Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 13

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 13
13www.virk.is VIRK svöruðu spurningunni „Var eitthvað gert til að auðvelda endurkomu til vinnu?“ taldi um helmingur að hægt hefði verið að gera betur í þeim efnum. Mynd 12 sýnir hlutfallslega skiptingu svara hjá rúmlega þúsund einstaklingum sem nefna tiltekna þætti í þessu samhengi. Flestir nefna að breyting á vinnuskyldum og tilfærsla í starfi hefði getað auðveldað endurkomu til vinnu og áhugavert er að sjá að um 12% telja að símtal frá atvinnurekanda hefði skipt máli í þessu sambandi. Mikilvægt er að atvinnurekendur og stjórnendur á vinnustöðum séu meðvitaðir um hlutverk sitt og ábyrgð hvað þetta varðar og eigi góð samskipti við veika starfsmenn til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Árangur Hjá VIRK er áhersla lögð á að þróa fjölbreytta mælikvarða á árangur starf- seminnar. Starfsemin er hins vegar flókin og meta þarf mismunandi þætti til að sjá hver raunverulegur árangur er. Það sem skiptir miklu máli er að ná að mæla hvort einstaklingur hafi vinnugetu og geti tekist á við launuð störf á vinnumarkaði, bæði við lok þjónustu og til framtíðar. Einnig er mikilvægt að leggja mat á upplifun einstaklinganna sjálfra af áhrifum þjónustunnar á starfsgetu þeirra og lífsgæði almennt. Mynd 13 sýnir framfærslustöðu ein- staklinga sem hafa lokið þjónustu hjá VIRK. Um er að ræða upplýsingar um stöðugildi, þannig að ef einstaklingur fer í hálft starf við lok þjónustu er það skráð sem hálft stöðugildi og önnur framfærsla síðan skráð á móti. Eins og sjá má þá eru um 66% stöðugilda þeirra sem útskrifast með framfærslu- stöðu sem gefur til kynna starfsgetu og virka þátttöku á vinnumarkaði, þ.e. þeir eru annað hvort í launaðri vinnu, í virkri atvinnuleit eða í lánshæfu námi. Hafa ber í huga að hér er um að ræða skráningu á stöðugildum, þannig að einstaklingur sem fer t.d. í hálft starf á vinnumarkaði í lok þjónustu VIRK skráist aðeins að hálfu leyti í „laun á vinnumarkaði“. Ef horft er á fjölda einstaklinga en ekki stöðugildi, þá eru um 74% þeirra einstaklinga sem lokið hafa þjónustu hjá VIRK annað hvort í launuðu starfi, virkri atvinnuleit eða lánshæfu námi við lok þjónustu. Þessi niðurstaða er mjög góð og sérstaklega í ljósi þess að þeir einstaklingar sem leita til „Það er mikilvægt að tryggja einstaklingi viðeigandi þjónustu í starfsendurhæfingu áður en of langur tími líður í fjarveru frá vinnu- markaði vegna heilsu- brests. Hér þarf að skýra betur hlutverk og ábyrgð mismunandi aðila velferð- arkerfisins hér á landi.“ Aðstæður og líðan einstaklinga sem leituðu til VIRK á árunum 2012 og 2013 Í reglubundnu sambandi við lækni Starfið var líkamlega erfitt Veikindi hafa áhrif á fjárhaginn Starfið var andlega erfitt Andleg streita hefur áhrif á starfsgetu Depurð og kvíði hafa áhrif á starfsgetu Kvíði því að veikindi versni við að fara aftur að vinna 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Mynd 11 89% 56% 64%64% 80% 56% 65% 85% 62% 84% 57% 70% 71% 57% 2013 2012 Hvað hefði verið hægt að gera til að auðvelda endurkomu til vinnu? Byggt á svörum rúmlega þúsund einstaklinga sem töldu að hægt hefði verið að auðvelda þeim betur endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys 25% 20% 15% 10% 5% 0% 3% 9% 11% 12%13% 15% 17% 20% Mynd 12 En du rm en ntu n Að sto ð f rá sa ms tar fsf ólk i Bre yta vin nu tím a Bre yta vin nu um hv erf i Sím tal frá vin nu vei tan da Sty tta vin nu tím a Tilf ær sla í s tar fi Bre yta vin nu sky ldu m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.