Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 14

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 14
14 www.virk.is V IR K VIRK eru undantekningalítið að glíma við flókinn heilsufarsvanda og oft mjög erfiðar félagslegar aðstæður. Við skoðun á þessum gögnum er einnig mikilvægt að hafa í huga að fyrirkomulag framfærslukerfisins felur í sér ýmsa hvata sem valda því að ekki er hægt að meta árangur eingöngu út frá gögnum VIRK. Í dag útskrifast einstaklingar frá VIRK til dæmis með vinnugetu í hálft starf, en fyrirkomulag örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins gerir þeim ekki kleift að fá örorkulífeyri að hálfu leyti á móti sinni vinnugetu. Því verður niðurstaðan oft á tíðum sú að viðkomandi einstaklingur fer á fullan örorkulífeyri, þrátt fyrir að hafa náð talsverðum árangri hjá VIRK við að auka vinnugetu sína. Þannig má fullyrða að hluti af þeim 22% sem eru með örorkulífeyri í lok þjónustu hjá VIRK (sjá mynd 13) hafi í raun náð þeim árangri í þjónustunni að geta unnið að hluta til en sækja um fullan örorkulífeyri á meðan ekki er boðið upp á sveigjanlegra kerfi. Á meðan bótakerfið er byggt upp á þennan hátt verður skráning framfærslustöðu einstaklinga í lok þjónustu aldrei góður mælikvarði á raunverulegan árangur af starfi VIRK. Þegar árangur af starfsendurhæfingar- þjónustu er skoðaður skiptir miklu máli að taka mið af því hver staða einstaklinga var við upphaf þjónustu. Bestur árangur næst þegar einstaklingar koma snemma og eru enn með vinnusamband við komu til ráðgjafa. Þetta má sjá í töflu 2. Þar eru teknar saman upplýsingar um einstaklinga sem hafa lokið þjónustu hjá VIRK, með samanburði á framfærslustöðu við upphaf og lok þjónustu. Þetta er skráð í stöðugildum. Þessir einstaklingar höfðu ekki vinnugetu við komu til VIRK en framfærslustaða þeirra var mismunandi, allt frá því að vera enn að þiggja laun í veikindum og til þess að hafa verið lengi á örorkulífeyri. Þessi mismunandi framfærslustaða gefur þannig til kynna mislangan tíma frá vinnumarkaði vegna heilsubrests. Í útreikningunum var miðað við að framfærslustaða í upphafi væri a.m.k. helmingur heildarframfærslu fyrir viðkomandi einstakling. Þannig hafa þeir sem eru í hópnum Örorkulífeyrir í upphafi þjónustu haft a.m.k. helming tekna sinna af örorkulífeyri við upphaf þjónustu. Mynd 13 Framfærslustaða einstaklinga við lok þjónustu hjá VIRK Hjá um 2800 einstaklingum sem hafa lokið þjónustu Laun á vinnumarkaði Endurhæfingarlífeyrir Annað Atvinnuleysisbætur Námslán Örorkulífeyrir49% 8% 22% 4% 3% 14%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.