Heimsmynd - 01.06.1992, Page 30

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 30
 SUÐ URRÍKJAKOKKUR OG SVÆFINGALÆKNIR Hjördís Smith er matcirgeröarmeistari á heimsmœlikvarda. Um þessar mundir er hún stödd í cajunskri matargeröarlist. Hjördís Smith het- ur verið búsett í Bandaríkjunum í hátt í 7 ár. Hún fór meðal annars í pílagrímaför til suðurríkjanna þar sem hún kynnist sérstöðu Cajun búa. Cajunar búa yfir matar- gerðarlist sem fremur fáir þekkja hér á landi að minnsta kosti eins vel og Hjördís Smith sem er svæfingalæknir á sjúkrahúsinu í Kefla- vík. Hún og maki hennar, Ólafur Þ. Harðarsson lektor, hafa meira að segja lagt í pílagrímaför til suðurríkja Banda- ríkjanna, nánar tiltekið til Louisiana þar sem rætur þessarar matreiðsluhefð- ar liggja. Hjördís er þegar búin kynna sér matargerð af margvíslegu tagi svo sem indverska og kínverska matargerð, mat frá miðjarðarhafslöndunum og svo mætti áfram telja. Hróður hennar sem áhugakokks berst víða enda er hún matargerðarmeistari á heimsmæli- kvarða, heldur stór matarboð allt að tvisvar í mánuði þar sem hún bryddar í hvert sinn upp á einhverri nýjung. Hún er alltaf að koma fólki á óvart. „Ég er haldin þeirri áráttu að geta aldrei hætt að þreifa fyrir mér í nýjum matreiðslu- hefðum“, segir Hjördís. Hennar helsta lesning fyrir svefninn eru matreiðslu- bækur- og blöð. Hún á líka býsna mik- ið af matreiðslubókum sem prýða hill- urnar í eldhúsinu hennar í Hafnarfirði. Það eldhús er ekki bara eldhús þar sem eldað er og etið. Þar má sjá að mikið er landi til Nova Scotia og New Brunswick í Kan- ada og helgaði sér svæði sem þá hét Acadian. I nýlendustríði Breta og Frakka voru Frakkarnir gerðir burtrækir frá Acadian því þeir vildu ekki játast undir bresku krúnuna. Þeir fóru því ýmist land- eða sjóleiðina niður til Louisiana og end- uðu á fenjasvæði sem öðrum Bandaríkjamönn- um þótti óbyggilegt. Þetta voru mestmegnis bændur og fiskimenn sem lifðu á því sem land- ið gaf. A þessu svæði var mikið um vatnafisk sem þeir lifðu á og svo veiddu þeir sér einnig til matar villisvín og ýmiss konar fiðurfé. I augum Hjördísar áttu Bandaríkjamenn ekki spennandi matreiðsluhefðir þegar hún fluttist þangað. „En þar komst ég að því að allsstaðar er hægt að borða vel, sérstaklega í suðurríkjunum. Cajunar hafa þróað með sér alveg sérstakt eld- hús. Það er einstakt og eitt af því fáa sérstæða í bandarískri matargerðarlist. Það varð hins veg- ar ekki sérstakt fyrr en þeir höfðu meðtekið áhrif frá öðrum þjóðarbrotum sem bjuggu allt í kringum þá. En það eru áhrif frá Kreólum - af- komendum Frakka og Spánverja í Nýja heimin- um- sem hafa helst verið kenndir við New Or- leans-svæðið og frá negrunum sem komu með krydd og grænmeti frá Vestur-Indíum.“ framhald á bls. 90 tímamót einnig hugsað. Að minnsta kosti fimmtíu til sextíu matreiðslubækur er þar að finna, krydd- ilmurinn er megn enda á hún krydd í tugatali og matjurtagarð í gluggakistunni - ógrynni af krydd- jurtum sem hún ræktar sjálf - að ógleymdum fjöldanum öllum af pottum og pönnum sem Hjördís hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Aðeins rúmlega hálft ár er síðan Hjördís fluttist hingað til lands frá Bandaríkjunum, þar sem hún starfaði sem læknir í Michigan. Þá festu þau Ól- afur kaup á húsi þar sem þau hafa hannað draumaeldhús- ið, vinalegt eldhús þar sem hugsað er fyrir öllu, þægindum jafnt sem útliti, meðal annars liggja svalir út frá eldhúsinu þar sem bæði er grillað og reykt í reykofni á góðum dögum. I Bandaríkjunum fékk hún smjörþefinn af hefð þeirra Cajuna. Hún hefur ekki bara kynnt sér matreiðsluhefð þeirra, heldur einnig menn- ingu og sögu, eins hún gerir ætíð þegar hún leggur inn á nýjar matreiðslubrautir. I þessu til- felli kviknaði áhuginn á matreiðslunni í kjölfar lesturs um sögu þeirra. Cajun er stytting úr orðinu Acadian og vísar til þjóðarbrots sem fluttist frá Norður-Frakk- 30 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.