Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 44
44 www.virk.is
P
A
LL
B
O
R
Ð
S
U
M
R
Æ
Ð
U
R
móti krónu og og sér ekki tilgang með því
að leggja meira á sig. Ef fjárhagslegur hvati
er ekki til staðar er vonlaust fyrir okkur,
sem vinnum að starfsendurhæfingu, að
koma fólki aftur í vinnu. Við tölum um
að meta þurfi styrkleika fólks, en þar
kemur til ákveðinn hagsmunaárekstur.
Öryrkjabandalagið vill auðvitað að fólkið
þess hafi grunnlífeyri og ég er sammála
því að fólk þarf ákveðinn grunnlífeyri til að
fleyta sér áfram. Fólk hefur misjafnlega
mikla starfsgetu, einkum þeir sem eiga
við geðræn vandamál að stríða sem geta
breyst með tímanum. Þessi hópur þarf
fjárhagslega hvatningu.
Salóme: Ég þori að fullyrða að læknar
hafa ekki óskað eftir því sjálfir að alltaf
þurfi að ráðfæra sig við þá vegna útgáfu
veikindavottorða til að framvísa í vinnu
eða námi. Vottorðafarganið er ótrúlegt
og kemur eiginlega eins og holskefla til
lækna. Flestir heimilislæknar mundu
fagna því að losna við stóran hluta af
þessu. Eilíf vottorðaskrif eru líka til komin
vegna krafna samfélagsins; það þarf að
votta hina ýmsu krankleika, veikindi eða
starfsgetu í prósentum. Þessar kröfur eru
oft á tíðum settar í hendur lækna sem hafa
ekki möguleika á að sannreyna málið á
neinn hátt.
Þurfum að finna kerfi sem
hvetur einstaklinginn áfram
Júlíus: Grunnurinn að okkar starfsemi
er mat á tilteknum þáttum, svo sem
heilsufari eða starfsgetu. Kerfið kallar á
að grunnurinn sé alltaf læknisfræðilegur.
Við sjáum líka fjölda fólks sem glímir
við félagsleg vandamál og annað sem
á ekkert skylt við sjúkdóma eða slys. Til
lausnar á þessum vanda mætti sjá fyrir
sér markvissari greiningu á vandanum í
upphafi hjá einhvers konar „Hjálpargátt
ríkisins“; er vandinn læknisfræðilegur,
félagslegur eða er um atvinnuleysi að
ræða? Einstaklingnum væri síðan vísað í
réttan farveg, en þetta vantar í okkar kerfi
og því endar fólk sem á í vanda oftar en
ekki hjá læknum. Þá er það oft búið að
greina sig sjálft sem sjúklinga eða öryrkja.
Það þarf að samþætta greininguna og auka
samvinnu ólíkra aðila; Tryggingastofnunar,
lífeyrissjóða, heilsugæslunnar, sjúkrasjóða
og ýmissa annarra aðila sem koma að
þessum málaflokki.
Salóme: Þá kemur fólk ekki til læknis
vegna veikinda, heldur er tilgangurinn
að fá vottorð fyrir vinnuveitanda. Hluti
af hinum kerfislæga vanda sem fylgir
því að komast úr veikindum til vinnu er
uppbygging bótakerfisins. Sumir eru í
fyrstu á launum hjá vinnuveitanda eftir að
veikindi koma upp og hafa samviskubit yfir
því. Fólk finnur til skyldurækni og hugsar:
„Vinnuveitandinn þarf að borga mér og ég
get ekkert gert. Hann þarf að ráða annan
í minn stað.“ Samviskusemi af þessu
tagi stendur fólki oft fyrir þrifum. Þessi
einstaklingur gengur svo hugsanlega inn í
bótakerfi tengt fyrri vinnu. En ekki eru allir
með vinnusögu og þeir einstaklingar búa
ekki við sömu réttindi og hinir sem hafa
stundað vinnu. Þetta þykir mér ákveðið
óréttlæti í okkar samfélagi og í raun
átakanlegt að fólk sem hefur aldrei haft
heilsu til fullrar vinnu gangi ekki að sömu
bótum og möguleikum og hinir.
Elín Ebba: Ég tel mjög mikilvægt að gerð
sé áætlun sem myndi fylgja hverjum
einstaklingi sem af einhverjum orsökum
er ekki í skóla eða vinnu. Megináherslan
getur verið á læknisfræðilega greiningu,
sem liggur þá beint við að læknir stýri, en
áherslan getur líka legið annars staðar. Við
sendum fólk í dýr úrræði án þess að til sé
heildaráætlun eða vitneskja um hvað hefur
verið reynt áður. Þess vegna væri mjög
gott að ná því í gegn að hverjum og einum
fylgdi einstaklingsáætlun, svo að þegar
viðkomandi færi til næsta meðferðaraðila
væri hægt að sjá hvaða markmið hann
hefur sett sér.
Það er gríðarlega mikilvægt að við sem
vinnum í þessum málaflokki séum í
takt við það sem einstaklingurinn vill
líka vegna þess að sumir ætla sér ekki
aftur út á vinnumarkaðinn. Til þess að
fá fjárhagslegan stuðning, til dæmis
endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun
eða úrræði í gegnum VIRK, þarf fólk að
segjast vilja fara í vinnu, en við vitum að
það er ekki alltaf tilfellið. Ég tel best að
fólk geti verið heiðarlegt og að við getum
unnið heiðarlega með því. Mín skoðun
er að við þurfum að skipta út núverandi
örorkumatskerfi, því það virkar ekki. Við
þurfum að meta hvað fólk getur og hafa
öryggisnet til að tryggja fólki framfærslu
þegar það getur ekki unnið. Við verðum
líka að komast að samkomulagi við
Öryrkjabandalagið og ná lendingu svo að
við vinnum ekki gegn hagsmunum þess.
Við erum að reyna að finna hvata fyrir fólk
til að koma sér áfram. Til dæmis er miklu
hagstæðara fyrir einstæða móður með börn
að vera á bótum en að vinna láglaunastarf.
Við þurfum að skapa umbunarkerfi þar
sem einstaklingurinn er hvattur áfram,
en þarna þurfa ríkið, Tryggingastofnun,
Vinnumálastofnun og VIRK að koma sér
saman um verkaskiptingu.
„Sumir hafa unnið sér
inn rétt til atvinnuleysis-
bóta, en mín skoðun er
að þegar fólk fær greitt úr
sameiginlegum sjóðum
eigi það að gera eitthvað
í staðinn. Sem betur fer
er verið að gera eitthvað í
þessum efnum, en með
því að greiða ungu fólki
bætur fyrir að gera ekki
neitt erum við að búa til
framtíðaröryrkja.“