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.