Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 32
 hefur verið fram á að slíkir verkferlar draga úr kostnaði fyrirtækja (McLaren, Reville og Seabury, 2010). Endurkoma til vinnu auðvelduð Verkferlarnir sem innleiddir eru á vinnu- staðnum hafa það að markmiði að draga úr eða koma í veg fyrir fjarveru starfs- manna frá vinnustað vegna veikinda eða slysa. Tilgangur þeirra er að stöðva þann neikvæða vítahring sem verður oft við slys eða sjúkdóma. Lögð er áhersla á að viðhalda sambandinu milli vinnustaðar og starfsmanns sem er með skerta starfsgetu og er í hættu að missa vinnuna. Það er vinnuveitandinn/vinnustaðurinn sem inn- leiðir og sér um eftirfylgni þessara verkferla en þeim fylgja einnig ákveðin tímamörk. Innleiðing á slíku skipulagi kemur sér vel bæði fyrir starfsmanninn og einnig vinnuveitandann. Starfsmaðurinn kemst fyrr aftur til vinnu, verður fyrir minna launatapi og styrkist frekar í þeirri von að hann verði ekki með varanlega vinnuskerðingu í framtíðinni. Vinnuveitandinn fær starfsmanninn fyrr til starfa og dregur þannig úr þeirri truflun sem verður í framleiðni og þjónustu fyrirtækisins auk þess að það dregur úr ýmsum bóta- greiðslum sem starfsmaður á rétt á meðan hann er óvinnufær. Árangursrík endurkoma til vinnu byggist fyrst og fremst á því að vinnustaðurinn sé viljugur og sveigjanlegur til að koma til móts við starfsmanninn þegar kemur að því að finna lausnir við að aðlaga vinnuumhverfið að einstaklingnum, hugsanlega gera breytingar á vinnutíma eða verkferlum/verkefnum til lengri eða skemmri tíma sem auðveldað geta endurkomu inn á vinnustaðinn. Þetta ferli getur því gert starfsmanninum kleift að framkvæma vinnu sína á afkastameiri hátt í öruggu vinnuumhverfi. Mynd 1 sýnir þá þrjá undirstöðuþætti sem eru mikilvægir og ákveðnir verkferlar á vinnustað tilheyra sem stefna að því að draga úr fjarveru starfsmanna frá vinnustað vegna veikinda og slysa: forvarnir, aðlögun og stuðningur til aukins bata (Government of Canada, 2011). Þróunarverkefni – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu Rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem einstaklingar reyna endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, því líklegra er að Mynd 1. Þrír undirstöðuþættir sem eru mikilvægir til að draga úr fjarveru starfsmanna frá vinnustað: Forvarnir, aðlögun og stuðningur til aukins bata. Forvarnir • Stuðnings- og heilsuáætlanir fyrir starfsmenn • Sérstakar vinnuhagræðingar • Eftirfylgni hvað varðar vinnuverndarlög; aðbúnað, hollustu og öryggi • Áætlanir vegna neyðarvið- bragða og til tryggingar á starfsgrundvelli fyrirtækja Aðlögun • Eftirfylgni með stöðlum um aðgengi • Tækifæri til aðlögunar á vinnustað er skylda • Hjálpartæki Stuðningur • Almennur veikindaréttur/ veikindaréttur vegna vinnuslysa • Ýmsar bætur og skaðabætur vegna vinnuslysa • Snemmbær inngrip, sérstakur ráðgjafi og áætlanir tengdar áframhaldandi veru í vinnu og endurkomu til vinnu þeir komist aftur til baka í vinnu (Royal Australasian College of Physicians, 2010). Það er því ávinningur bæði einstaklingsins og þjóðfélagsins í heild að einstaklingum sem hafa starfsgetu sé gefið tækifæri til að komast í vinnu við hæfi, snemma í starfs- endurhæfingarferlinu. Þróunarverkefnið Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu er nýtt verkefni sem VIRK ákvað að fara af stað með haustið 2015. Það stefnir að því, með markvissum stuðningi frá sérfræðingum í starfsendurhæfingu, að auka líkur einstaklinga sem eru í starfs- endurhæfingu, á endurkomu inn á vinnu- markaðinn þrátt fyrir skerta starfsgetu. Hugmyndafræði verkefnisins er í takt við það sem fjallað er um hér fyrr í greininni (e. Disability management) með megináherslum á innleiðingu skipulags og verkferla sem stefna að því að draga úr fjarveru starfsmanna frá vinnustað, en tekið er mið af þeim þörfum sem best hentar hverri starfsemi fyrir sig. Þetta er því alhliða nálgun sem veitir bæði stjórnendum og starfsmönnum stuðning og fræðslu í endurkomuferlinu en samhliða því á sér stað starfsendurhæfing með markvissri aðlögun inn á vinnumarkaðinn. Markmið þróunarverkefnis: • Auka þekkingu á mikilvægi tengsla vinnustaðar og starfsendurhæfingar • Tryggja farsæla endurkomu til vinnu hjá einstaklingum í starfsendur- hæfingu • Auka stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu sem þurfa aðlögun inn í vinnu • Stuðla að því að einstaklingar fái stuðning á vinnustað sam- hliða starfsendurhæfingu • Samhliða starfsendurhæfingu eigi sér stað markviss aðlögun inn á vinnu- markað • Auka fræðslu og stuðning við vinnu- staði sem auðveldar endurkomu til vinnu Í þessari þróunarvinnu mun VIRK leita eftir samstarfi við fyrirtæki og vinnustaði um þátttöku í verkefninu. VIRK mun hafa samband við viðeigandi fyrirtæki og bjóða þeim að vera þátttakendur í þróunarverk- efninu. Fyrirtækin munu þá leggja til hugsanleg störf fyrir hæfa einstaklinga í starfsendurhæfingu sem eru metnir tilbúnir til þess að reyna endurkomu til vinnu. Þau fyrirtæki og vinnustaðir sem skrifað hafa 32 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.