Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 45

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 45
45www.virk.is PALLBORÐSUMRÆÐUR „Það er alveg sama hvaða mælikvarða við setjum á getu eða vangetu fólks. Spurningin er, hvað tekur við þegar fólk lýkur starfs- endurhæfingu?“ Harka á vinnumarkaði Júlíus: Ég tala við fólk í atvinnuleit á hverjum degi. Það trúir því varla nokkur hvað íslenskur vinnumarkaður getur verið harður og óbilgirnin mikil. Oft er um að ræða erfiðar vinnuaðstæður, léleg laun og skort á tillitssemi gagnvart hinum vinnandi manni. Þetta mætti athuga betur og laga. Það er alveg sama hvaða mælikvarða við setjum á getu eða vangetu fólks. Spurningin er, hvað tekur við þegar fólk lýkur starfsendurhæfingu? Hvernig er vinnumarkaðurinn í stakk búinn til að taka á móti þessu fólki? Þarna vantar ákveðinn hlekk í keðjuna. Salóme: Ég tek undir að þetta hangir allt saman. Umburðarlyndi gagnvart mismunandi getu fólks, eða skortur þar á, endurspeglast í þeim viðbrögðum sem mæta fólki á vinnumarkaði, til dæmis þegar það snýr aftur eftir langvarandi veikindi og er orðið fullvinnufært. Þá mætir því gjarnan ný staða á vinnustaðnum, jafnvel er búið að lækka það í tign og þar með í launum. Fólk er gjaldfellt fyrir að hafa verið frá vegna veikinda. Því miður eru mörg dæmi um þetta. Geirlaug: Ég held að það þurfi að breyta örorkumatinu þannig að fólk geti verið í vinnu án þess að bætur skerðist á móti. Fólk þarf líka að geta sótt um viðbótarbætur á réttan stað. Ég vil sjá þjónustuborð þar sem metið er hvers eðlis vandinn er; er hann læknisfræðilegur eða félagslegur? Ég er búin að teikna þetta þjónustuborð upp. Í framlínunni þurfa að vera fagmenn sem geta með skjótum hætti greint vandann og vísað fólki áfram í kerfinu; þar væru Tryggingastofnun, lífeyrissjóðirnir, VIRK, atvinnuleysistryggingasjóður og aðrir. Magnús: Örorkumatinu var breytt fyrir nokkrum árum frá því að vera ekki síst félagslegt mat yfir í að vera hreint læknisfræðilegt mat. Hugsunin að baki var í raun ágæt; maður skyldi metinn út frá sinni líkamlegu færni til örorku eða ekki örorku. Hins vegar var alveg horfið frá því að meta hvort viðkomandi gæti séð sér farborða eða ekki, sem þó er miklu réttari hugsun, því vinnufærni snýst ekki bara um líkamlega færni heldur líka andlega og félagslega. Við höfum séð dæmi um alvarlega líkamlega fatlað fólk sem vinnur fulla vinnu og vel það. Vinnufærni og -geta snúast um marga þætti aðra en þá líkamlegu. Erfiðasti hópurinn er sá sem getur unnið en vill ekki vinna og þannig hefur það alltaf verið. Salóme: Svo má líka spyrja sig þess hvaðan viljinn til að vinna komi yfirhöfuð. Það að vilja ekki vinna er ekki endilega meðfæddur galli eða sjúkleg bilun, heldur ástand sem á upptök sín einhvers staðar í sögu viðkomandi og fyrri reynslu eða í umhverfi í æsku. Við höfum aldrei tekið á þessu í heilbrigðiskerfinu. Hvaðan kemur viljinn til heilbrigðs lífs og til góðrar heilsu? Geirlaug: Hér erum við að horfa á sögu kynslóðanna. Ungir krakkar koma inn til okkar, þau vita ekki hvert þau vilja fara, hafa enga framtíðarsýn og þeim hefur ekki verið kennt að takast á við þetta. Svo fer maður að skoða fjölskyldusöguna og þá kemur í ljós brotið bakland; foreldrarnir í sömu stöðu og kannski amma og afi líka. Þetta er kynslóðaarfurinn og að mínu viti þurfum við að vinna miklu nánar með fólk og fjölskyldur þess. Elín Ebba: Samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem gerð var á vegum vel- ferðarráðuneytisins fyrir nokkru, langaði 65 af 100 einstaklingum sem höfðu verið metnir óvinnufærir aftur út á vinnumarkaðinn. Af þeim hafði aðeins þremur tekist að fá vinnu. Við erum með ákveðinn hóp sem langar að vinna en kemst ekki út á vinnumarkaðinn. Það er að hluta til, eins og Júlíus nefndi, vegna þess að vinnumarkaðurinn er harður. Þú þarft ekki annað en að kíkja á atvinnuauglýsingar þetta er mjög full- komið fólk sem verið er að sækjast eftir. Okkar fólk sér enga atvinnuauglýsingu sem höfðar til þess. Sóst er eftir fólki sem er sjálfstætt, með góða samstarfshæfni, er útsjónarsamt, tekur frumkvæði og þar fram eftir götunum. Við þurfum að ræða samfélagslega ábyrgð því ef við hendum fólki í burtu sem ekki er fullkomið þá sitjum við uppi með kerfi sem við stöndum ekki undir. Ef vilji hins opinbera er að við tökum við fleirum með skerta starfsgetu, verða yfirvöld að búa til einhverjar skattaívilnanir fyrir þau fyrirtæki sem ráða til sín ákveðið hlutfall fólks með skerta starfsgetu. Fyrirtækin þurfa líka að hafa fjárhagslegan ávinning af þessu. VIRK eins og framlengdur armur endurhæfingarinnar Magnús: Ég hef alltaf litið á þennan starfsendurhæfingarsjóð sem annars vegar matstæki, sem finnur þá sem vilja vinna en geta illa, og hins vegar sem leið til að koma þeim í úrræði sem gera þá færari til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Í matsferlinu þarf að greina hafrana frá sauðunum. Það þarf að finna þá sem virkilega vilja taka á í starfsendurhæfingu og finna þá sem vilja það ekki og eyða ekki of miklu púðri í það sem er í rauninni vonlaust. Raunin er að ef þú spyrð ein- stakling hvar hann sjái sig eftir ár og hann svarar því til að hann telji sig verða kominn í vinnu, þá eru meiri líkindi til þess að svo verði. Segist hann hins vegar ekki reikna með að verða kominn í vinnu, þá er mjög líklegt að hann verði það ekki. Því er mikilvægt að skima fyrir þessu hér og nýta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.