Heimsmynd - 01.04.1992, Side 79

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 79
hins vegar engin völd til að stjórna handtökum. Þessar pappír- ar sem komið hafa fram í fjölmiðlum hljóta að vera af þessu tagi.“ Astæða er þó til að benda á að undirritanir Miksons hvernig svo sem þær eru tilkomnar segja vitanlega ekkert um sekt hans eða sakleysi. Það er eitt að undirrita handtökuskip- un, annað að nauðga og myrða. kemur skip, því hann hafði með sér byssu sem í var ein kúla, ekki til að skjóta aðra, heldur sjálfan sig ef þetta hefðu verið Rússar. En skipið var sænskt og þeim var komið til Svíþjóðar þar sem hann var settur í flóttamannabúðir. Pabbi furðaði sig á því að honum skyldi haldið þarna og spurði en fékk engin svör. Þegar í ljós kom að útlendingaeftirlitið sænska var í vafa um hvort veita ætti honum landvistar- leyfi tók einn helsti lögfræð- ingur Svía á þessum árum, Yng- ve Schartau, mál pabba að sér. Schar- tau var einn helsti maðurinn í því að reyna að upplýsa Raoul Wallenberg málið, þannig að enginn getur haldið því fram að hann hafi verið hallur undir nasista.“ Varðandi vitnaleiðslurnar 1946 er rétt að geta þess að í fréttum hefur komið fram að misræmis gæti milli þess sem fram kemur í málsgögnum sem fundust í ríkis- skjalasafninu í Tallin og ævisögu Eðvalds. Þar hefur verið bent á að hann geti hvergi tveggja aðalvitna saksóknarans og of- meti þann fjölda sem bar vitni honum í hag. Eðvald settist að á íslandi og kvæntist Sigríði Bjarnadóttur árið 1949. Eðvald, sem hafði lært nudd af því að stunda föður sinn sem hafði farið illa í fangabúðum í fyrri heimstyrjöldinni, tók að starfa sem nuddari. Fyrst á Melavellinum en setti síðan á laggirnar nudd- og gufubaðstofuna Saunu, þar sem þau hjónin unnu bæði. Eðvald kynntist fjölmörgu fólki í gegnum starf sitt. Atli minnist þess hvað honum hafi þótt gaman þegar hann var strákur að kynnast mörgum af fremstu íþróttamönn- um landsins þegar þeir komu í nudd til föður hans. „Maður heilsaði þessum mönnum á götu,“ segir hann og bendir á að það hafi ekki orðið til að draga úr íþróttaáhuganum. Bjarni Benidiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra var einn þeirra sem komu reglulega í nudd hjá Eðvaldi. Með þeim tókst mikill vin- framhald á bls. 97 Að sögn Atla reyndi faðir hans aldrei að draga dul á fortíð sína. Þau sysktk- inin voru alin upp við að hann hefði verið hermað- ur í lífvarðarsveit forsetans og foringi í PolPol. Atli bendir til dæmis á að á heimilinu hafi alltaf hangið uppi mynd af honum í einkennis- búningi. Þar hékk líka mynd af forseta Eist- lands á þessum tíma, Konstantín Pats, og skjaldarmerki nokkurra borga. „Pabbi talaði mikið um lífið í Eistlandi, sagði okkur sögur af afa og ömmu, ferðum út í skóg á hestasleða þegar þau fóru til að höggva jólatré og hvernig þeir þjálfuðu sig með því að lyfta steinum og hlaupa með þá. Að vísu lærðum við ekki málið en hann söng fyrir okkur á eistnesku eins og hann gerir nú fyrir litlu stelpuna mína þegar fjölskyldan heimsækir hann. Hann hafði alltaf vonast til þess að geta farið með okkur til Eist- lands til að sýna okkur hvar hann átti heima því hann átti eignir þarna, land og húsnæði sem hann gæti hugsanlega átt kröfu til í dag. Hann talaði alltaf um Eistland og lífið þar á jákvæðan hátt. Pabbi er fyrst og fremst flótta- maður sem hrökklaðist frá föðurlandi sínu eftir að Rússar ýmist drápu fjölskyldu hans og vini eða sendu þá til Síberíu. Það er rétt að Þjóðverj- ar settu hann í fangelsi þegar þeir hertóku landið 1941 en ekki vegna þess að hann hefði stolið ein- hverju, líkt og kemur fram í skjölum nasista, held- ur vegna þess að árið 1935 kom hann upp um bylt- ingaráform þeirra í Eistlandi og tók fastan einn af forsprökkunum. Fyrir það var hann sæmdur æðsta heiðursmerki Eistlands. Þjóðverjarnir gleymdu þessu hins vegar ekki og handtóku pabba, líkt og aðra sem höfðu unnið á móti þeim, þegar þeir höfðu hrifsað til sín völdin. Hann var fangels- aður og allar eigur hans gerðar upptækar. Pabbi flúði land ásamt fleirum árið 1944 þegar kommúnistar voru að taka völdin á ný. Á flóttanum brotnaði stýri bátsins og hann tók að reka. í bókinni lýsir pabbi spenn- unni þegar úr þokunni „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að þetta yrði eins og í bandarískri sakamála- mynd." HEIMSMYND 79

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.