Heimsmynd - 01.06.1992, Side 94

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 94
ið. Mikið var ég fegin,“ segir hún og verður meira að segja alvöruþrungin á svip. Hún vildi greinilega gera allt til að losna við að hitta þennan mann. ertu efst á gestalista marga í Los Angeles? „Neihei", segir hún og hlær, „en ég er á listanum hjá mörgum. Pað eru margir vinir mínir sem halda mjög mikilli tryggð við mig. Ég verð að teljast heppin því margar konur sem verða ekkjur í Bandaríkjun- um gleymast. I formlegum veislum þar sem setið er til borðs vilja veisluhaldarar hafa einn karlmann á móti einum kven- manni. Kona sem er ein getur því ruglað öllu borðinu. Oft er ég beðin um að koma með herra með mér. Pess vegna er gott að hafa kippu af karlmönnum í kringum sig.“ Þú ert semsagt með kippu af karlmönnum í kringum þig?, spyr ég án þess þó að vera vantrúuð. „Já, svona smákippu“, svarar hún um hæl. Halla segist elska samkvæmislífið og fari allt að fimm kvöld í viku út á lífið, stundum með vinkonum sínum og stund- um að hitta vinina. í samkvæmislífinu hittir hún mörg heimsþekkt andlit. Skemmtilegust fannst mér lýsing hennar í bókinni á hinum heimsþekkta kvikmyndaleikara Charls- ton Heston sem var búinn að fá sér vel neðan í því þegar hann mætti til veisl- unnar sem haldin var í húsi Höllu og Hal. Halla lýsir því að hann hafi verið mjög merkilegur með sig, eins og honum fyndist hann enn vera Móses að koma með boðorðin tíu ofan af Sínaífjalli, rétt eins og í kvikmyndinni. Hann var líka hundleiðinlegur og vildi ekki tala um annað en tennis, en hann var frægur og óneitanlega fannst mörgum mikið til hans koma. Skömmu síðar skrapp ein af konunum við borðið fram en kom fljót- lega aftur og hvíslaði að Höllu: „Halla, þú verður að gera eitthvað í þessu, hann Charlston Heston er dauður inni á snyrt- ingu hjá þér!“ Nýlega lenti Halla í veislu með öðrum heimsþekktum kvikmyndaleikara en það var hjá James Stewart sem er vinur vina hennar. Tilefnið var útkoma ljóðabókar hans: „Petta er ekki í fyrsta sinn sem ég hitti James Stewart en mér finnst hann mjög viðkunnanlegur maður en það sem kom mér á óvart er hversu grannur hann er orðinn. Maðurinn er hreinlega að detta í sundur. Lærin á honum eru eins og handleggir á vel bústinni konu.“ engin önnur en Elísabet Taylor varð á vegi Höllu Linker á dögunum þegar The American Cinema Award hátíðin var haldin. Mynd var tekin af Höllu Linker og Elísa- betu Taylor saman sem vinur Höllu hef- ur í fórum sínum: „Mér finnst alveg stór- kostlegt hvað sú manneskja lítur vel út. Hún sem var orðin svona feit,“ segir hún og baðar út örmunum til þess að leggja áherslu á mál sitt. „Það vita það allir að hún er búin að fara í einhverjar aðgerðir til að láta laga útlit sitt, engu að síður er hún stórkostleg." Halla segir hana mjög afslappaða og þægilega í viðmóti. Það sama segir hún um Sophiu Loren, ítölsku Amerísku „Sealy“ rúrpin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samróði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og nó þannig að gefa þér góðan nætursvefn ón bakverkja að morgni. 5—15 óra óbyrgð. Höfum einnig rúmgafla, nðttborð og rúmföt í miklu úrvali. Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-14 94 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.