Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 69

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 69
 VIRK Í fyrsta hluta bókarinnar (Concepts and Models of Return to Work) er farið yfir tengsl skerðingar og fötlunar við endurkomu til vinnu og hvernig ICF Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu frá WHO kemur þar inn í. Farið er yfir ýmsa áhrifaþætti varðandi endurkomu til vinnu eins og stjórnskipun, lagaumhverfi sem og félagslega og menningartengda þætti. Í öðrum hluta bókarinnar (Measurement and Methodological Issues: Towards Transdisiciplinarity) er athygli vakin á þeim þáttum sem eru annað hvort hamlandi eða styðjandi þegar verið er að gera áætlanir varðandi endurkomu til vinnu. Einnig er fjallað um rannsóknir, mælingar og aðferðarfræði er varðar þessa þætti, hvaða vandamál kunna að koma upp í því sambandi og hvernig sé best að bregðast við þeim. Þriðji hluti bókarinnar (Evidence Inform- ed Return to Work Approaches) er yfir- gripsmikið yfirlit yfir þá þætti sem máli geta skipt varðandi endurkomu til vinnu er varðar vinnu í heilbrigðiskerfinu sem og í starfsendurhæfingu. Farið er inn á möguleg snemmbær inngrip, breytingar í vinnuumhverfi, vinnuvistfræði, samstarf hagsmunaaðila, skipulag og stefnumótun ásamt þeim hugrænu- og hegðunarlegu þáttum einstaklingsins sem spila hér inn í. Í fjórða hluta bókarinnar (Best Return to Work Interventions and Practices in Key Diagnoses) er fjallað um endurkomu til vinnu hjá mismunandi sjúklingahópum. Það er hjá þeim sem búa við langvinna stoðkerfisverki, heilaskaða, væga vitræna skerðingu, kvíða, áfallastreitu, þunglyndi, ýmsa aðra alvarlega geðsjúkdóma, fíkn, mænuskaða, MS, flogaveiki, krabbamein, vefjagigt, síþreytu og þeim sem misst hafa útlim. Farið ef yfir helstu einkenni hvers sjúkdóms fyrir sig, tíðni, greiningu og batahorfur. Farið er yfir hvaða helstu þættir geta haft áhrif á endurkomu til vinnu og í því sambandi horft til aldurs, kyns, kynþáttar sem og lýðfræðilegra breyta eins og hjú- skaparstöðu, menntunar og vinnusögu fyrir slys eða sjúkdóm. Í fimmta og síðasta hluta bókarinnar (Research, Policy and Practice Directions) er gerð samantekt á mismunandi tillögum er gætu aukið líkurnar á árangursríkri endur- komu til vinnu sem og viðhaldið mögulegri vinnugetu. Í því sambandi er farið inn á svið heilbrigðis-, fötlunar- og félagslegra þátta. Hér er um yfirgripsmikla handbók að ræða sem getur nýst fagfólki og öðrum þeim sem eru að sinna þeim sjúklingahópum sem fjallað er um í bókinni auk þess sem gefnar eru ýmsar hugmyndir um hvernig best sé að stuðla að endurkomu til vinnu. Segja má að þetta sé bók sem fáir lesa spjaldanna á milli en hinsvegar ætti fagfólk sem fæst við starfsendurhæfingu og þá ekki síður stjórnendur, rannsakendur sem og aðrir er koma að þessum málaflokki að geta fundið í henni ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem nýst geta þeim í þeirra störfum og stefnumótun. Bókin varpar ágætu ljósi á það hversu starfsendurhæfing er margslungið fag. Bæði kemur starfsendurhæfing inn á marga þætti er varða heilbrigðis- og félagsmál, sem og málefni er tengjast lögum, reglugerðum og ýmiskonar bótaréttindum eins og endurhæfingar- og örorkulífeyri. Hvort endurkoma á vinnumarkað verði far- sæl eða ekki er undir mörgum samhangandi þáttum komið, eða allt frá því að vera þættir sem tengjast alvarleika veikinda eða slyss, einstaklingnum sjálfum, meðfæddum og áunnum þáttum, samspili þeirra við nær- og fjarumhverfi, samspili og gæðum þjónustu í bráðafasa, bráðaendurhæfingu, fram- haldsendurhæfingu, starfsendurhæfingu, starfsprufu og starfsaðlögun og svo hvernig atvinnuástand og hið lagalega umhverfi, bótaréttur og ýmislegir félagslegir þættir spila með í endurkomuferlinu. Af bókinni má draga þann lærdóm að til að endurkoma til vinnu eftir veikindi eða slys eigi að vera árangursrík þarf að fara rétt að hlutunum og gera það í réttri röð. Til að starfsendurhæfing eigi sem mestan möguleika á að skila einstaklingnum aftur út á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys þarf að liggja fyrir frá byrjun rétt greining frá heilbrigðiskerfinu. Einnig virðist oft nauðsynleg forsenda að átt hafi sér stað sérhæfð þverfagleg endurhæfing á vegum heilbrigðiskerfisins áður en reynd er starfsendurhæfing eða endurkoma til vinnu. Þegar farið er í gegnum bók sem þessa sést að þó svo að við séum að gera ýmislegt gott hérlendis í þessum málum þá vantar enn talsvert upp á að við séum sambærileg við það sem gerist víða erlendis. Við þurfum að ná að mynda samfellu utan um einstaklinginn frá því hann dettur úr námi eða vinnu vegna veikinda eða slysa þar til hann er kominn inn á vinnumarkað eða í nám að nýju. BÓKARÝNI 69virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.