Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 42
 VIRK er að mínu mati alveg „brillíant batterí“, ef svo má segja. Sem fagmanneskja þá græddi ég mikið á að fylgjast með vinnubrögðum þar. Ég hef síðan beint ýmsum í samstarf við VIRK. Hins vegar mega fagaðilar gæta sín á að vísa ekki of veiku fólki til VIRK.“ Alltaf jafn þreytt Ég var heima í tvær vikur og reyndi að hvíla mig en var alltaf jafn þreytt. Ég mætti svo til vinnu aftur og settist við tölvuna til að vinna úr skýrslum. Þá komst ég að því að ég gat ekki lesið. Ég sá orðin en hafði ekki einbeitingu til að vinna úr þeim. Þá hugsaði ég: „Hvað er í gangi með mig? Þetta er ekki eðlilegt,“ og varð enn kvíðnari. Í framhaldi af þessu fór ég til yfirmanns míns, Ragnheiðar S. Einarsdóttur og það varð mín björgun. Hún benti mér á að tala við starfsmannasálfræðing LSH. Ég gerði það. Sálfræðingurinn sagði: „Þú ert skólabókardæmi um kulnun.“ Hann sagði að ég yrði að fara í algjört frí. Ég stakk upp á fimmtíu prósent vinnu en hann neitaði því. „Þú getur það ekki, þá ertu bara að „kroppa ofan af sárinu.“ Ef þú ætlar að ná þér út úr þessu verður þú að fara í algjört frí í sex til tólf mánuði.“ Það þyrmdi yfir mig og mér fannst ástand mitt fáránlegt. Þetta var í desember 2013. Full af fordómum Ég ákvað að fara í frí yfir jólin en sagði góðum kollega frá ástandi mínu. Hann sagði: „Þarft þú ekki bara að leita til VIRK?“ Þá komu upp í mér miklir fordómar, mér fannst ég með engu móti geta farið „hinum megin við borðið“, ég, heilbrigðisstarfsmaðurinn, gæti ekki leitað mér slíkrar faglegrar aðstoðar. Ég vildi ekki hitta kunnugt fólk í heilbrigðisgeiranum í slíku ástandi sem ég var í, vildi miklu heldur „lækna sjálfa mig.“ Ég fór samt til heimilislæknis og hitti þar ungan kandidat sem talaði mig inn á að leita til VIRK. Sannfærði mig um að það myndi hjálpa mér. Hann sagði við mig: „Leyfðu mér að meðhöndla þig og afsalaðu þér völdunum.“ Ég hugsaði mig um og sagði svo: „Ókei, ég geri þetta.“ Kandidatinn sótti þvínæst um fyrir mig hjá VIRK og samstarfið hófst fljótlega eftir áramótin.“ Hvað fól það í sér? „Enn með fordóma fór ég fyrir tilverknað ráðgjafa VIRK í Heilsuborg. Mér fannst mér ekkert miða, fannst ég ekki einu sinni svitna. Þá var mér ráðlagt að fara í aðeins erfiðari hóp og þar fann ég mig. Ég mætti í hvern tíma eins og klukka og var jafnframt komin í algjört frí frá vinnu. Ég átti inni launað veikindafrí í næstum ár svo það var ekki vandamál. Ég hitti svo jafnaðarlega ráðgjafa VIRK, sem var mjög gott. Við lögðum á ráðin og ég fór til sálfræðings sem ráðgjafinn benti mér á og hitti hann fyrst tvisvar í viku og seinna strjálla. Sálfræðingurinn og ráðgjafinn fylgdu mér eftir þar til ég var komin til vinnu á ný.“ Úrræði VIRK virkuðu Úrræðin sem VIRK beitti í samstarfi við mig voru sem sagt sálfræðiþjónusta, Heilsuborg, námskeið í núvitund, næringarfræðsla og ekki síst spjall við ráðgjafann. Hreyfingin var mjög mikilvæg fyrir mig, ég hef stund- um sagt að hún hafi verið mín lækning. Ég var í raun mjög fljót að ná mér líkamlega. Annað gerði ég líka sem var gott. Ég ákvað að vera ekki sú sem hyrfi og enginn á vinnustaðnum vissi hvað væri að. Ég skrifaði því bréf til vinnufélaga minna og rakti þar það sem væri í gangi hjá mér, þetta gerði ég líka gagnvart fjölskyldu minni, vinkonum og þeim sem stóðu mér næst. Í framhaldi af því fékk ég mikinn stuðning. Yngsta dóttir mín fann mikinn létti við þetta. Hún sagði: „Ég hélt að þú værir kannski mikið veik,“ hún hafði fylgst með mér á vappi á náttsloppnum og haft áhyggjur af mér. Loks fór ég af fullum krafti í söngnám. Það hafði ég stundað í mörg ár en nú gat ég „hent mér út í sönginn“, fór snemma á morgnana í tónskólann og æfði mig. Það var mín vinna ásamt æfingunum í Heilsuborg. Ég vildi vera sem minnst heima á sloppnum því það fannst mér erfiðast. Ég er dálítill spennufíkill og þarf að hafa mikið fyrir stafni. Ég hef ekki lagast alveg af því en ég kann betur á sjálfa mig í þeim efnum, þekki mín mörk. Ég útskrifaðist úr söngnáminu í kjölfar þessa. Söngurinn gefur manni útrás og var stór partur af minni endurhæfingu. Þótt ég væri fljót að ná mér líkamlega var ekki það sama upp á teningnum hvað andlegu hliðina snerti. Ég gat lært söngtexta en ég gat varla lesið blöðin. Minnisleysið þjáði mig enn og ég varð að skrifa allt niður sem ég átti að gera. Einbeitingarskortur, jafnvægileysi, minnisleysi og svimi – þetta hrjáði mig mest í veikindum mínum.“ 42 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.