Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 62

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 62
JÓNÍNA WAAGFJÖRÐ deildarstjóri atvinnudeildar VIRK Útdráttur E rlendar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn með mikla veikindafjarveru eru einnig þeir sem eru með mikla veikindaviðveru. Veikindaviðvera er talin kosta fyrirtæki meira en veikindafjarvera í formi minni framleiðni og hærri skipulagskostnaðar auk þess sem hún er talin auka hættu á alvarlegum sjúkdómum í framtíðinni. Rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn sem temja sér að mæta „veikir“ í vinnuna, í samanburði við aðra starfs- menn, fara frekar í langtímaveikindi í framtíðinni. Spurningar um veikindafjarveru og veikindaviðveru, úr könnun sem gerð var í tengslum við þróunarverkefnið Virkur vinnustaður, voru notaðar til að skoða þessi tengsl hjá þátttakendum verkefnisins. Niðurstöður sýndu marktæk jákvæð tengsl milli veikindaviðveru og veikindafjarveru og er því mikilvægt fyrir stjórnendur að hugleiða þessi tengsl þegar þeir reyna að ráða við veikindafjarveru á vinnustaðnum. Vinnuveitendur hafa hér tækifæri til að finna þessa starfsmenn og grípa inn í ferlið. Starfsmenn þurfa einnig að vera meðvitaðir um hugsanlegar afleiðingar mikillar veikindaviðveru á aukna veikindafjarveru í framtíðinni og þau áhrif sem þessi hegðun getur haft á þróun alvarlegra sjúkdóma. Fjöldi og gerð fyrirtækja og stofnana sem tóku þátt í verkefninu Virkur vinnustaður var takmarkaður sem er mikilvægt að hafa í huga þegar yfirfæra á þessar niðurstöður almennt yfir á opinberan og almennan vinnumarkað. ÞRÓUNARVERKEFNIÐ VIRKUR VINNUSTAÐUR TENGSLIN MILLI VEIKINDAFJARVERU OG VEIKINDAVIÐVERU (AÐ MÆTA „VEIKUR“ Í VINNU) HJÁ ÍSLENSKUM STARFSMÖNNUM Á OPINBERUM OG EINKAREKNUM VINNUSTÖÐUM 62 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.