Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 11

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 11
 VIRK Eðli málsins samkvæmt þá getum við aldrei vitað hvað yrði um þá einstaklinga sem hafa farið í gegnum þjónustu VIRK ef VIRK hefði ekki verið til staðar. Einhverjir einstaklingar hefðu bjargað sér og náð upp vinnugetu án starfsendurhæfingarþjónustu en talsverður hópur hefði án efa ekki gert það. Hér er líka rétt að hafa í huga að einstaklingum er ekki vísað til VIRK vegna einfaldra vandamála heldur vegna þess að vandi þessara einstaklinga er það flókinn og margþættur að þjónusta heilbrigðiskerfisins ein og sér dugar ekki til að koma þeim aftur á vinnumarkaðinn. Mynd 8 sýnir framfærslustöðu einstaklinga sem hafa lokið þjónustu VIRK. Myndin sýnir stöðugildi, þannig að ef einstaklingur fer í hálft starf þegar þjónustu er lokið er það skráð sem hálft stöðugildi og önnur framfærsla skráð á móti. Eins og sjá má eru um 60% stöðugilda þeirra sem útskrifast með framfærslustöðu sem gefur til kynna starfsgetu og virka þátttöku á vinnumarkaði, þ.e. þeir eru annað hvort í launaðri vinnu, í virkri atvinnuleit eða í lánshæfu námi. Hlutfallslegur fjöldi einstaklinga sem tekur þátt í starfi eða námi við lok þjónustu er hins vegar 75% eins og sjá má á mynd 7. Árangur VIRK út frá þessum mælikvarða verður því að teljast góður, sérstaklega þegar haft er í huga að þeir einstaklingar sem leita til VIRK eru undantekningarlítið að glíma við mjög flókinn og fjölþættan vanda og margir hafa verið lengi frá vinnumarkaði. Tölur um framfærslustöðu einstaklinga við lok þjónustu geta gefið okkur ákveðnar vísbendingar en þær geta hins vegar aldrei verið algildur mælikvarði á árangur VIRK þar sem fjölmargir aðrir þættir en starfs- endurhæfing hafa áhrif á framfærslustöðu einstaklinga í lok þjónustu hjá VIRK. Þannig hafa lög, reglur, kjarasamningar, venjur og hefðir mikil áhrif á starfsemi og möguleika VIRK á að koma einstaklingum til virkrar þátttöku í atvinnulífinu. Enda er raunin sú að margir einstaklingar ljúka þjónustu hjá VIRK með talsverða starfsgetu en fara samt á fulla örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins. Nánar er fjallað um þessar kerfislægu hindranir í kaflanum hér á eftir. Við þetta má einnig bæta að talsverður hópur kemur inn í þjónustu VIRK þar sem alls óvíst er hvort starfsendurhæfing geti gagnast t.d. vegna alvarleika veikinda. VIRK hefur hins vegar ákveðið að gefa þessum hópi tækifæri til að reyna starfsendurhæfingu sem úrræði í nokkra mánuði því mikilvægt er að einstaklingar fái að njóta vafans í slíkum tilfellum. Slíkar ákvarðanir geta haft slæm áhrif á tölfræði um framfærslu í lok þjónustu en eru án efa samfélagslega mjög hagkvæmar þar sem hver einstaklingur sem nær árangri í starfsendurhæfingu skiptir miklu máli. Því er mikilvægt að skoða árangur VIRK út frá fleiri mælikvörðum og viðmiðum. Það skiptir einnig máli hvernig einstaklingar upplifa þjónustuna sem þeir fengu hjá VIRK og hvaða áhrif hún hefur haft á þeirra líf og lífsgæði. Allir einstaklingar sem ljúka þjónustu hjá VIRK fá senda þjónustukönnun, sem þeir eru beðnir að svara, með ýmsum spurningum um þjónustuna og einstaka þætti hennar. Mynd 9 inniheldur upplýsingar úr þessari könnun en þar má sjá að einstaklingar telja að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra hvað varðar bæði bætta sjálfsmynd og aukna vinnugetu. Mun fleiri ein- staklingar koma í þjónustu VIRK sem glíma við fjölþættan og alvarlegan vanda. Þannig er mikil fjölgun milli ára á fjölda einstaklinga sem glíma við bæði stoðkerfisvanda og geðrænan vanda við komu til VIRK.“ 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2011 2012 2013 2014 2015 Meðaltal Hlutfall útskrifaðra einstaklinga sem eru annað hvort í vinnu, í atvinnuleit eða í námi við útskrift - óháð framfærslustöðu 85% 77% 77% 77%76% 75% Laun á vinnumarkaði Atvinnuleysisbætur Námslán Engar tekjur Fjárhagsaðstoð Sjúkrasjóður Endurhæfingarlífeyrir Örorkulífeyrir Annað Framfærslustaða einstaklinga í lok þjónustu hjá VIRK Hjá 5110 einstaklingum sem höfðu lokið þjónustu í árslok 2015 46% 14% 7% 4% 3% 11% 3% 4% 3%1% 7% 22% 3% Mynd 8 Mynd 7 11virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.