Heimsmynd - 01.06.1992, Page 86

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 86
Mún er móðir átta ára stúlku sem í þrjú ár var mis- notuð kynferðislega af karlmanni nákomnum fjöl- skyldunni. Þar til fyrir röskum þremur mánuðum bar dóttir hennar harm sinn í hljóði. Eftir að upp komst hefur hún með hjálp foreldra sinna hafið glímuna við draug fortíðarinnar en hún getur ver- ið löng og ströng. Móðirin er tilbúin að segja sögu dóttur sinnar í von um að það megi opna augu einhverra fyrir þeirri andlegu og líkamlegu niður- lægingu sem þau börn sem verða fyrir kynferðis- legri misnotkun verða að þola. Hún vill hins vegar ekki að nafn hennar komi fram af ótta við að það kunni að skaða dótturina og auka enn á vanlíðan hennar. Við mælum okkur mót á ró- legu kaffihúsi í borginni. Móð- irin er hávaxin og grönn, klædd í svart pils og gulan jakka. Hún virðist hvorki hrædd né buguð og það er létt yfir henni þegar við spjöllum um daginn og veginn og sum- arið sem er á næst leyti. Þegar við erum sestar og hún farin að rekja hörmungar dóttur sinnar hrynur brynja léttleika og kátínu og á móti mér situr móðir sem berst við hlið átta ára dóttur sinnar. Reiðin ólgar undir niðri, reiðin í garð þessa manns sem hún treysti og áleit náinn vin en notfærði sér varn- arleysi og æsku dóttur hennar til að fullnægja kynórum sín- um. Henni finnst það fyllilega réttlætanlegt að nafn hans komi fram, því hún segir hann hættulegan öðrum börnum, en kýs að gera það ekki af tillits- semi við syni hans og konu, sem eru náin skyldmenni dótt- ur hennar. „Dóttur minni líður mjög illa. Hún fær martraðir og stundum þorir hún ekki að opna augun < á morgnana af því að hún er'Sj svo hrædd um að einhver hafi i gleymt að læsa og að hann hafi s komist inn. Hún á það til þeg-1 ar hún er komin upp í rúm á = „Hún íœr martraðir og stundum þorir hún ekki að opna augun á morgnana ai því að hún er svo hrœdd um að einhver haíi gleymt að lœsa og að hann hati komist inn. “ kvöldin, búin að bursta tennurnar og fara með bænirnar, að fara fram til að athuga hvort hurðin sé ekki örugglega læst. Það er sorglegra en orð fá lýst að þurfa að horfa upp á barnið sitt svona þjakað af hræðslu. Ég held að þetta sé mesta áfall sem maður getur orðið fyrir í lífinu sem móðir, þó hef ég lent í ýmsu. Ég þurfti til dæmis að fara með son minn til London í mjög alvarlega hjartaaðgerð. Ég vissi ekki hvort hann myndi lifa eða deyja eða hvort hann yrði eðlilegur á eftir en það var samt ekkert miðað við að þurfa að horfast í augu við að barn- ið manns hafi þurft að upplifa svona hrylling og kúgun árum saman án þess að maður vissi af því eða gæti eitthvað gert til hjálpar.“ Þegar hún lýsir raunum dóttur sinnar sést hvernig reiðin hefur búið um sig innra með henni. Augun neista þeg- ar hún talar um hann, en hún virðist búa yfir ótrúlegu bar- áttuþreki og er ákveðin í að berjast við hlið dóttur sinnar þar til hún hefur komist yfir og lært að lifa með því sem gerð- ist. „Næturnar eru erfiðastar, það var oftast að næturlagi sem hann leitaði á hana þegar hún var í pössun á heimili hans. Hann beið þangað til börnin voru sofnuð, strákarnir þeirra tveir, dóttir mín og bróðir hennar, sem sváfu öll fjögur í sama herbergi. Þá læddist hann inn, tók hana úr og fór að eiga við hana.“ Það kemur sennilega mörgum á óvart hversu kynferðisleg mis- notkun barna getur farið leynt og er ekki nauðsynlega eitt- hvað sem á sér stað í skjóli nætur. „Það sem dóttur minni þótti verst var þegar hann mis- notaði hana fyrir framan hina krakkana án þess að nokkur tæki eftir því. Þau frændsyst- kinin voru öll að lita við borð og hann tók sér stöðu fyrir aft- an hana beygði sig yfir hana þannig að strákarnir sáu ekki og setti tunguna upp í hana. Á slíkum stundum upplifði hún varnarleysi sitt algjört. Þarna sátu allir saman en samt gat hann gert það sem hann vildi 86 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.