Heimsmynd - 01.06.1992, Page 56

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 56
NAFN LÍNA RUT KARLSDÓTTIR ALDUR 26 ára STAÐA OG HAGIR Förðunarfræðingur. í sambúð með Antoni Antonssyni. A eitt barn sem verður tveggja ára í júlí og eitt á leiðinni, sem á einnig að fæðast júlí. HÆÐ 175 sentímetrar ÞYNGD Venjulega um 60 kíló en vegna ástandsins er ég 74 kíló. HVERT ER VIÐHORF ÞITT TIL LÍKAMA ÞÍNS? „Það er engin spurning, maður á að leggja rækt við líkama sinn, þá líður manni miklu betur.“ HVERNIG HELDUR ÞÚ ÞÉR í FORMI? „Ég er skorpumanneskja. í dag finnst mér það nógu mikil líkamsrækt að vera ólétt. í raun er vinna mín ágætis líkamsrækt. Svo hef ég verið í Myndlista- og handíðaskólanum undanfarin 3 ár og hef haft mest gaman af því að mála stórar myndir. Það er góð líkamsrækt.“ HVERNIG ER MATARÆÐI ÞÍNU HÁTTAÐ? „Ég borða allt sem mig langar í og á það til að detta í sjoppufæði, sérstaklega þegar ég vinn svo mikið eins og ég hef gert undanfarið ár.“ HEFURÐU ALLTAF VERIÐ í FÍNU FORMI? „Ég er eins og jó jó, sveiflast um fimm kíló til og frá en ég hef alltaf verið mjög hraust.“ HVAÐ RÁÐLEGGUR ÞÚ ÖÐRUM? „Að stíga aldrei á vigt.“ Á HVAÐA HLUTA LÍKAMANS LEGGURÐU MESTA ÁHERSLU ÞEGAR ÞÚ ERT AÐ KOMA ÞÉR í FORM? „Maga, rass, læri, brjóst og handleggi.“ HVERJR ERU VEIKLEIKAR ÞÍNIR? „Þeir eru mismunandi frá degi til dags. Stundum finnst mér það vera augun, stundum nefið. Það fer allt eftir því hvernig ég vakna á morgn- ana.“ HVAÐ ERTU ÁNÆGÐUST MEÐ í ÚTLITI ÞÍNU? „Ég er ánægðust með það að hafa getað gengið með börn án þess að ummerki þess sjáist á líkama mínum. Ég hef alveg losnað við slit bæði á brjóstum og maga og ég vona að ég sleppi einnig nú.“ 56 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.