Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 17

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 17
17www.virk.is VIRK þátttöku á vinnumarkaði í stað örorku er gríðarlega mikils virði, bæði fyrir þá sjálfa og samfélagið í heild. Árangursrík starfsendurhæfingarþjónusta er þannig ein af allra arðbærustu fjárfestingum í okkar samfélagi og því mikilvægt að standa vörð um uppbyggingu hennar til framtíðar. Um leið er einnig mikilvægt að aðrir aðilar velferðarkerfisins styðji við þessa fjárfestingu með því að hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á mikilvægi þátttöku á vinnumarkaði á öllum þjónustustigum. Þetta á jafnt við um þá sem bera ábyrgð á framfærslugreiðslum í veikindum og fagaðila innan heilbrigðiskerfisins og hins félagslega kerfis. Breyta þarf áherslum og aðferðafræði þannig að litið sé á getu einstaklinga til starfa, en ekki vangetu, við ákvörðun á framfærslugreiðslum. Við þurfum einnig að leggja meiri áherslu á aukna þátttöku einstaklinga í öllu ferlinu, virkja atvinnurekendur til meira samstarfs og hafa áhrif á viðhorf og breytni í samfélaginu til að tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu aukna möguleika á vinnumarkaði. Allt þetta þarf að vinnast í sameiningu ef árangur á að nást til framtíðar. Þetta krefst samvinnu margra ólíkra aðila og heildarstefnumörkunar í þessum málaflokki í samstarfi allra þeirra aðila sem bera á honum ábyrgð. Mynd 17 Fjárhagslegur ávinningur af árangursríkri starfsendurhæfingu einstaklings Mismunandi forsendur um aldur og mánaðarlaun. Núvirt miðað við 3,5% 25 ára 30. ára 40 ára 50 ára 300 þúsund IKr 71.305.200 66.639.600 54.595.200 37.893.600 400 þúsund IKr 95.073.600 88.852.800 72.793.600 50.524.800 500 þúsund IKr 118.842.000 111.066.000 90.992.000 63.156.000 120.000.000 100.000.000 80.000.000 60.000.000 40.000.000 20.000.000 0 IKr

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.