Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 33
VIRK
undir samstarfsyfirlýsingu um verkefnið
geta líka haft samband að fyrra bragði
ef þeir eru með lausar stöður sem gætu
hentað einstaklingum í starfsendurhæfingu.
Sérfræðingur hjá VIRK vinnur að virkni-
áætlun í samstarfi við einstaklinginn og
ráðgjafa hans í starfsendurhæfingu sem
taka mun mið af verkefnum, vinnuferlum,
aðstæðum og vinnutíma á viðkomandi
vinnustað (Mynd 2). Þessi virkniáætlun er
síðan höfð til hliðsjónar þegar sérfræðingur
frá VIRK í samstarfi við starfsmanninn,
stjórnendur og vinnustaðinn vinna að
samhæfingu hennar inni á vinnustaðnum.
Eftirfylgni verður með einstaklingnum inni
á vinnustaðnum í samráði við vinnustaðinn
og mun sérfræðingur hjá VIRK aðstoða
við úrlausnir vandamála og hindrana
sem upp geta komið. Á þessum tíma er
möguleiki á að kaupa einstaklingsmiðuð
úrræði sem auðveldað geta endurkomu
inn á vinnustaðinn (t.d. vinnuvistfræðilegt
mat á vinnuumhverfi) auk þess sem í boði
verður fræðsla og ráðgjöf fyrir stjórnendur
og samstarfsmenn eins og þurfa þykir í
gegnum allt endurkomuferlið. Stjórnendur
þurfa að vera reiðubúnir að taka virkan
þátt í verkefnum, s.s. að taka þátt í fræðslu,
upplýsingamiðlun, innleiðingu verkferla á
vinnustað og mögulegum breytingum.
Mynd 2. Hvað ætlar VIRK að gera?
Gera
virkniáætlun
Samhæfing á
vinnustað
Úrlausn
hindrana
Fræðsla á
vinnustað
Eftirfylgni með
einstaklingi
Ávinningur þess að taka þátt í
verkefninu getur falist í:
• Skýrum, samræmdum og mark-
vissum vinnuferlum um endurkomu
til vinnu eftir veikindi eða slys og
eftirfylgni vegna þeirra sem geta nýst
fyrirtækinu almennt
• Styttri veikindafjarveru hjá starfs-
mönnum sem eru fjarverandi vegna
veikinda eða slysa
• Virkum mannauði þar sem þekking
starfsfólks helst innan vinnustaðarins
• Góðri ímynd og auknum sveigjanleika
sem sýnir samfélagslega ábyrgð
fyrirtækisins
• Aðgengi að stuðningi sérfræðinga í
starfsendurhæfingu og fræðslu og
ráðgjöf um, meðal annars, velferð,
fjarvistir og endurkomu til vinnu
Í lok verkefnisins er gert ráð fyrir að niður-
stöður þess muni hafa marktæk áhrif á
starfsendurhæfingarferil einstaklinga í starfs-
endurhæfingu hjá VIRK sem auðveldar þeim
endurkomu á vinnumarkaðinn eftir veikindi
eða slys og fjölgi þar með atvinnutækifærum
fyrir starfsfólk með skerta starfsgetu.
Heimildir
Black, C. (2008). Working for a healthier
tomorrow: Review of the health of Britain’s
working age population. The Stationary Office,
London, UK.
Conroy, M (2008) Supporting an injured worker
return to work. Commissioned by the Workplace
Safety Initiative, Ireland.
Franche, R.L., Cullen, K., Clarke, J., Irvin, E.,
Sinclair, S., og Frank, J. (2005). Workplace-
based return to work interventions: A systematic
review of the quantitative literature. Journal of
Occupational Rehabilitation, 15, 607–631.
Government of Canada (2011). The
Fundamentals of Disability Management.
Hunt, H.A. (2009). The evolution of disability
management in North American Workers’
compensation programs. Reported preparated
for Victoria, British Columbia, Canada.
Institute for Work & Health (IWH) (2007). Seven
„Principles“ for Successful Return to Work, IWH
disability prevention tools (rev 2014).
MacEachen, E., Clarke, J., Franche, R.L.,
Irvin,E.; Workplace-based Return to work
Literature Review Group (2006). Systematic
review of the qualitative literature on return to
work after injury. Scandinavian Journal of Work,
Environment & Health, Aug; 32(4):257-69.
McLaren, C.F., Reville, R.T. and Seabury,
S.A.(2010). How Effective Are Employer Return
to Work Programs? RAND, Centre for Health and
Safety in the Workplace, Santa Monica, CA.
The Royal Australasian College of Physicians,
Australasian Faculty of Occupational and
Environmental Medicine Policy on preventing
work disability (2010) Helping People Return to
work: Using evidence for better outcomes.
Waddell, G., og Aylward, M. (2010). Models
of sickness and disability: Applied to common
health problems. Royal Society of Medicine
Press, London, UK.
Waddell, G., og Burton, A. K. (2006). Is work
good for your health and well-being? The
Stationary Office, London, UK.
33virk.is