Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 20
RÁÐGJAFAR VIRK HLUSTA, HVETJA OG VIRKJA! Þ essi öflugi ráðgjafahópur gegnir afar mikilvægu hlutverki í starfsemi VIRK. Ráðgjafar halda utan um alla þræði í samskiptum einstaklinga í þjónustu, tryggja gott upplýsingaflæði og stuðla að samhæfingu í öllu starfsendurhæfingarferli viðkomandi einstaklings. Þeir veita stuðning, ráðgjöf og hvatningu með áherslu á styrkleika einstaklingsins. Ráðgjafar bera ábyrgð á gerð og eftirfylgd einstaklingsbundinna starfsendurhæfingaráætlana sem þeir bera síðan undir þverfaglegt teymi sérfræðinga á þriggja mánaða fresti. Þeirra starfi fylgir nokkur skráningarvinna sem unnin er samkvæmt útgefnum verkferlum í gæðahandbók VIRK. Tíu ráðgjafar gegna því hlutverki að vera tengiliðir ráðgjafa. Miðað er við að einn ráðgjafi sé skilgreindur sem tengiliður ráðgjafa hjá þeim stéttarfélögum/samtökum þar sem þrír eða fleiri stöðugildi ráðgjafa eru til staðar. Ákvörðun um hvaða ráðgjafi gegnir þessu hlutverki er tekin í samstarfi VIRK og stéttarfélaga. Ráðgjafar VIRK eru 48 talsins í 45 stöðugildum og starfa hjá stéttarfélögum um allt land Ráðgjafar og starfsfólk VIRK sóttu forseta Íslands heim á haustdögum 2015. 20 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.