Heimsmynd - 01.06.1992, Page 53
NAFN
ÁSDÍS SIG URÐARD Ó TTIR
ALDUR 26 ára
STARF Þjálfari í líkamsrækt
STAÐA OG HAGIR Er í sambúð með Valdimar Erni Flygenring. Á tveggja ára dóttur og
eitt á leiðinni. Er komin fjóra mánuði á leið.
HÆÐ 171 sentímetrar
ÞYNGD 55 kíló
HVERT ER VIÐHORF ÞITT TIL LÍKAMA ÞÍNS? „Ég ber virðingu fyrir honum og
reyni að halda mér í formi. Þá líður mér vel, ekki síst andlega."
HVERNIG HELDUR ÞÚ ÞÉR í FORMI? „Ég fer í tækjasal og æfi létt í tækjunum. Þetta
geri ég þrisvar, fjórum sinnum í viku. Ég verð að viðurkenna það að æfingarnar hjá mér
gengu út í öfgar þegar ég æfði alla daga. Nú hef ég dregið úr þeim en stunda þess í stað sund
og skíði og fæ meiri ánægju út úr því.“
HVERNIG ER MATARÆÐI ÞÍNU HÁTTAÐ? „Ég borða helst ekki kjöt en mikinn fisk
og grænmeti auk ávaxta."
HEFURÐU ALLTAF VERIÐ í FÍNU FORMI? „Já, það má eiginlega segja það. Ég var
virk í leikfimi sem krakki og unglingur en fór að verða mjög meðvituð um þörfina á líkams-
rækt innan við tvítugt. Um það leyti byrjaði ég að æfa vaxtarrækt með keppni í huga en árið
1987 varð ég íslandsmeistari í vaxtarrækt.“
HVAÐ RÁÐLEGGUR ÞÚ ÖÐRUM? „Að gleyma ekki líkamanum. Það tekur ekki mik-
inn tíma að komast í þokkalegt form ef maður gerir það að lífsmynstri. Allir ættu að stunda
einhverjar íþróttir eða æfa í klukkutíma þrisvar til fjórum sinnum í viku. Það borgar sig því
manni líður betur og hefur aukna orku. Auk ánægjunnar sem hlýst af því að líta vel út.“
Á HVAÐA HLUTA LÍKAMANS LEGGUR ÞÚ MESTA ÁHERSLU ÞEGAR ÞÚ ERT
AÐ KOMA ÞÉR í FORM? „Ég legg áherslu á rassinn, fótleggi, maga og brjóst. Auðvitað
æfi ég alla vöðva líkamans en þessa sérstaklega.“
HVERJIR ERU VEIKLEIKAR ÞÍNIR? „Ég hafði tilhneigingu til að vera of grönn hér
áður fyrr. Með æfingum hef ég bætt úr flestu því sem ég var áður óánægð með, hef styrkt
fótleggina og barminn. Ég dett stundum í sælgætisát en reyni að hafa hemil á mér.“
HVAÐ ERTU ÁNÆGÐUST MEÐ í ÚTLITI ÞÍNU? „Augun og hárið.“
HEIMSMYND 53