Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 35

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 35
c Áhuga á verkinu fékk Hilmar er hann sá það á West End í London fyrir tæpum tveimur árum. Fregnir hafa borist af því að verið sé að taka það til sýninga í Evrópu. Hann segir leikritið ástarsögu. Fjórar persónur koma við sögu í verkinu og standa þær allar á tímamótum í lífi sínu. Ein er dans- mær, önnur rithöfundur, en hinar ótitlaðar, ein kona og þrír karlmenn koma við sögu. Þar af er ein persóna leikritsins hommi. „Það er svo sjaldan sem skrifaðar eru rullur þar sem homm- ar eru bara venjulegt fólk“, segir Sóley. Hilmar bætir því við að gaman sé að fást við hlutverk þar sem hommi er í eldlínu verksins: „Kannski vegna þess að við erum öll, að því er við best vitum, gagnkynhneigð sem stöndum að þessari sýningu. Það er auðvelt að gera slíkt hlutverk klisjukennt og hallærislegt en þarna er homm- inn bara venjuleg manneskja að fást við ákveðnar kringumstæður í lífi sínu. Raunar eru allar persónurnar afar heillandi í einfaldleik sínum“, segir Hilmar skáldlegur. Lanford Williams þykir takast sérstaklega vel upp með hlutverk hommans. Hann er sjálf- ur hommi sem hefur verið að skrifa handrit að einföldum spennukvikmyndum að undanförnu. Hann fékk leið á klisjunni og langaði aftur að fást við alvörumanneskjur. Leikritið sló fyrst í gegn í New York og síðar í London en þar var sami leikhópurinn að verki með stórstirninu John Malkowich í einu af að- alhlutverkunum. Einnig stendur til að að gera kvikmynd úr þessum efnivið og er höfundurinn sjálfur að vinna að kvikmyndahandritinu. Svona uppfærsla hlýtur að kosta peninga. Hvernig fjármagnið þið verk- ið? Sóley byrjar: „Menningar- stofnun Bandaríkjanna styrkti okkur um eitt þúsund dollara en sá peningur er fyrir höfundarréttinum. Við fáum einnig afnot af æfingahúsnæði í Borgartúni 6 og Lindarbæ fáum við fyrir sýningar með góðfúslegu leyfi Helgu Hjörvar en enginn sem að sýningunni stendur fær laun og hvort það verður er óljóst.“ „Það sem þarf til að setja upp leikrit eru leik- arar og staður til að vera á“, bætir Hilmar við. Var erfitt að þýða verkið? „Já, vegna þess að ein persónan í leikritinu talar algjört götumál en hinir tala tungumál í allt öðrum klassa. Við höfum ekki það sem Bandaríkjamenn hafa, stéttskipt tungumál. Ameríkani sem segir fuck í öðru hverju orði kemur ekki vel út á íslensku en þýðingin er í stanslausri endurskoðun meðal hópsins." Sóley grípur inn í og segir þýðinguna ekki hafa mikið breyst á æfingunum og virðist nokkuð stolt af því. „Við vitum svosem að þetta er ekki frum- legasta verk vetrarins þar sem litlu stykkin hafa átt hvað mestri velgengi að fagna í vetur en við stefnum að því að gera þessa tveggja tíma heimsókn í leikhúsið í sumar sem skemmtileg- asta“, segir Hilmar. „Við stefnum að því að komast skammlaust frá þessu.“ Ætlar Hilmar að verða leikstjóri þegar hann verður stór? „Já, ég er með leikstjórann í maganum", segir hann og brosir. Sóley hefur hins vegar verið með börn í maganum undanfarin tvö ár. Hjá þeim er lífið leikhús.B í sólinni í sumar 1 ij / /•/J * ’ ív’:■& '' * ' - og plasthúsgögnum SEGLAGERÐIN ÆGIR ’ Eyjaalóð 7 • Reykjavík • Pósthótf 1669
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.