Heimsmynd - 01.06.1992, Side 79

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 79
m Eyjólfur Ijóstollur, elnn af hlnum frægu drykkjumönnum Reykjavíkur, arkar yflr Aðalstræti og er sennllega að koma úr Svínastíunnl sem sást lengst til hægrl á myndlnnl. Mún var helsta drykkjukrá höfuðstaðarlns, elns konar bæjarkrá. ópíumneyslu er ekki getið enda hefur hún ekki talist neitt til- tökumál og mönnum ekki Ijóst að þeir gætu orðið henni háðir. Munu margir læknar hafa freistast í þeim efnum og orðið lyfj- um sínum að bráð. Pað átti einnig við um ýmsa sem áttu góð- an aðgang að læknum. Mun ópíumneysla einkum hafa tengst efri lögum þjóðfélagsins. REYKJAVÍK GERIR HVERN MANN AÐ SVÍNI En það er þó, eins og fyrr sagði, einkum áfengisdrykkjan sem stakk í augu og kemst í frásögur. Þegar Steingrímur Thor- steinsson skáld kom frá útlöndum eftir langa dvöl erlendis ár- ið 1872 varð honum tíðrætt um óhemjumikinn drykkjuskap meðal höfðingja í Reykjavík. Hann segir í einkabréfi vorið 1881 að drykkjuskapur sé fram úr hófi í höfuðstaðnum og geri nærri hvern mann að svíni. Hann segir að prestaskólanemar séu daglega fullir og með rauðbólgin brennivínsandlit. „Menn kunna að hlæja að bindindi, en mér liggur nærri við að óska eftir því fyrir þessa kynslóð“, segir Steingrímur. Þá um vetur- inn höfðu höfðingjar Reykjavíkur stofnað svokallaðan Reykjavíkurklúbb. Um hann segir skáldið: „Síðan það stofnaðist hefir drykkjuskapur ágerst töluvert. Áður þurfti maður ekki meira til að gera lukku í Reykjavík en að vera ídjót, nú nægir það ekki nema maður sé drykkjurútur í viðbót.“ Steingrímur var kennari við Lærða skólann (nú Mennta- skólann í Reykjavík). Hann sagði í bréfi 24. ágúst 1881: „Meðal hinna fremstu spillingaratriða má telja drykkju- skapinn sem aldrei hefur verið verri síðan ég man fyrst eftir. Ekki voru þó í okkar tíð kennarar blindfullir við examen [próf] eða í tímum. Hvort tveggja hefir þó nú komið fyrir oftar en einu sinni. Það heyrir og til hinna nýju teikna tímans að embættismenn sem farþegar eru að slaga fullir á þilfari strand- ferðagufuskipsins fyrir augum útlendra túrista sem nótera svínaríið í minnisbækur sínar og kannski krassa upp teikningar af svínunum.“ SKÓLAKENNARI AFVELTA Einn af verstu drykkjumönnunum við Lærða skólann hét Halldór Guðmundsson, stærðfræðikennari. Stutt klausa í dag- bók Jónasar Jónassens læknis í Reykjavík 18. janúar 1885 varpar ljósi á hegðan Halldórs. Hún hljóðar svo: „Halldór skólakennari Guðmundsson lá afvelta í dag á götunni eins og hann er vanur á sunnudögum.“ Skyldi hann hafa verið í óp- íumvímu líka? Jón Ólafsson ritstjóri segir í endurminningum sínum: „Halldór var einhver allra drykkfelldasti maður sem ég hef þekkt; fyrstu árin sem ég þekkti hann kom hann þó venjulega ódrukkinn í skólann, fyllti sig annað hvort á leiðinni heim eða undir eins og hann var búinn að borða og drakk sig þá alveg út úr. . . Til dæmis um hve illa hann drakk skal ég geta þess að HEIMSMYND 79

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.