Heimsmynd - 01.04.1992, Side 97

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 97
blaðafrétt að aðaldansleikurinn eigi að verða skemmtilegur þrátt fyrir það þó að engin glaðning fáist lengur á hótelinu. Saga skemmtanalífs í Reykjavík er að mestu óskráð en vel mætti tala um tíma- bilið 1908 til 1915 sem skautafélagstíma- bilið í þeirri sögu.B Hann er. . . framhald af bls. 79 skapur að sögn Atla. Bjarni reyndist vini sínum sérlega vel þegar ásakanirnar á hendur honum komu fram árið 1961, ein- mitt á þeim tíma þegar kalda stríðið var í algleymingi. Þessu segir Atli föður sinn ekki hafa gleymt og segir frá því hversu innilega hann syrgði Bjarna þegar hann dó. „Pabbi treysti sér ekki í jarðaförina heldur grét hann heima í marga daga. Það vita ekki allir hvað pabbi er við- kvæmur maður. Til dæmis gekk hann alltaf út þegar við vorum að horfa á stríðsmyndir, hann gat ekki horft á menn skotna. „Fólk skilur ekki hvað þetta er fyrr en það hefur upplifað það,“ sagði hann. Pabbi horfði upp á vini sína skotna til bana á stríðsárunum. Nú fyrst er mað- ur að gera sér grein fyrir því hvaða hörmungar hann hefur upplifað. Það eru 50 ár síðan hann tapaði heimalandi sínu, öll hans fjölskylda og flestir vinir hans voru drepnir í stríði. Flver bar ábyrgð á því? Það eru meðal annars þeir sömu menn sem hafa verið að ofsækja hann. Þetta eru mennirnir sem ætti að hafa upp á. „Eg trúi því ekki að það geti nokkurn tímann komið að því að pabbi verði framseldur. Eg get ekki einu sinni hugs- að það til enda. Það eru fáir menn sem ég veit um sem öllum þykir jafn vænt um og pabba. Ffann hefur hjálpað fólki, allt- af verið gjafmildur, jafnvel gefið sinn síð- asta eyri þegar svo bar undir. Þessi mað- ur getur ekki hafa breyst úr hreinu ill- menni í algjört ljúfmenni bara við það að flytjast hingað. Vissulega voru reglur heima þegar við vorum lítil, en það var engin kvöð á okkur og aldrei kom það fyrir að hann legði hendur á mig, bróður minn eða systur. Aldrei,“ segir Atli og horfir beint í augun á mér. „Pabbi var alltaf jákvæður og talaði ekki illa um einn einasta mann, það var bara komm- únisminn sem hann talaði illa um.“ Eð- vald hefur alla tíð verið mikill hægrimað- ur og gat fátt hugsað sér verra enn kommúnista. Einn af félögum Atla úr fótboltanum minnist þess hlæjandi að orðið kommúnisti hafi alltaf vakið sterk viðbrög hjá gamla manninum sem ann- ars var Ijúfur sem lamb. Það tekur á Atla að ræða þessi mál. Stöðugt er verið að draga fram ný atriði sem svo sannarlega vekja upp spurningar en það er lítið um svör. Sjalfur kýs hann að benda á þær vitnaleiðslur sem fram fóru í máli föður hans þegar það var tek- ið fyrir í Svíþjóð árið 1946. „Það er það eina sem er marktækt. Þá voru þessir at- burðir í fersku minni og hlýtur að vera það næsta sem hægt er að komast sann- leikanum,“ segir hann. Atli lítur í kring- um sig, og þagnar um stund en bætir síð- an við. „Einhvern tímann hlýtur þessu að ljúka, en ekkert okkar gleymir þessu, hvorki pabbi, ég, börnin mín né nokkur í kringum þau. Það er búið að krossfesta pabba og það mun loða við fjölskylduna alla tíð. Svona lagað gleymist aldrei.“B ESCORT 5 dyra hlaðbakur. «•/ Hann er kominn, Ford ESCORT bíllinn sem svo margir hafa beðið eftir. Ný og glæsileg hönnun. Sportlegt útlit Ný innrétting. Meira innra rými. Stærri hurðir (Betra inn - og útstig) Gott útsýni og frábær aðstaða fyrir ökumann og farþega. ESCORT er fáanlegur í eftirfarandi útfærslum: CL 1.3, 3. dyra CLX 1.3, 5. dyra CLX 1.6, 5. dyra Verð frá kr. 871.000,-* Komdu og kannaðu málið ! *Miðað við gengi febrúarmánaðar '92 og án ryðvamar og skráningar.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.