Heimsmynd - 01.06.1992, Side 69

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 69
 Við ógiftu mæðurnar erum allar sammála því að ein- manaleikinn berji stund- um að dyrum hjá okkur en við erum líka sammála því að það er eins hægt að vera ein- mana í misgóðum samböndum. Þær Guðríður. Anna Þóra og Anna Gulla eru þeirrar skoðunar, eftir mis- heppnuð hjónabönd sem gátu þó af sér dýrmæta ávexti, að þær vildu ekki ganga sama veginn aftur, þær hefðu viljað bíða lengur með að festa ráð sitt og eignast börn. Þær sáu skilnaðinn ekki fyrir og hvað þá lífsbaráttuna sem fylgir því að standa einn uppi með eitt barn eða fleiri. Þá eru þær ekki endi- lega að tala unr hina fjárhagslegu lífs- baráttu því fátækt er oft andlegs eðlis, heldur eru þær að segja eins og er að það sé tveggja manna vinna að ala upp börn. Þær eru allar í fullri vinnu upp- alandans frá degi til dags og fyrirvinn- unnar sem vinnur fullan vinnudag og jafnvel meira til. Goðsögnin um „einstæðu" mæðurn- ar styðst ekki við staðreyndir, sú ímynd er niðrandi að okkar dómi. Það er ým- ist verið að búa til úr okkur aumingja eða manneskjur sem hafi það allt of gott eða jafnvel aumingja sem hafi það alltof gott, hafi allar þessar> bætur. Raunin er hins vegar sú að við þurfum oftast að taka á honum stóra okkar til að geta verið heilar gagnvart börnun- um okkar. Við erum hvorki hetjur né aumingjar. Við erum eins misjafnar og við erum margar. Við lýsum því frati á goðsögnina. Anna Þóra ásamt syni sínum Birni Leó. Hann langar í marga pabba.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.