Heimsmynd - 01.06.1992, Qupperneq 92

Heimsmynd - 01.06.1992, Qupperneq 92
Halla svaraði honum um hæl og sagði að íbúðin væri kannski besti sjensinn hennar hingað til. íbúðin væri alltaf til staðar þegar hún þyrfti á henni að halda, íbúðin rifist aldrei við sig og að auki hefði hún ekki trú á því að íbúðin héldi framhjá sér. Auk þess er íbúðin á sjöundu hæð, í sjöunda himni eins og hún orðar það sjálf. Reyndar var annað merkilegt að gerast í lífi hennar. Hún var að losna úr viðjum breytingaraldursins. „Ég skyldi ekki hvað ég var alltaf kvíðin. f>að gat ekki bara verið vegna þess að það voru svona miklar veraldlegar breytingar í lífi mínu. Kvíðinn hafði varað í þrjú ár. Loksins þegar öll mín mál voru komin í höfn vissi ég að það var ekki bara þetta sem angraði mig. Mér leið eins og mig langaði alltaf að hoppa út úr mínum eigin líkama. Mér fannst þetta ekki eðlilegt svo ég leitaði læknis.“ Hjá lækninum bað hún um hormónalyf sem hann lét hana tafarlaust fá. „Eftir aðeins fjóra daga á hormónalyfjum voru fuglarnir farnir að syngja og grasið að grænka. Mér hafði aldrei liðið betur á ævinni.“ hún segir íslenskar konur tala mikið um þessi mál sín á milli. Það geri hins vegar ekki konur í Kaliforníu. Ástæðan fyrir því væri sú að þar væru þær allar að fela aldur sinn. „Það vilja allir vera svo ungir í Bandaríkjunum, sérstaklega Kali- forníu. Þar vill enginn viðurkenna aldur sinn. Þess vegna tala konur ekkert um sín mál nema við læknana sína og þeir hjálpa þeim.“ Hún sagðist ekki vita betur en að allar konur fengju hormónalyf sem vildu í Bandaríkjunum, nema þær sem væru með krabbamein. Stóra húsið reyndist vera öryggisventill Höllu þegar upp var staðið: „Húsið hækkaði svo mikið í verði á meðan ég beið með að selja það að það sér algjör- lega fyrir mér í dag.“ Húsmunina og marga þá dýrmætu muni sem þau Hal höfðu sankað að sér á ferðum sínum um heiminn seldi hún á uppboðum sem hún hélt heima hjá sér skömmu áður en hún skipti um húsnæði. Hátt í eitt hundrað manns mættu á upp- boðin sem haldin voru tvo daga í röð á heimili hennar. „Það var einkennileg til- finning að sjá fólkið rífa myndir niður af veggjunum og taka munina sem höfðu verið húsbúnaður minn í mörg ár. Fólk bókstaflega reif allt í sig.“ Skemmtilegt fannst henni hins vegar að dýrindis saumavél sem Hal hafði gefið henni - þrátt fyrir að hann vissi að hún saumaði aldrei - virtist ekki ætla að ganga út. „Þetta var saumavél sem gerði nánast allt nema að dansa tangó en ég hafði aldrei haft not fyrir. Ég hataði þessa vél því mér fannst það svo mikil peningaeyðsla af Hal að hafa keypt saumavél handa konu sem hann vissi að saumaði aldrei. Mér var hins vegar kennt að ég ætti að taka við öllu sem mér væri gefið og þakka fyr- ir mig. Þess vegna sagði ég honum aldrei hversu óánægð ég væri með saumavél- ina.“ Á uppboðinu var hún í fyrstu sett á tuttugu dollara en, enginn leit við henni. Þá var hún lækkuð niður í fimmtán doll- ara. Það var sama sagan enginn vildi kaupa saumavélina. Það endaði með því að saumavélin var seld á tíu dollara. „Mér fannst það gott á helv. . saumavél- ina“, sagði hún og púkinn virtist aftur kominn upp í henni. Ágóðann af sölu bókarinnar notaði hún hins vegar til að festa kaup á þeirri íbúð sem hún býr í nú. „/ am on an easy street now. Þarf hvorki að vinna né hafa neinar peningaáhyggjur. Ég geri það sem mig langar til og kaupi mína samkvæmis- kjóla. En auðvitað allt innan vissra marka. Ég get til dæmis ekki farið í reis- ur á skemmtiferðaskipi þrisvar ári. Það leyfa peningarnir ekki. Én ég hef aldrei haft það eins gott á ævinni og nú, bæði fjárhagslega og andlega.“ Hún segir mannskepnuna þurfa að hafa áhyggjur af tvennu í lífinu. Það sé fjárhagurinn og heilsan. Hvorutveggja sé í góðu lagi hjá henni. Því hafi hún yfir engu að kvarta. „Ég er búin að fara í gegnum peninga- leysi. Það var svo slæmt að ég vissi ekki hvaðan næsta máltíð kæmi. Ég myndi aldrei vilja vera í þeirri aðstöðu aftur. Fáir vissu að við Hal hefðum svo litla peninga handanna á milli og ég vildi ekki vera að segja frá peningaleysinu því þá hefði stolt mannsins mín sáluga særst svo mikið.“ Hal hafði sagt við hana í upphafi sam- bands þeirra að hann væri ekki ríkur en hún segir svolítinn mun á því að vera rík- ur og eiga ekki bót fyrir rassinn á sér. „Það hvarflaði aldrei að mér að maður- inn ætti bókstaflega ekki neitt.“ Það var stundum svo að þau áttu ekki fyrir mat, meira að segja ekki eftir að Davíð var fæddur en hann fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að þau kynntust. Halla lét aldrei nokkurn mann vita af peninga- leysinu, ekki einu sinni móður sína. Halla hefur svo að segja aldrei kennt sér neins meins um ævina. Og varð því hálf fúl yfir því að næla sér í kvef þegar hún kom til íslands í febrúar síðastliðn- um. En þá hafði hún ekki fengið kvef í sautján ár: „Mér fannst leiðinlegt að geta ekki lengur sagt að ég fengi aldrei kvef“, segir hún og hlær. En þess má geta að þegar hún fékk kvef fyrir 17 árum hafði hún ekki fengið kvef í þrettán ár. Hún þarf því ekki að kvarta yfir heilsuleysi. En ástæðan fyrir því að hún kom til landsins í febrúar var ekki gleðileg. Móðir hennar sem nú er orðin áttatíu og átta ára gömul þurfti að gangast undir uppskurð og hefur ekki almennilega náð heilsu aftur. „Hún er þrátt fyrir það sæl og ánægð. Það skiptir öllu máli. en ég hef allt til alls. Það eina sem mig vanhagar um er eiginmaður. En ég nenni ekki að leita að honum. Hann verður að finna mig. Hann þarf ekkert endilega að vera ríkur en hann má heldur ekki vera fátækur“, segir hún með alvöruþunga í röddinni. Það gæti eitthvað merkilegt verið að gerast í hennar lífi nú því fyrir nokkru hitti hún nokkuð álitlegan mann, að eig- in sögn, í anddyri hótelsins þar hún hafði verið að skemmta sér með vinum sínum kvöldinu áður. Hún var í miklu galsa- skapi þennan dag og reyndar allir vinir hennar einnig. Hún gefur sig á tal við þennan glæsimann og spyr meira að segja að því hvort hann sé kvæntur. Hann segir að svo sé ekki. Hún hafði sömu sögu að segja. Og þau spjölluðu saman: „Þetta var allt meira í gamni en alvöru. Ég tek það fram að venjulega er ég mikil lady í þessum efnum.“ Það finnst blaðamanni ekki ótrúlegt svo dömuleg sem hún er. Þau kveðjast og hún fer með vinum sínum í borðsalinn. Nokkru síðar birtist hann og spyr hvort hann megi setjast við sama borð og þau. „Ég hrópa upp yfir mig; í guðanna bæn- um leyfið manninum að setjast við borð- ið. Hann er ókvæntur!“ Þetta segir Halla af þvílíkri innlifun að maður gæti haldið að ástin væri komin í spilið. Fólkið ræddi saman og skemmti sér vel. Eftir skemmtilegan dag skiluðu sér allir heim. Þegar Halla kemur heim til sín liggja fyr- ir hana skilaboð frá glæsimenninu sem hún var að skemmta sér með nokkrum klukkustundum áður. Hann vildi endi- lega bjóða henni í mat. Þau hafa nokkr- um sinnum hist. „Það er svo mikið í hann spunnið að ég sagði við son minn, he is to good to be true. Allir vinir mínir eru á sama máli, að ég hafi aldrei áður hitt svona fínan mann. En maður veit aldrei. Að minnsta kosti erum við enn að hittast.“ Vonarglampi skín úr augum hennar. Hún segist líka orðin hundleið á því að vera ekkja í ræðismannsstarfinu og þurfa alltaf að labba ein inn eftir rauða dreglinum í veislurnar. halla kunngerði í bók sinni að eftir að hún varð ekkja hafi hún átt í ástarsam- bandi við leikarann Rick Jason sem hafði komið fram í vinsælum sjónvarps- þætti í mörg ár. „Ég varð bálskotin í honum.“ Hún átti í stormasömu sam- bandi við hann í fjögur ár. „Ég sé ekki eftir neinu í sambandi við hann en við vorum alltof lengi saman.“ Upp úr þeirra sambandi slitnaði þegar hann fór að 92 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.