Heimsmynd - 01.06.1992, Side 66

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 66
ef ég fengi einhvern tíma að svara því opinberlega hvaða þættir í fari fólks færu mest í taugarnar á mér myndi ég hiklaust segja fordómar og óheið- arleiki (að því viðbættu að allt sé leyfilegt í ástum og stríði). Ég var svo lánsöm að eignast heilbrigt og yndislegt barn fyr- ir tæpum þremur árum. Með þessari nýju reynslu minni komst ég í hóp nærri 7500 „einstæðra“ mæðra á íslandi, „einstæðir“ feður eru rúmlega 500 talsins. „Einstæðum“ mæðrum hefur fjölg- að um nær helming á síðustu 30 ár- um sem þýðir auðvitað að ef fram heldur sem horfir fer þetta fjöl- skylduform að vera jafnalgengt kjarnafjölskyldunni. Það er ólýsanlega skemmtileg lífsreynsla að eignast barn, eins og allar mæður er sammála um, hvort sem þær eru einar á báti eða ekki. Þarna fékk ég meira að segja nýjan og virðulegan titil; titilinn MÓÐIR (að auki „einstæð“, mér finnst reyndar einstök skemmtilegra orð). Ég var auðvitað hin stoltasta og er það enn enda ekki svo slæmt að hefja nýtt ástarsamband. Ég vil nefnilega ganga svo langt að líkja sambandi móður og barns á fyrstu árum þess við eldheitt ástarsamband - svo gef- andi er þessi upplifun (maður getur meira að segja sagt án þess að blikna að ekki sé þörf fyrir annars konar ástarsam- band í líf manns, að minnsta kosti fyrst um sinn). Þessari ást fylgir máður, þó vegir hennar séu brattir og hálir - og vegirnir hafa oft verið brattir og hálir því maður lifir víst ekki á brauð- inu einu saman. Ég gæti talið upp ótal kosti þess að eiga barn, ég myndi ekki vilja vera án þess. En það er ekki eintóm sæla að vera ein með barn á íslandi. Þrátt fyrir það eru konur, allt niður í kornungar stúlkur, beinlínis hvattar til að eignast einar börn hér á landi. Ein mýtan um „einstæðar“ mæður á Islandi er nefnilega sú að þær hafi það gott, hér sé allt til alls og þeim er forboðið að kvarta. Það má vera að sumar „einstæðar“ mæður hafi þokkalega fjárhagslega afkomu en aðrar hafa það alls ekki - reyndar allt- of stór hluti þeirra. Hin margumtalaða fjárhagsstaða er þó ekki grundvöllur alls og segir ekki mikið um hvernig einstakl- ingum fólk skilar af sér út í samfélagið. Það sem virðist hafa gleymst í umræðunni er að andlega er það í flestum tilfellum minnst tveggja manna vinna að hugsa um barn. Auðvitað eru til margar heilar og sterkar „einstæöar" mæð- ur sem ferst glíman við þjóðfélagið ágætlega úr hendi en það eru líka konur sem þurfa að hafa sig allar við. Samskipti barn- anna við feður sína hefur líka sitt að segja. Og auðvitað verð- ur aldrei hjá því komist að til verði „einstæðar“ mæður, og feður. Það sem öllu skiptir varðandi börn „einstæðra“ foreldra jafnt sem önnur börn, er að foreldrið geti verið heilt gagnvart barninu. Um það blandast engum hugur. En það að konur séu hvattar til að eiga einar börn hérlendis er frelsi án ábyrgðar. Frjálslyndistal íslendinga í afstöðu sinni til „einstæðra“ foreldra er ekki ábyrgt þegar á reynir. Um það eru til alltof mörg dæmi sem bæði mér og mörgum öðrum mæðrum er kunnugt um. Til eru dæmi þess að börn séu bein- línis fyrirstaða þegar til þess kemur að „einstæðu“ mæðurnar vilja festa ráð sitt (en það er víst gangur lífsins). Fyrirstaðan birtist oft með þeim hætti að sumir karlmenn (eða jafnvel kvenmenn) virðast halda að hægt sé að hefja samband við konur með barn, eða börn, án þess að taka tillit til barnsins, án þess að leggja sig í líma við að nálgast barnið. Og því miður vara slík sambönd stundum en oftast verður ekki hjá því kom- ist að maðurinn taki tillit til barnsins á einhvern hátt, til dæmis með því að losa sig úr sambandinu, en stundum lánast auðvit- að allt saman, til eru mýmörg dæmi um það. Einna átakanlegast er, þar sem ástin er annars vegar, þegar karlmenn vilja konuna en ekki barnið, þeir segjast því ekki geta haldið áfram þar sem konan sé þegar búin að ákveða sitt I nýlegri könnun um framtiöarsjn ungs fólks kom fram ad þrátt fyrir aö þau hafi ekki fordóma gangvart „einstœðum“ foreldrum og börnum þeirra er það fjölskylduform ekki efst á óskalista þeirra. Draumur þeirra er hið gamla og sígilda form: Gott hjónaband og mörg börn. 66 HEIMSMYND eftir GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.