Heimsmynd - 01.04.1992, Page 68

Heimsmynd - 01.04.1992, Page 68
NEW YORK OG ÖRBIRGÐ í borgum og ekki síst stórborgum, kristallast öfgar og and- stæður sérhvers samfélags. Þar er að finna félagsleg úrhrök og önnur olnbogabörn, sem samfélagið vill sem minnst vita af, en líka þá sem rjómann fleyta. Þar mætast þeir sem minnst mega sín og þeir sem auðinn eiga og valdið hafa. Þetta á ekki hvað síst við um heimsborgina New York. New York er sannarlega borg öfga og andstæðna hvernig sem á hana er litið. Hér er bæði ríkidæmi og fátækt með ólík- indum, hvort heldur í eiginlegum eða óeiginlegum skilningi. Borgin er auðug af stórbrotnu menningar og listalífi. New York er heimsmiðstöð verslunar og viðskipta. Auðugust er hún þó af fólki af öllum regnbogans litum, stærðum og gerðum. New York er líka full af eiturlyfjum, glæpum, misrétti og fátækt. 68 HEIMSMYND eftir HALLFRÍÐI ÞÓRARINSDÓTTUR

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.