Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 60
60 www.virk.is
UPPLÝSINGAR
A
Ð
S
E
N
D
G
R
E
IN
Forvarnir gegn endurtekinni
veikindafjarveru: Niðurstöður
frá íhlutuninni SHARP- í vinn-
unni (SHARP-at work)
Við þróuðum vinnutengdu íhlutunina
„Heilsuörvandi þátttaka og forvörn
bakslaga SHARP-í vinnunni“ (e. Stimu-
lating Healthy praticipation And Relapse
Prevention SHARP-at work), til að koma
í veg fyrir endurteknar veikindafjarvistir
starfsmanna eftir ETV vegna veikinda af
völdum algengra geðraskana (Arends
2013). Íhlutunin er viðbót við leiðbeiningar
sérfræðinga í atvinnusjúkdómum um
„Umsjón sérfræðinga í atvinnusjúkdómum
á starfsmönnum með geðræn vanda-
mál“, sem lýst er hér að ofan, með
sérstaka áherslu á forvarnir gegn bak-
slögum. Það sem er mikilvægt hér
er að samráð milli starfsmanns og
yfirmanns er hluti af íhlutuninni og
þannig er yfirmaðurinn í lykilhlutverki í
endurkomuferlinu (Oomens, Huijs og
Blonk 2009). Íhlutunin samanstendur af
lausnamiðuðum aðferðum og er undir
eftirliti sérfræðings í atvinnusjúkdómum
þegar starfsmaðurinn snýr aftur til vinnu
(ýmist í hlutastarf eða fullt starf). Íhlutunin
er í samræmi við leiðbeiningar sérfræð-
inga í atvinnusjúkdómum en sérstök
áhersla er lögð á vinnuumhverfið eftir
endurkomu. Starfsmaðurinn þarf að fara
í gegnum eftirfarandi skref: 1) Gera úttekt
á hindrunum og tækifærum í vinnunni eftir
ETV. 2) Leita allra mögulegra lausna. 3)
Skrifa niður lausnir, meta þörf fyrir stuðning
og undirbúa fund með yfirmanni. 4) Ræða
lausnir og gera áætlun með yfirmanni. 5)
Meta innleiðingu lausna. Sérfræðingur
í atvinnusjúkdómum sér til þess að öll
skref íhlutunarinnar séu tekin og virkjar
starfsmanninn þegar þörf krefur. Verkefni
eru í boði fyrir hvert skref íhlutunarinnar
þannig að starfsmaðurinn getur skipulagt
ferlið (Arends 2013; Arends, Bultmann,
Nielsen, van Rhenen, de Boer og van der
Klink 2014).
Árangur íhlutunarinnar SHARP-í vinn-
unni við að koma í veg fyrir endurtekna
veikindafjarveru starfsmanna vegna
algengra geðraskanna eftir ETV var
metinn í slembinni samanburðarrannsókn
með 12 mánaða eftirfylgni. Sérfræðingum
í atvinnusjúkdómum var slembiraðað
á íhlutunar- eða samanburðarhóp.
Sérfræðingarnir sem voru með íhlut-
unarhópinn fengu tveggja daga þjálfun
í SHARP- í vinnunni íhlutuninni og
sérfræðingarnir sem voru með saman-
burðarhópinn veittu hefðbundna þjón-
ustu. Sérfræðingar í atvinnusjúkdómum
völdu hæfa þátttakendur sem voru
tilbúnir að fara aftur í vinnu. Endurtekin
veikindafjarvera var skilgreind sem 30%
stytting vinnutíma, óháð því hvort vinna
eftir endurkomu var hlutastarf eða fullt
starf (t.d. frá 50% vinnu niður í 20%).
Samtals tóku 158 starfsmenn þátt í
rannsókninni (80 í íhlutunarhópnum og
78 í samanburðarhópnum).
Greiningar sýndu að starfsmenn í
íhlutunarhópnum voru 60% ólíklegri en
þeir sem voru í samanburðarhópnum
að upplifa endurtekna veikindafjarveru,
sem var tölfræðilega marktækt (Arends,
van der Klink, van Rhenen, de Boer
og Bultmann 2014). Að auki fóru
þátttakendur í íhlutunarhópnum í endur-
tekna veikindafjarveru að meðaltali
50 dögum seinna en þátttakendur
í samanburðarhópnum. Ferlismat
fór fram til að meta hvort íhlutunin
SHARP- í vinnunni hafi farið fram í
samræmi við verklagsreglur og hvort
hún væri frábrugðin þeirri hefðbundnu
þjónustu sem samanburðarhópurinn
fékk (Arends, Bultmann o.fl. 2014).
Niðurstöður sýndu að 82% starfsmanna
í íhlutunarhópnum höfðu átt tvö eða fleiri
samtöl við sérfræðing í atvinnusjúkdómum
og 70% höfðu gert eitt eða fleiri íhlut-
unarverkefni, eins og mælt var með í
verklagsreglum. Sérfræðingarnir héldu sig
því vel við verklagsreglu íhlutunarinnar.
Samanburðarhópurinn átti einnig samtöl
við sérfræðinga í atvinnusjúkdómum
en þau voru fátíðari (60% starfsmanna
í þeim hópi skýrðu frá því að hafa átt
tvö eða fleiri samtöl við sérfræðinginn).
Ennfremur var þátttakendum sjaldan
séð fyrir verkefnum (7% þeirra unnu
verkefni). Bæði þátttakendur og
sérfræðingar í atvinnusjúkdómum greindu
frá ánægju sinni með þátttöku í íhlutun-
inni SHARP-í vinnunni. Á heildina litið
töldu sérfræðingar í atvinnusjúkdómum
íhlutunina vel uppbyggða, viðeigandi og
gagnlega meðan á ferli starfsmannsins
vegna ETV stóð. Þessar niðurstöður benda
til að íhlutunin SHARP-í vinnunni sé að
öllu jöfnu æskileg til notkunar í daglegu
starfi (Arends, Bultmann o.fl. 2014).
Framtíðaráskoranir
Skilgreining og aðferðir sem notaðar eru
sem mælitæki (e. operationalizing) fyrir
algengar geðraskanir
Ekki er til neitt allsherjar samkomulag
um það hvaða geðraskanir falla í flokkinn
„algengar geðraskanir“. Mismunandi
tegundir raskana hafa verið viðfangsefni
í ýmsum rannsóknum undir þessu
samheiti. Sumir rannsakendur skilgreina
algengar geðraskanir sem kvíða- og
þunglyndissjúkdóma (Butterworth,
Leach, McManus og Stansfeld 2012),
aðrir telja einnig með raskanir með
líkamlegum einkennum (van der
Feltz-Cornelis, Hoedeman, de Jong,
Meeuwissen, Drewes, van der Laan
og Adér 2010), aðlögunarraskanir
(Rebergen, Bruinvels, Bezemer, van
der Beek og van Mechelen 2009) eða
vímuefnavanda, áfallastreituröskun og
geðhvörf (Sunderland, Slade og Andrews
2012). Þær aðferðir sem notaðar eru sem
mælitæki fyrir algengar geðraskanir geta
jafnvel verið enn fjölbreyttari. Í flestum
rannsóknum er notast við spurningalista
til að skima fyrir einkennum sem
tengja má algengum geðröskunum hjá
starfsmönnum, eins og til dæmis „The