Heimsmynd - 01.06.1992, Side 46

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 46
HEIMSMYND/BONNI NAFN CALLIE GRACE MCDONALD ALDUR 29 ára STARF eróbikkkennari STAÐA OG HAGIR Hálfíslensk, alin upp í Bandaríkjunum, búsett í Reykjavík síðan 1987. A þriggja ára son. HÆÐ 180 sentímetrar ÞYNGD 64 kfló HVERT ER VIÐHORF ÞITT TIL LÍKAMA ÞÍNS? „Ég er mjög ánægð með mig eins og ég er og sátt við útlit mitt. Mér finnst ég heppin að geta sinnt líkama mínum með stöðugri þjálfun og jákvæðu hugarfari.“ HVERNIG HELDUR ÞÚ ÞÉR í FORMI? „Ég er alltaf að æfa mig, sex daga vikunnar, bæði þegar ég er að kenna og einnig tek ég tíma í það sjálf að halda mér í formi. Þá fer ég í nudd sem er bráðnauðsynlegt fyrir þá sem æfa svona mikið vegna álagsins á vöðva og blóð- rás.“ HVERNIG ER MATARÆÐI ÞÍNU HÁTTAÐ? „Ég borða aðeins þegar ég er svöng, aldrei annars. Ég borða ekki seint á kvöldinl því það er stórhættulegt. Að öðru leyti borða ég venjulegan, góðan mat og gæti þess að hann sé nægilega fjölbreyttur og hollur. Nema þegar ég fæ pizzu-kast. Sem betur fer gerist það ekkert oft.“ HEFURÐU ALLTAF VERIÐ í FÍNU FORMI? „Nei, ekki í eins góðu formi og ég er núna. Ég hef alltaf verið hraust og stundað íþróttir frá unga aldri. Mér hætti til að fitna þeg- ar ég var yngri. Ég lagaðist mjög í vextinum við að eiga barn.“ HVAÐ RÁÐLEGGUR ÞÚ ÖÐRUM? „Það er nauðsynlegt að vera jákvæður og sáttur við sjálfan sig óháð því hvernig formi maður er í. Það er oft erfitt að koma sér í form og breyta um lífshætti. Það þekki ég af eigin raun. Lykilatriðið er að þrauka og halda áfram að æfa sig þótt maður sjái ekki árangurinn strax því hann skilar sér ef maður heldur sig við efnið. Það er mikilvægt að byrja hvern dag á góðum morgunverði og æfa sig að minnsta kosti í eina klukkustund þrisvar í viku.“ Á HVAÐA HLUTA LÍKAMANS LEGGURÐU MESTA ÁHERSLU ÞEGAR ÞÚ ERT AÐ KOMA ÞER I FORM? „Ég er kona og vil vera kvenleg í vextinum. Ég legg áherslu á æfingar fyrir mjaðmir og læri án þess að vilja missa kvenlegan vöxt.“ HVERJIR ERU VEIKLEIKAR ÞÍNIR? „Ég vil styrkja efri hluta líkama míns, handleggi, bak- og brjóstvöðva. Ég hef frekar þykka fótleggi að upplagi en mér hefur með æfingum tekist að koma þeim í það form sem ég er ánægð með.“ HVAÐ ERTU ÁNÆGÐUST MEÐ í ÚTLITI ÞÍNU? „Hárið, það er heilbrigt og ég hugsa vel um það með því að láta særa það á sex vikna fresti. Ég er ánægð með tennurnar mínar en það kostaði líka foreldra mína þrjú þúsund dollara að borga fyrir spangir upp í mig á sínum tíma. Ég er hraust, líkamlega sterk og almennt jákvæð.“ 46 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.