Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 15
15www.virk.is VIRK Um 80% stöðugilda þeirra einstaklinga sem voru enn á launum í veikindum frá atvinnurekanda þegar þeir komu til VIRK útskrifast þaðan með fulla vinnugetu (þ.e. eru annað hvort í launaðri vinnu, atvinnuleit eða í lánshæfu námi við útskrift). Þetta á síðan við um 78% þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum við komu til VIRK, 65% þeirra sem fengu dagpeninga hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga, 44% þeirra sem fengu endurhæfingarlífeyri og 26% örorkulífeyrisþega. Þetta þýðir að hlutfall þeirra sem útskrifast með vinnugetu lækkar eftir því sem framfærslan á sér stað fjær vinnumarkaðnum við komu til VIRK. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að ein- staklingar geti borið mikinn og jafnvel varanlegan skaða af meira en 6 mánaða fjarveru frá vinnu (Waddell og Aylward, 2005). Við komu til ráðgjafa VIRK eru einstaklingar spurðir hversu lengi þeir hafi glímt við óvinnufærni vegna heilsubrests áður en þeir leituðu til VIRK. Um 1100 einstaklingar hafa svarað þessari spurningu og á mynd 14 eru upplýsingar um framfærslustöðu þeirra í lok þjónustu, eftir því hvort viðkomandi höfðu verið óvinnufærir skemur eða lengur en 6 mánuði þegar þjónusta VIRK hófst. Eins og sjá má eru einstaklingar sem hafa verið frá vinnu skemur en 6 mánuði þegar þeir koma til VIRK mun líklegri til að fara beint í launað starf í lok starfsendurhæfingar. Hlutfallslega fleiri þeirra einstaklinga sem hafa verið lengi óvinnufærir í upphafi þjónustu fara á örorkulífeyri í lok þjónustu á vegum VIRK. Þessar niðurstöður úr gagnagrunni VIRK undirstrika mikilvægi þess að skýra betur og skilgreina ábyrgð mismunandi aðila í ferli einstaklings í veikindum. Það er mikilvægt að tryggja einstaklingi viðeigandi þjónustu í starfsendurhæfingu áður en of langur tími líður í fjarveru frá vinnumarkaði vegna heilsubrests. Hér þarf að skýra betur hlutverk og ábyrgð mismunandi aðila velferðarkerfisins hér á landi. Upplifun einstaklinga af áhrifum þjón- ustunnar á möguleika þeirra og lífsgæði skiptir miklu máli. Þetta er metið með þjónustukönnun sem lögð er fyrir alla einstaklinga sem ljúka þjónustu hjá VIRK sem um helmingur svarar. Myndir 15 og 16 sýna hluta af niðurstöðum könnunarinnar. Um 83% einstaklinga telja að ráðgjafi VIRK hafi aðstoðað þá við að setja sér raunhæf markmið um að fara aftur til vinnu, samkvæmt niðurstöðum á mynd 15. Af mynd 16 má sjá að einstaklingar telja að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra hvað varðar bæði bætta sjálfsmynd og aukna vinnu- getu. Til viðbótar við þetta má nefna að um 94% einstaklinga fannst ráðgjafi VIRK koma fram við sig af virðingu og alúð og um 80% töldu að hvatning ráðgjafa VIRK hefði styrkt fyrirætlun þeirra um aukna þátttöku á vinnumarkaði. 94% þeirra sem svöruðu þjónustukönnuninni segjast myndu ráð- leggja öðrum í svipuðum sporum að leita Tafla 2 Laun í veikindum 71% 7% 2% 80% Atvinnuleysisbætur 45% 29% 4% 78% Sjúkrasjóður stéttarfélaga 44% 18% 3% 65% Engar tekjur 43% 16% 4% 63% Endurhæfingarlífeyrir 30% 11% 3% 44% Fjárhagsaðstoð 17% 12% 0% 29% Örorkulífeyrir 24% 1% 1% 26% Framfærslustaða við komu til ráðgjafa Að lágm. 50% framfærslunnar kemur frá neðangreindum þáttum í upphafi þjónustu Hlutfall stöðugilda við lok ráðgjafar Í launaðri vinnu Í atvinnuleit Á námslánum Samt. með vinnugetu La un á vin nu ma rka ði Atv inn ule ysi sb æt ur Ná ms lán En ga r te kju r En du rhæ fin ga rlíf eyr ir Öro rku lífe yrir An na ð Mynd 14 Tímalengd óvinnufærni og framfærslustaða við útskrift 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 60% 2% 13% 7% 39% 5% 27% Framfærslustaða þeirra sem höfðu verið óvinnufærir í minna en 6 mánuði áður en þeir leituðu til VIRK Framfærslustaða þeirra sem höfðu verið óvinnufærir í meira en 6 mánuði áður en þeir leituðu til VIRK Fjöldi 13% 13% 3%4% 3%4% 8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.