Heimsmynd - 01.04.1992, Side 66

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 66
AÐ LIFA LÍFINU LIFANDI að er ekki hægt að neita staðreyndum, aldur- inn er tekinn að færast yfir, en það er engin ástæða til að hætta að lifa lífinu ef heilsan er í lagi. Ágætir fulltrúar þessa aldurshóps eru þau Audrey Hepburn, Sean Connery og Margrét Thatcher. Öll eru þau glæsi- leg, njóta aðdáunar og athygli og eru enn í fullu fjöri. Vala Thorodd- sen sem hélt upp á sjö- tugsafmæli sitt síðastliðið sumar er litinn öfundar- augum af konum, jafnvel helmingi yngri, þegar hún mætir á mannfagnaði, há og grönn með leggi sem tvítugar stúlkur væru hreyknar af og ávallt glæsilega klædd. Bára Sigur- jónsdóttir er ekki síðra dæmi, andlit hennar virðist heint ekki ætla að eldast. Heyrst hefur að Bára stundi ekki líkamsrækt og borði ævinlega allt sem hana langi í. Galdurinn ku hins vegar vera sá að hún rekur verslun sína af lífi og sál og nýtur hvers dags. Á þessum árum er það, auk líkamlegs atgervis, ef til vill afstaða hvers og eins til tilverunnar, lífsgleðin og lífs- þrótturinn sem ráða mestu um hvort viðkomandi hef- ur þá útgeislun sem hrífur aðra.B 66 HEIMSMYND Albert Guðmundsson sendiherra. Albert var fyrstl fslenskl atvinnumaðurlnn í knattspyrnu. Hann gegndl tveimur ráðherraembættum í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983 - 1987. Sóttist eftir embætti forseta árið 1980 og stofnaði Borgaraflokkinn 1987. Vala Thoroddsen fyrrverandi forsætisráðherrafrú. Hún hefur alla tíð þótt vera i hópi glæsilegustu kvenna landsins. Jóhannes Norðdal Seðlabankastjóri. Hann hefur setið í embætti bankastjóra í áratugi og um hann hefur stundum verið sagi að hann sé einhver valdamesti maður þjóðarinnar. Jón Múli Árnason, útvarpsmaður. Hann hefur unnið ötullega að kynningu djasstónlistar síðustu fimmtíu árin. Hann samdi fjóra söngleiki ásamt bróður sínum, Jónasi Árnasyni, og ' 1 ’ margar af perlum jfe?;.' átK dægurlagalónlistar.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.