Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 54

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 54
að upplifa: „Ástin er ólýsanlega sterkt fyrirbæri sem byggir á dýpt og trausti og óteljandi öðrum þáttum. Hún er öllum mönnum nauðsynleg. Mér líður miklu betur þegar ég er ást- fangin. Þá gengur allt upp,“ segir hún og það er ekki laust við að saknaðartóns gæti í rödd hennar en biturleikinn er augljós- lega horfinn. Og segist eftir þessa reynslu muni hún fara var- lega í sakirnar næst. Klukkan er langt gengin í tvö á þessu hráslagalega mánu- dagskvöldi. Okkur er báðar farið að syfja þrátt fyrir skemmti- legt kvöld enda er dagurinn búinn að vera erfiður. Mánudag- arnir eru alltaf erfiðir eftir skemmtilegar helgar. Við ákveðum því að eiga stefnumót næsta dag á heimili hennar. „Ekki fyrr en upp úr hádegi,“ segir hún. „Mér finnst svo gott að sofa út. Eg verð að fá minn átta tíma svefn. Annars er ég alveg ómöguleg." Um þessar mundir býr hún ein í fallegri eigin íbúð í mið- borg Reykjavíkur ásamt hundinum sínum Tínu Maríu sem er skemmtileg blanda af Golden retrievier og írskum setter, með rauða litinn frá setternum og retrievierbygginguna: „Hún hef- ur fengið það besta frá báðum hvað útlit varðar og er líka yndislega blíð tík,“ segir hún og sýnir mér hvernig hún hefur þjálfað hann í að leika listir sínar: „Það er stundum erfitt að hafa hund þegar mikið er að gera en ég get leitað til foreldra minna og vinkonu sem tekur hana stundum með sér í reiðtúra. Þetta er eins og að eiga barn. Stundum jafnvel crfiðara," segir hún af reynsluleysi enda barnlaus. „Állavega þegar maður þarf að fara frá henni um lengri tíma.“ Sigga hefur komið sér vel fyrir í íbúð sinni sem hún eignað- // Tvíkynhneigð á ég hins vegar erfiðara með að skilja. Ég held að þvi fólki hljóti að liða verr með það að geta ekki viðurkennt að hvoru kyninu það vill snúa sér. " ist fyrir tveimur árum og hefur þegar safnað að sér smekkleg- um nýtískulegum ítölskum húsgögnum: „Ég er ekkert fyrir þetta gamla dót,“ tjáir hún mér. I íbúðinni eru tvö stór her- bergi ásamt eldhúsi, stofu og baðherbergi. f svefnherberginu er að finna frumlegt risastórt rúm sem hún lét hanna sjálf eftir ítalskri fyrirmynd. Það er svart, stílhreint og bogadregið við fótagaflinn. Stofan er stór en er ekki ennþá komin í það horf sem hún ætlar að hafa hana í. Stofan er því nokkuð tómleg ennþá þar sem enn vantar sófaborð við svarta leðursófann hennar: „Ég er á leiðinni að fá mér sófaborð og ég fæ eitt svo- lítið framúrstefnulegt glerborð að láni næstu daga til að sjá hvort mér fellur það.“ Á veggjunum eru nokkrar litríkar graf- íkmyndir sem passa vel inn í umhverfið og auðvitað myndar- leg hljómflutningtæki á miðju stofugólfinu ásamt fjöldanum öllum af geislaplötum. Hún er sífellt að koma manni á óvart því í ljós kom þegar ég fór að skoða mig um að hún hefur hannað og innréttað íbúð sína að mestu leyti sjálf. Hún lét meðal annars útbúa fyr- ir sig látlausa eldhúsinnréttingu og skápa eftir eigin höfði. Og það sem meira er hún hlóð sjálf myndarlegan skilvegg milli gangsins og stofunnar úr þykkum glersteinum. Eldhúsið er stílhreint með hvítri eldhúsinnréttingu en á veggina hefur hún sett gular flísar sem beinlínis æpa á mann. Þær eru í sama tón og skærguli liturinn á léttmjólkurfernunni: „Mig langaði ekki í þessar hefðbundnu hvítu flísar.“ Hitt svefnherbergið er ekki fullbúið. Þar má sjá nokkrar gull og platínuplötur á víð og dreif. „Hér ætla ég að koma mér upp vinnuaðstöðu,“ segir hún og ég hugsa með mér hvort hún ætli nú að fara semja tón- list. Sú hugsun fékk byr undir báða vængi. Hún hefur einmitt í huga að koma sér upp þartilgerðum tækjum í vetur. En hvað um börn í hennar lífi. Hefurðu hugsað þér að eignast einhvern tíma barn? „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það enda hef ég um nóg annað að hugsa í augnablikinu. En það er aldrei að vita. Ég hef mjög gaman af börnum. Mér finnast þau alveg yndisleg og ég fæ mikið út úr því að vera með börn systkina minna.“ ún býður mér upp á kaffi og fínar bakarískökur þennan fagra og sólríka þriðjudag og biður mig endilega að segja sér hvernig kaffið bragðast, hvort ég vilji hafa kaffið sterkara eða veikara því hún hafi ekkert vit á kaffi sjálf. Hún reykir ekki heldur. Ég verð því hálf skömmustuleg að reykja inni hjá henni án þess þó að það fari nokkuð í taugarnar á henni. Svona er búið að fara með okk- ur reykingafólkið: „Ég hef aldrei verið fyrir kaffi utan einn vetur þegar ég var fimm ára lifði ég bók- staflega á kaffi með sykri og mjólk og normal- brauði með sultu.“ „Kaffið er gott,“ svara ég. Blandan var hæfileg þó kaffiteg- undin væri ekki sem best en bragðið vandist strax eftir fyrsta bollann. Mér kom helst til hugar að þetta væri gulur Bragi. Við förum strax að ræða heima og geima og ég spyr hana í kjölfar alls kjaftagangsins hvort hún hafi veít fyrir sér for- dómunum yfirleitt. Þar á meðal fordómum gagnvart samkyn- hneigðu fóíki? „Ég held að það sé miklu grynna á fordómum en fólk vil láta uppi. Við þurfum ekki annað en að líta í kring um okkur til að sjá það. Það er til alltof mikið af einstaklingum sem segjast ekki fordómafullir en eru það þegar á reynir. Það er svona dæmi- gert fyrir hvítu stúlkuna sem kynnist svertingadrengnum. Flestum finnst það í lagi ef það eru ekki þeirra dæt- ur. En sem betur fer hefur umræðan um samkynhneigt fólk orðið miklu opnari en hún var áður og fordóm- arnir hafa að sama skapi minnkað enda finnst manni fáránlegt að for- dómar skuli vera í garð þessa hóps því þetta er bara venjulegt fólk,“ segir hún og heldur áfram: „Ég geri mér í hugarlund að það sé miklu verra að vera hommi en lesbía, bæði vegna alnæmis og þjóðfélagsumræð- unni í kring um þá. Ég held að ástæðan fyrir því hve margir hafa komið út úr skápnum í seinni tíð sé eimitt vegna þessarar opnu umræðu. Ég held að mörgu eldra fólki sem bjó ekki við þessa opnu um- ræðu hefði liðið betur hefði það getað viðurkennt fyrir sjálfu sér og öðrum samkynhneigð sína. Margt þetta fólk giftist bara af því að það átti að giftast þó því hafi ekki liðið vel með það.“ Hún segist eiga nokkra samkynhneigða vini og er sann- færð um að þetta hafi ekkert með uppeldi að gera: „Maður verður ekki allt í einu hommi eða lesbía vegna einhverrar hugdettu heldur tel ég að fólk hreinlega fæðist annað hvort eða bara eðlilegt. Við erum sammála því að þessi hópur eigi nógu erfitt með að viðurkenna þessa kynhegðun sína opinberlega því léttast er að geta verið eins og allir hinir: „Tvíkynhneigð á ég hins vegar erfiðara með að skilja. Ég held að því fólki hljóti að líða verr með það að geta ekki viðurkennt að hvoru kyninu það vill snúa sér.“ Páll Oskar Hjálmtýsson er einn fárra tónlistarmanna sem viðurkennt hefur opinberlega að hann sé hommi. Mörgum finnst hann aðdáunarverður að þora en aðrir telja hann ekki góða fyrirmynd. Sjálfsagt þeir fordómafullu. Sigríður segist hafa mikið álit á Páli Oskari sem persónu, þó hún þekki hann ekki mikið, og einnig sem tónlistarmanni: „Ég hef líka mikið álit á Móeiði Júníusdóttur og tel þau eiga bjarta framtíð í tón- 54 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.