Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 59
Ævisaga hennar var metsölubók íyrir nokkrum
árum. Aðrar eins játningar höíðu vart sést hjá
hennar kynslóð. En Halla Linker er engin venjuleg
íslensk kona. Hennar heimur er samkvœmislíí Los
Angelesborgar og þar er hún enn í miðri
hringiðunni glœsilegri en nokkru sirmi íyrr . . .
hún trúir því að ævintýrin gerist enn, að það sé
alltaf eitthvað að gerast hinum megin við sjón-
deildarhringinn. Þetta er kona komin yfir sex-
tugt, konan sem fór á vit ævintýranna fyrir fjöru-
tíu og tveimur árum árum á þeim tíma er allar
konur á íslandi héldu að lífið í Ameríku væri
eins og sena úr mynd með Doris Day, konan sem stóð manni
sínum við hlið í gegnum súrt og sætt í tuttugu og átta ár. Þetta
er ævintýraprinsessa Islands Halla Linker, ræðismaður íslands
í Los Angeles, sem tvítug lagði land undir fót með stjórnsöm-
um manni sem hún elskaði í raun og veru aldrei en bar þó
virðingu fyrir. Ameríski kvikmyndagerðarmaðurinn, Hal
Linker, bað hennar aðeins þremur dögum eftir að þau hittust
á Hótel Borg. Hún segist myndi loka dóttur sína inni ef hún
játaðist manni eftir aðeins þriggja daga kynni. Hún lét hvatvís-
ina ráða. Nú fjórtán árum frá láti Hal Linkers hefur henni
aldrei liðið betur. Nú er hún komin yfir breytingaaldurinn, fer
í samkvæmi allt að fimm sinnum í viku, hefur kippu, eins og
hún orðar það sjálf, af karlmönnum í kringum sig sem hún á
stefnumót við til skiptis en segist ekki enn viss um að hafa
fundið þann rétta. Hún er í háskólanámi þar sem hún sækir
tíma í frönsku, spænsku og fornleifafræði. Líf hennar hefur
gjörbreyst - til hins betra. Hún er loksins að verða hún sjálf.
Fimm ár eru liðin síðan bók Höllu Linker varð metsölubók
á íslenska jólabókamarkaðnum. Hún segir Uppgjörið hafa
breytt mörgu í lífi sínu. Þar lagði hún spilin á borðið. Sagði frá
því sem raunverulega hafði drifið á daga hennar. Glanshúðin
var tekin burt. Líf hennar hafði um margt verið gott en engin
dans á rósum. Dans á þyrnirósum væri rétt lýsing. í kjölfar
bókar sinnar var hún gagnrýnd fyrir að sverta minningu eigin-
manns síns sáluga. Einhverjum íslenskum karlmanni var svo
mikið niðri fyrir eftir útkomu Uppgjörsins að hann skrifaði
lesendabréf í Dagblaðið Vísi undir fyrirsögninni; Til varnar
Hal Linker. Þetta tekur Halla alls ekki undir: „Það fólk sem
gagnrýndi mig fyrir að hafa ekki borið honum vel söguna var
fólk sem ekki hafði lesið alla bókina. Ef einhver hefði átt að
gagnrýna mig fyrir það sem ég sagði um eiginmann minn er
það sonur okkar. En hann sagði við mig eftir að hafa lesið
bókina; „Mamma, mér finnst þú hafa komið mjög heiðarlega
fram við pabba í bókinni.“ Hann lifði einnig við ráðríki föður
síns.“ Vinkonur hennar dáðust að hugrekki Höllu.
Halla Guðmundsdóttir var nýútskrifuð úr Menntaskólanum
í Reykjavík þegar fundum hennar og Hal Linkers bar saman.
Hún segist hafa átt góða æsku. Foreldrar hennar þau Daðína
Þórarinsdóttir húsmóðir og Guðmundur Þórðarson sjómaður
skildu þegar hún var 11 ára gömul. Móðir hennar giftist aftur
Stefáni Jóhannssyni sem var nokkru yngri en hún, en faðir
hennar dó þegar hún var 17 ára.
Sumarið sem hún útskrifaðist fannst henni hún hafa afrekað
svo miklu að hún vann ekkert heldur stundaði hið ljúfa líf.
Var meðal annars oft á Hótel Borg þar sem hún hitti Hal
Linker í fyrsta skipti. Hún mundi eftir að hafa lesið um þenn-
an kvikmyndagerðarmann í blöðunum. I hennar augum var
hann bara karl, líkt og tvítugar stúlkur hugsa til þrítugra
manna. Af einhverri ævintýraþrá sagði hún þó já þegar hann
bað hennar eftir aðeins þriggja daga kynni. Hún var alla tíð
viss um að auðmýkt hennar hafi heillað Hal, að hann sæi í
henni konu sem hægt væri að stjórna. „Ég má þakka fyrir að
Hal hafi verið heiðarlegur maður þó hann hafi verið ráðrík-
ur.“ Fréttin um trúlofun þeirra barst eins og eldur í sinu um
landið enda hafði Hal látið birta trúlofunarfréttina í blöðun-
um. Hann hafði alltaf hraðar hendur við að koma öllu í blöð-
in.
halla var í augum vinkvenna sinna ævintýrastúlk-
an í hópnum en vinkonur hennar úr mennta-
skólanum voru ekki hæstánægðar með þennan
ráðahag. Fordómar þess tíma hafa þarna átt hlut
að máli, að minnsta kosti komu efasemdir upp í
henni og hún hugsaði með sér eftir að hafa ját-
ast Hal að allir myndu segja: „Þetta er bölvað skoffín, hún
Halla. Ég vissi það svosem alltaf að það væri ekkert í hana
eftir: GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR