Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 32
32 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L VIÐTAL „Virðing og traust þurfa að ríkja“ Ingibjörg S. Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri hjá Prentmet Hjá Prentmeti að Lynghálsi 1 er einn fyrrum notandi þjónustu VIRK í vinnu og annar í starfskynningu. Við hittum að máli Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur, annan eiganda fyrirtækisins, starfandi stjórnarformann og yfirmann vinnustaðasamninga. Húsakynni Prentmets að Lynghálsi 1 eru glæsileg. Fallegar myndir eru á veggjum og aðstaða starfsfólks virðist þægileg. Heill veggur í móttöku- og sölusalnum er þakinn hillum þar sem sjá má fjölbreytta framleiðslu fyrirtækisins, bæði í bókaútgáfu, bæklingum og hverskyns umbúðum, svo eitthvað sé nefnt. Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starf- andi stjórnarformaður, byrjar á að fara með blaðamann um fyrirtækið til að sýna allar deildir. Á þeirri leið hittum við þá tvo einstaklinga sem byrjuðu á vinnustaðasamningi hjá Prentmeti áður en þeir fengu fastráðningu, svo og deildarstjóra þeirra. Í frágangsdeild hittum við fyrir einstakling sem var í samstarfi við VIRK ásamt Hólmfríði Edvardsdóttur deildarstjóra. „Viðkomandi starfsmaður hefur sinnt starfi sínu mjög vel og allt hefur gengið vel. Ég er mjög ánægð með hann og verklag hans. Ég er einnig ánægð með þann sem er hér í starfsþjálfun, þótt hann hafi verið hér í stuttan tíma. Viðkomandi segist afskaplega glaður yfir tækifærinu til að vera hér í starfsþjálfun, segir það veita sér tilbreytingu og tilgang,“ segir Hólmfríður. Einstaklingurinn sem um ræðir er í Að loknum leiðangrinum um deildir Prentmets býður Ingibjörg mér sæti á skrifstofu sinni, undir málverki eftir Tolla, og við ræðum reynslu fyrirtækisins af starfi þeirra einstaklinga sem vinna hjá fyrirtækinu og hafa verið í samstarfi við VIRK, í bland við aðrar upplýsingar um Prentmet. Leggur mikið upp úr jákvæðum áhuga „Við Guðmundur Ragnar Guðmundsson, maðurinn minn og framkvæmdastjóri Prentmets, stofnuðum fyrirtækið 4. apríl árið 1992. Guðmundur Ragnar er lærður prentsmiður og við erum bæði rekstrar- fræðingar frá Háskólanum á Bifröst, þar sem við kynntumst. Þegar við vorum nýútskrifuð úr námi og nýgift ákváðum við að fara ekki í brúðkaupsferð, heldur stofna þetta fyrirtæki. Prentmet óx svo smám saman, var að segja má í stöðugum vexti frá árinu 2000 og alveg fram að hruni. Reyndar höfðum við fundið fyrir því að bankarnir voru farnir að draga úr verkefnum skömmu fyrir hrun. Við komumst í gegnum hremmingar hrunsins með rækilegri hagræðingu. Nú starfa um níutíu manns hjá fyrirtækinu, hér í aðalstöðvunum og í útibúunum á starfsþjálfuninni fjóra klukkutíma á viku í sex vikur. „Hann er fótlama og vinnur sína vinnu sitjandi við borð, en það hefur gengið vel. Almennt gildir að finna ráð til að yfirstíga vandkvæðin í hverju tilviki,“ bætir Hólmfríður við. Í umbúðadeild hittum við starfsmann sem kom inn á vinnustaðasamningi frá TR en fékk svo fastráðningu. „Þetta hefur gengið ljómandi vel,“ segir Helgi B. Sigurðsson deildarstjóri. Okkur sem vinnum með honum þykir vænt um hann og finnum að hann nær æ betri tökum á starfi sínu. Hann sýnir nú meira frumkvæði en áður. Ég er ánægður með þennan starfsmann. Á leið okkar Ingibjargar Steinunnar um deildir Prentmets verður mér ljóst að prentfyrirtæki af þessari stærð líkist einna helst líkama; allt er hluti af einni heild. Hver og einn starfsmaður hefur sitt hlutverk, að ekki sé talað um sérhæfðan og mikilfenglegan vélakostinn. Allt verður þetta að starfa í jafnvægi. Þetta virðist hafa gengið upp, ef marka má silfurskjöld á vegg þar sem fram kemur að Prentmet hefur fengið verðlaun fyrir framúrskarandi prentverk frá stærsta pappírsframleiðanda í heimi, Sappi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.