Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 68
Hér verður fjallað um bókina Handbook of Return to Work: From Research
to Practice, en henni er ritstýrt af sálfræðingunum Izabela Z. Schultz og
Robert J. Gatchel. Bókin er gefin út af Springer bókarforlaginu í New York
árið 2016. Bókin er í flokki fimm bóka sem Springer bókaforlagið hefur gefið
út sem nefnist Handbooks in Health, Work, and Disability, og fjalla þær
allar um mikilvæg efni sem tengjast starfsendurhæfingu. Í því sambandi má
benda á að í síðasta ársriti VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs var fjallað um
eina af þessum bókum, þ.e. bókina Handbook of Vocational Rehabilitaion
and Disability Evaluation: Application and Implementation of the ICF.
Bókin sem hér er fjallað um er 721 blaðsíða að lengd og skiptist í 5 hluta,
með samtals 37 köflum. Í lok hvers kafla er heimildaskrá og aftast í bókinni
er atriðaorðaskrá. Bókina er einnig hægt að fá á rafrænu formi auk þess sem
hægt er að versla staka kafla á rafrænu formi í gegnum netið hjá útgefanda
sem getur komið sér vel. Kaflahöfundar eru um 80 talsins og koma flestir
frá Bandaríkjunum og Kanada, en einnig frá Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi,
Hollandi, Frakklandi, Sviss og Slóveníu. Höfundar eru margir hverjir leiðandi
fagfólk og rannsakendur í starfsendurhæfingu í heiminum í dag.
Eins og titill bókarinnar gefur til kynna er þetta handbók um hvernig best sé
að stuðla að endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, allt frá rannsóknum
til framkvæmda.
BÓKARÝNI
Handbook of Return to Work:
From Research to Practice
SMÁRI PÁLSSON taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá VIRK
HÉR ER UM YFIRGRIPS-
MIKLA HANDBÓK AÐ
RÆÐA SEM GETUR NÝST
FAGFÓLKI OG ÖÐRUM ÞEIM
SEM ERU AÐ SINNA ÞEIM
SJÚKLINGAHÓPUM SEM
FJALLAÐ ER UM Í BÓKINNI
AUK ÞESS SEM GEFNAR ERU
ÝMSAR HUGMYNDIR UM
HVERNIG BEST SÉ AÐ STUÐLA
AÐ ENDURKOMU TIL VINNU.“
68 virk.is